Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 1
Verkið var að hefjast
af krafti eftir sex vikna
hlé vegna veðurs.
7 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 2 . A P R Í L 2 0 2 2
Hildigunnur
syngur Vivaldi
Úr balanum
og upp á svið
Menning ➤ 26 Lífið ➤ 30
Virðisaukinn er farinn út í bláinn!
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.mitsubishi.is/eclipse
Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!*
Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross
PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til.
*Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu.
Einungis örfáir bílar eftir á þessu frábæra tilboði!
Varnaræfingin Norður-Víkingur stendur nú sem hæst og í gær fór fram æfing landgöngu sjöttu herdeildar bandaríska sjóhersins í innanverðum Hvalfirði. SJÁ SÍÐU 10. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kópavogsbær fór ekki að
lögum við útgáfu fram-
kvæmdaleyfis vegna breikk-
unar Suðurlandsvegar. Leyfið
hefur verið fellt úr gildi og
framkvæmdir stöðvaðar.
gar@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Margvíslegir ágallar
voru á útgáfu Kópavogsbæjar á
framkvæmdaleyfi vegna breikk-
unar Suðurlandsvegar við Lögbergs-
brekku, samkvæmt úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála.
„Framkvæmdir við verkið voru
stöðvaðar síðastliðinn föstudag
enda leyfi til framkvæmda fellt úr
gildi,“ segir Sólveig Gísladóttir hjá
Vegagerðinni.
Var deilt um ákvörðun bæjar-
stjórnar Kópavogsbæjar að veita
framkvæmdaleyfi fyrir breikkun
Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að
Lögbergsbrekku.
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum
kærði. Skólinn hefði ekki trú á
áformum um nýjan veg að skól-
anum. Vegagerðin sagði að komið
hefði fram að hugað yrði að betri
vegtengingum að honum. Kópa-
vogsbær sagði að fyrir lægi umsókn
um leyfi fyrir veginum.
Úrskurðarnefndin segir að máls-
meðferð bæjarins hafi vikið frá
mikilvægum skilyrðum laganna.
Framkvæmdir hófust í desember
2021 „Framkvæmdir stoppuðu í
nær sex vikur í vetur vegna veðurs
en voru nú að hefjast aftur af fullum
krafti þegar framkvæmdaleyfið var
afturkallað,“ segir Sólveig.
„Nú er Kópavogsbær með málið
til skoðunar um hvernig bregðast
megi við til að ráða bót á þeim
ágöllum sem nefndin telur að hafi
verið við veitingu leyfisins.“ ■
Nánar á frettabladid.is
Breikkun Suðurlandsvegar í uppnámi
eftir sigur Waldorfskólans í kærumáli
COVID-19 Þrátt fyrir að Covid-19
smitum í samfélaginu fari ört fækk-
andi berast í hverri viku ein til tvær
beiðnir um innlögn í endurhæfingu
vegna sjúkdómsins á Reykjalund.
„Það er algengt að fólk sé lengi
að jafna sig eftir veirusýkingar en
þarna eru einkenni sem eru lang-
vinnari og fjölbreyttari en vana-
lega,“ segir Stefán Yngvason, fram-
kvæmdastjóri lækninga.
Stefán segir þau sem upplifa lang-
vinn einkenni Covid einnig þjást
af mikilli andlegri og líkamlegri
þreytu. „Orkan bara dugir ekki í
vinnudaginn,“ segir Stefán. SJÁ SÍÐU 4.
Enn beiðnir um
endurhæfingu
eftir Covid