Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 2

Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 2
Davíð braut ísinn fyrir aðra sem gátu þá fetað í hans fótspor og náð árangri. Ragnar Hjartarson, listrænn stjórnandi Guðrúnu fylgt til hinstu hvílu Útför Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og alþingismanns, fór fram í Dómkirkjunni í gær. Guðrún var einn dáðasti barnabókahöfundur landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Tvær konur á áttræðisaldri með Covid-19 létust á Landspítala um liðna helgi. Í gærmorgun voru 22 sjúklingar inniliggjandi með Covid á spítalanum, þar af voru 18 með virkt smit. Enginn lá með Covid á gjörgæsludeild Landspítala í gær- morgun. Frá því að sú bylgja sem nú stend- ur yfir hófst þann 30. júní í fyrra höfðu í gær 1.003 einstaklingar lagst inn á Landspítala með Covid-19. Þar af höfðu 83 lagst inn á gjörgæslu og og 45 þurft á öndunarvél að halda. 32 einstaklingar með Covid hafa látist hér á landi í þessari bylgju. n Tvær konur létust á Landspítalanum um helgina 22 lágu á spítala með Covid. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Yfir þrjátíu prósent for- eldra hér á landi sækjast eftir því að fara með börn sín í ungbarna- sund, samkvæmt upplýsingum frá Snorra Magnússyni, sundkennara og þroskaþjálfa. Hann segir að alltaf hafi verið tveggja, þriggja mánaða biðlisti en undanfarin tvö ár hafi hann lengst í fjóra til fimm mánuði. „Í upphafi Covid þegar allar sund- laugar voru lokaðar lengdist biðlist- inn og ég þurfti að taka börnin inn þegar þau voru eldri en vanalega, yngstu börnin fjögurra til fimm mánaða í stað þriggja mánaða en þetta er allt að komast í rétt horf aftur,“ segir Snorri. Hann segir foreldra meðvitaða um að bið sé eftir þjónustunni, þau skrái jafnvel ófædd börn á biðlista. „Það er fyrst hringt og reynt að koma börnum á biðlista eftir leikskóla- plássi og svo er hringt í mig,“ segir Snorri. „En ég viðurkenni það alveg að ég næ ekki að sinna öllum sem óska eftir því. Ég tek þau elst átta, níu mánaða þannig að ef fólk er að hringja með fimm mánaða gömul börn þá get ég ekkert sinnt því, því miður.“ n Mjög mikil aðsókn í ungbarnasund Snorri Magnússon ásamt ungum nemanda sínum í ungbarnasundi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELLY HANSEN Switchback Low Kr. 23.990.- ASOLO Falcon Kr. 29.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is SÓLA zip-o göngubuxur Kr. 17.990.- HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES merino buxur Kr. 11.990.- SANDEY Flíshanskar Kr. 2.990.- SKÓDAGAR ASOLO Space GV Kr. 22.990.- KJÖLUR Létt flíspeysa Kr. 9.990.- HARALDUR Coolmax göngusokkar Kr. 1.490.- SALEWA Alpenrose 2 MID Kr. 30.990.- SALEWA MS Dropline GTX Kr. 25.990.- HELLY HANSEN Capilano Kr. 12.990.- 25% afsláttur af gönguskóm Davíð Scheving Thorsteins- son, frumkvöðull og iðju- höldur, er látinn, 92 ára að aldri. Samferðamenn minn- ast Davíðs með hlýhug. Útför hans verður gerð frá Dóm- kirkjunni þann 25. apríl. bth@frettabladid.is FÓLK Hinn litríki frumkvöðull og iðjuhöldur Davíð Scheving Thor- steinsson er látinn, 92 ára að aldri. Samferðamenn minnast nú Davíðs sem lést á Landspítalanum síðast- liðinn föstudag. Margir fara fögrum orðum um Davíð og framlag hans til samfélags- legra umbóta. Ragnar Hjartarson, listrænn stjórnandi sem starfar hjá Georg Jensen í Kaupmannahöfn, var aðeins 19 ára þegar Davíð réð hann til starfa sem sendil en skömmu síðar tók Ragnar við umsjón inn- kaupadeildarinnar. Ragnar segir að þetta hafi verið lýsandi fyrir Davíð. „Mér finnst merkilegast þegar ég minnist Davíðs hvað hann bar mikið traust til fólks,“ segir Ragnar. Meðal fjölmargra viðfangsefna Davíðs á löngu lífshlaupi má nefna að hann var framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjunum Smjörlíki og Sól frá 1964 til 1995. Davíð var í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda frá 1968 til 1982, þar af formaður frá 1974. Hann fékk fálkaorðuna árið 1982. Davíð var að sögn Ragnars fyrst og fremst frumkvöðull. Alltaf að finna upp nýja hluti. „Hann var líka mjög skemmtilegur, maður leit allt- af upp til hans. Og Davíð vildi alltaf vera að finna eitthvað upp, hann vildi alls ekki gera hlutina eins og aðrir höfðu gert þá.“ Sem dæmi um persónuleika Davíðs segir Ragnar þá sögu að einu sinni keypti Davíð ávaxtasafa og komst að því að maðurinn sem seldi honum var að snuða hann. Hann brást við með því að ná nýjum samningum um rétt verð. Ekki lét hann þar við sitja heldur sendi svo póst til annarra kaupenda, þar sem hann sagði þeim að þeir væru að greiða of hátt verð fyrir vöruna. Frægðarsól Davíðs Scheving Thorsteinssonar reis kannsk i einna hæst á árinu 1980 þegar hann lét reyna á þær reglur að almennir borgarar mættu ekki f lytja með sér bjór inn í landið er þeir komu úr ferðalögum erlendis. Tiltækið komst í fréttir og varð efniviður í umræðu sem leiddi til aukins frjáls- ræðis í þessum efnum og sölu bjórs á Íslandi. Annað sem einkenndi Davíð að sögn Ragnars var trú hans á Íslandi, trú á íslensku hráefni og íslenskum auðlindum. „Af hverju erum við að flytja inn vatn?“ Ragnar segir að þegar frum- kvöðlar séu annar vegar þurfi að taka áhættu. Ekki hafi allt gengið upp hjá Davíð, en það sé líka óhjá- kvæmilegt þegar um ræðir djörfung og þor, að feta ókunna stigu. „Davíð braut ísinn fyrir aðra sem gátu þá fetað í hans fótspor og náð árangri,“ segir Ragnar. Þá nefnir Ragnar að Davíð hafi ekki haft f leiri starfsmenn í vinnu en þurfti. Framlags hafi verið krafist en andinn verið svo góður að fyrr- verandi starfsmenn hafi lengi verið í sambandi. Eftirlifandi eiginkona Davíðs er Stefanía Svala Borg. Með henni átti Davíð þrjú börn og einnig þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni. Útför Davíðs Scheving verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. apríl. n Brautryðjandinn sem vildi síður feta í fótspor annarra Davíð Scheving Thorsteinsson í húsakynnum Sólar hf. í Einholti er byggingin var rifin árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.