Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 6
Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmynd- ir um sölu á hlutum í Íslandsbanka. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Blóðbankinn hefur sent ákall til þeirra sem geta gefið blóð um að bóka tíma. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að í þessari viku og næstu séu fáir dagar til heil- blóðssöfnunar. Því biðlar Blóðbank- inn til allra þeirra blóðgjafa sem eru frískir um að koma og gefa blóð. Blóðbankinn þarf nauðsynlega að viðhalda góðri lagerstöðu til að geta mætt þörfum þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda. Hver blóðgjafi getur bjargað lífi allt að þriggja ein- staklinga, segir í tilkynningunni. ■ Blóðbankinn að verða gjaldþrota Blóð er af skornum skammti þessa dagana og þarf því að bregðast við. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðisverð hefur hækkað mest á Íslandi af öllu ESB- og EFTA-svæðinu frá árinu 2010, alls um 160 prósent. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Eistland, með rúmlega 150 prósenta hækkun. Þetta kemur fram hjá Eurostat, töl- fræðistofnun Evrópusambandsins. Leiguverð hefur ekki fylgt þessari hækkun en á sama tímabili hefur það hækkað um 70 prósent, innan við helming af hækkun húsnæðis- verðs. Þetta er sama þróun og ann- ars staðar í álfunni, meðalhækkun- in er rúmlega 40 prósent en hækkun leiguverðs er tæplega 20 prósent. Aðeins í örfáum löndum hefur leiguverð hækkað umfram hús- næðisverð, þar á meðal í Finnlandi og Írlandi. Í þremur löndum hefur orðið verðhjöðnun á þessu tólf ára tímabili, á Kýpur, Ítalíu og Grikk- landi, og verðið hefur nánast staðið í stað á Spáni. ■ Húsnæði hækkað mest á Íslandi eitök velun Gleðil e ga p ka Páskarnir byrja í Fjarðarkaupum kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUR Starfshópur innviða- ráðuneytisins um smáfarartæki, eins og rafhlaupahjól, leggur til að refsivert verði að keyra þau undir áhrifum áfengis og að lágmarks- aldur til að keyra þau verði 13 ár. Þá leggur hópurinn til að hjálm- skylda verði sett við 16 ára aldur og að kennslu um smáfarartæki verði bætt við umferðarfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Slysum þar sem raf hlaupahjól koma við sögu hefur fjölgað og banaslys hefur orðið. Í skýrslu- drögum starfshópsins kemur fram að flest slysin verði seint um kvöld á föstudögum og laugardögum. Ölvun sé áberandi í hópi slasaðra og viðhorf ungs fólks til ölvunarakst- urs á raf hlaupahjóli veki athygli. Samkvæmt rannsókn Samgöngu- stofu frá 2021 höfðu flestir á aldrin- um 18 til 24 ára notað rafhlaupahjól á síðustu 6 mánuðum og 40 prósent þeirra undir áhrifum áfengis. Auk ungs fólks er einnig töluvert um slys á börnum, allt niður í 8 ára gömlum, samkvæmt skýrslunni, þar sem vísað er í rannsókn Bráðamót- töku Landspítalans. Ung börn noti gjarnan rafhlaupahjól sem ætluð eru 14 ára eða eldri samkvæmt leið- beiningum framleiðenda. Þriðja áskorunin eru breytt hjól en auðvelt hefur reynst að breyta hraðastillingum þannig að raf- hlaupahjól geta farið á allt að 70 kílómetra hraða á klukkustund. En það er þrefaldur hraði sem þeim er ætlaður. Ein af tillögum starfshóps- ins er að setja bann við breytingum á hámarkshraða smáfarartækja. Hámarkshraði verði 25 kílómetrar á klukkustund og hámarksafl 1.000 vött. Aflmeiri hjól verði bönnuð í umferðinni. ■ Banni notkun rafhlaupahjóla undir áhrifum Hert verður mjög á reglum um raf- hlaupahjól miðað við tillögurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík segir Lilju Alfreðsdóttur í hættu á að einangrast eftir gagnrýni hennar á sölu hlutabréfa úr Íslandsbanka. Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra segir engar athugasemdir frá Lilju fyrir söluna hafa verið færðar til bókar. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, gæti lent í vanda síðar þegar hún leitar stuðnings innan ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Friðjón Friðjónsson, framkvæmda- stjóri KOM ráðgjafar og borgarfull- trúaefni Sjálfstæðismanna. Friðjón ræddi stöðu ríkisstjórn- arinnar og fjármálaráðherra vegna útboðs Íslandsbanka á Fréttavakt- inni á Hringbraut í gær ásamt Þor- björgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg sagði að nú hlyti að hrikta í stoðum ríkis- stjórnarinnar vegna ágallanna sem komu upp við framkvæmd útboðs- ins og viðbragða Lilju. Lilja sagði í Morgunblaðinu að fjármálaráðherra Bjarni Benedikts- son bæri ábyrgð á hnökrunum en ekki Bankasýslan. Sjálf segist hún hafa varað við málum fyrir útboðið. Ekki kæmi til greina að selja hluta- bréf ríkisins í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að engin mótmæli úr hópi ráðherra hafi verið færð til bókar fyrir útboðið en margir ráð- herrar lýst skoðunum. „Mín afstaða hefur verið sú að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og kostur væri, upplýsingagjöf væri góð og jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti tíma til að kynna sér þessa aðferð. Enn fremur – að lokinni sölu – lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráð- herra birti um leið og hann barst ráðuneytinu,“ segir Katrín. Katrín kveðst segist eindregið styðja að málið verði skoðað ofan í kjölinn og að úttekt Ríkisendur- skoðunar sé eðlilegt skref. „Þá má bæta við að aldrei hefur staðið til að selja Landsbankann og það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðli- legt að geyma allar frekari hug- myndir um sölu á hlutum í Íslands- banka,“ segir forsætisráðherra. „Staða Lilju er áhugaverð,“ segir Friðjón. „Þegar Lilja þarf á einhverju að halda í framtíðinni frá félögum sínum í ríkisstjórn ef svo ber undir er ekkert víst að hún eigi mikið inni, hvorki hjá Bjarna, Katrínu né Sigurði Inga,“ bætir hann við. Friðjón kallar framgöngu Lilju „mjög óvanalegt sólóútspil“. Tím- inn muni leiða í ljós hvort hún ein- angrist. „Ég man ekki eftir svona í nýliðinni tíð,“ segir hann. Fleiri Sjálfstæðismenn ræddu á samfélags- miðlum í gær með gagnrýnum hætti um framgöngu Lilju. ■ Hægt er að horfa á Fréttavaktina á frettabladid.is. Sjálfstæðismenn ósáttir við gagnrýni Lilju og telja hana geta einangrast Lilja Alfreðs- dóttir, við- skipta- og menningar- málaráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við úboðið í Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 6 Fréttir 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.