Fréttablaðið - 12.04.2022, Blaðsíða 10
Herskipið
USS Arling-
ton leggst
að bryggju
í lok
vikunnar
þegar
æfingunni
lýkur.
Varnaræfingin Norður-Vík-
ingur 2022 stendur nú sem
hæst og í gær fór fram æfing í
landgöngu í Hvalfirði.
lovisa@frettabladid.is
Landgönguliðar sjöttu herdeildar
bandaríska sjóhersins tóku þátt í
æfingunni af skipinu USS Arling-
ton. Af skipinu komu bæði þyrlur
með hermenn innanborðs og svif-
nökkvar með hermenn og ýmsan
búnað eins og skriðdreka.
Aðmírállinn Eugene Black segir í
samtali við Fréttablaðið að æfingin
hafi verið ómetanleg og að þeim hafi
tekist að vinna vel saman, hernum
og Landhelgisgæslunni.
„Aðstoð þeirra kom okkur í
gegnum kuldann og þeir aðstoðuðu
okkur við að skilja hættuna sem
fylgir því að vera á sjó og hvað þurfi
að gera til að vega og meta áhættuna
sem þarf að taka. Það er eitt af því
sem stuðlaði að því hversu vel þessi
æfing gekk,“ segir Black.
Marvin Ingólfsson hjá Landhelgis-
gæslunni tekur í sama streng og segir
æfinguna hafa verið lærdómsríka og
í raun ómetanlegt fyrir starf Land-
helgisgæslunnar að fá að skipuleggja
og taka þátt í svo stórri æfingu.
„Það var mjög lærdómsríkt og það
er það sem við einblínum á í þessari
æfingu. Þetta er svo stórt og ef það
gerist eitthvað á Íslandi, einhverjar
stórar náttúruhamfarir eða slíkt, þá
þurfum við á öllum að halda,“ segir
Marvin.
Æfingunni lýkur síðar í vikunni
og að henni lokinni mun herskipið
USS Arlington leggjast að bryggju í
Reykjavíkurhöfn í nokkra daga. n
Hermenn gengu
á land í Hvalfirði
Foringjar Banda-
ríkjahers og
Landhelgisgæsl-
unnar íslensku
voru ánægðir
með samstarfið
á Norður-Víkingi
2022.
Áhorf-
endur fylgdust
spenntir með
æfingunni enda
sjónarspil sem
sjaldnast er
hægt að verða
vitni að.
Skyttur banda-
ríska sjóhersins
munduðu hólka
sína við Hval-
fjarðarveginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
NORÐUR-VÍKINGUR 2022 FRÉTTABLAÐIÐ 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR