Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2022, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 12.04.2022, Qupperneq 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2022 Rita Jenrette Boncompagni Ludovisi fyrir framan villuna nafntoguðu 7. apríl síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Hvers virði er villa í Róm með vegg- mynd eftir einn frægasta listmálara allra tíma? Þessari spurningu er enn ósvarað eftir að prinsessan Rita Boncompagni Ludovisi, eigandi téðrar villu, mistókst í annað sinn að selja villuna Ludovisi Casino sem hún erfði eftir Nicolo Ludovisi prins. Í villunni er að finna vegg- mynd eftir ítalska listmálarann Caravaggio sem hafði gríðarleg áhrif á barokklist 17. aldar. Enn óseld Í janúar síðastliðnum var reynt að selja villuna á uppboði þar sem lægsta boð var 471 milljón evra, tæplega 66 milljarðar íslenskra króna. Fyrr í mánuðinum var verðið lækkað niður í 377 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Kannski allt sé þá þrennt er? Villan fer aftur á uppboð í júní á sérstöku tilboðsverði: eingöngu 301 milljón evra eða um 42 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt The Guardian er fyrirséð að nýr eigandi þurfi að verja töluverðum fjármun- um í endurbætur á byggingunni. Þó eru allar líkur á því að næsti eigandi villunnar verði alls ekki einstaklingur. Undirskriftalisti er á netinu þar sem 40.000 manns hafa nú skrifað undir í von um að ítalska ríkið kaupi villuna og breyti henni í safn. ■ Veggmynd eftir Caravaggio og villa til sölu Alda Björk Larsen, markaðsstjóri yfir framleiðsluvörum Nóa Síríus, segir að páskaeggin frá Nóa séu fyrir löngu orðin nauðsynlegur hluti af páskahátíðinni á Íslandi, en framleiðsla þeirra hófst um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nóa páskaegg eru stór hluti af hefðinni Páskaeggin frá Nóa Síríus eru stór hluti af páskahefð Íslendinga, sem halda fast í hefðirnar. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af öllum stærðum og gerðum, ný og eldri séregg með vin- sælasta namminu og glaðninga í eggjum sem seld eru í samstarfi við Tulipop og Storytel. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.