Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 32

Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 32
Kústar á þvotta- plönum bensín- stöðva eru yfirleitt baneitraðir fyrir lakkið. Saltið fer ekki vel með bíllakkið sem ryðgar hraðar hér á landi en víðast hvar annars staðar. Dekkjaþjónusta Vöku býður upp á faglega þjónustu þegar leitað er að sumardekkjum. Hægt er að fá ný eða notuð gæðadekk á mjög góðu verði. Dekkjaþjónustan er á Héðinsgötu 2. Halldór Örn Kristjánsson, verslun- arstjóri hjá Vöku, segir að boðið sé upp á mjög góð dekk frá Sailun en það sé ekkert mál að panta aðrar tegundir ef viðskiptavinurinn óskar eftir því. „Við bjóðum upp á gott úrval af bæði nýjum og not- uðum dekkjum í ýmsum stærðum og þjónustum jafnt smærri sem stærri bíla,“ segir hann. Best er að bóka tíma á heima- síðu Vöku, vaka.is, sem er mjög einfalt en reynt er að koma til móts við þá sem koma á staðinn án þess að eiga tíma. Halldór bendir á að hægt sé að gera mjög góð kaup í notuðum dekkjum. „Dekkin eru yfirfarin svo hægt sé að endurnýta þau en það er mjög góður kostur þar sem þau eru á frábæru verði. Við erum mjög sanngjörn í verði og það á við um bæði ný og notuð dekk,“ bætir hann við. „Vaka endurnýtir öll dekk sem standast gæðakröfur en önnur fara í úrvinnslu,“ segir hann. Hjá Vöku er mjög góð aðstaða jafnt fyrir starfsmenn og við- skiptavini og það tekur ekki nema 15-30 mínútur að skipta yfir í sumardekkin. Þar að auki er Vaka með gott dekkjahótel á mjög sanngjörnu verði fyrir þá sem vilja geyma dekkin á milli árstíða. „Vaka er gamalt og stöndugt fyrirtæki á markaði sem er síbreytilegur og hefur fylgt tækni- þróun mjög vel,“ segir Halldór. Vaka býður alhliða dekkjaþjón- ustu og starfsmenn kanna bæði felgur og jafnvægisstilla dekkin sem er mikilvægur öryggisþáttur. Vaka sinnir einnig smáviðgerðum og smurþjónustu. Hjá Vöku eru lyftur fyrir fimm bíla og fyrirtækið býr yfir fyrsta f lokks tækjum til að gera umskiptin einföld og þægileg. Vaka býður ekki eingöngu dekk því einnig er fjölbreytt úrval af felgum. Vaka er rótgróið fyrirtæki sem hefur starfað í meira en 70 ár. Fyrirtækið veitir fjölþætta þjónusta varðandi bifreiðar, til dæmis dráttarbílaþjónustu. Dekkjaþjónustan er veigamikill þáttur í starfseminni. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 starfsmenn. Opnunartímar hjá Vöku eru frá 8-18 alla virka daga og 10-14 á laugardögum. n Nánar má skoða úrvalið á heima- síðunni vaka.is eða renna við að Héðinsgötu 2. Síminn hjá Vöku er 567 6700. Frábært úrval af sumardekkjum hjá Vöku Vaka er við Héðinsgötu 2. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Halldór, verslunarstjóri hjá Vöku, segir mikið úrval af nýjum og not- uðum sumardekkjum vera í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Við bjóðum upp á gott úrval af bæði nýjum og notuðum dekkjum í ýmsum stærðum og þjónustum jafnt smærri sem stærri bíla. Að ýmsu þarf að huga ef lakk bifreiða á að endast vel. Reglulegt bón skiptir miklu máli og eins að forðast að þvo bílinn á þvottaplani bensínstöðva. starri@frettabladid.is Þótt meiri vakning sé meðal lands- manna en áður um mikilvægi þess að hugsa vel um lakk bifreiðarinn- ar eru Íslendingar svolitlir trassar, að mati Péturs Rúnars Sverrissonar sem hefur rekið sprautuverkstæðið Sprautun í um 20 ár. „Þótt ég hafi alveg séð jákvæðar breytingar á undanförnum árum finnst mér allt of margir bíleigendur bóna bíla sína seint og of sjaldan. Bón eru auðvitað misgóð en meginreglan ætti að vera sú að bóna bílinn á að minnsta kosti 2-3 mánaða fresti. Einnig er nauðsynlegt að skola af bílnum reglulega, þótt það sé bara með vatni og nota þá helst klút sem dregur í sig vatn.“ Pétur segir marga bíleigendur ceramic-húða bílana sína í dag, þá sérstaklega nýja og dýrari bíla. „Slík vörn er með fimm ára end- ingu en hún endist ekki eins lengi hér og annars staðar vegna þess mikla salts sem borið er á göturnar yfir veturinn. Ceramic-húðin er þó mjög góð til að verja lakkið en þá þarf að nota sérstaka sápu til að viðhalda því.“ Snertilausar þvottastöðvar bestar Verstu mistökin sem bíleigendur gera þegar kemur að lakkinu, að mati Péturs, er að þvo bílinn á þvottaplani bensínstöðva. „Kústar á þvottaplönum bensínstöðva eru yfirleitt baneitraðir fyrir lakkið. Þar getur leynst grjót og annað drasl sem getur jafnvel stórskemmt lakkið. Snertilausar þvottastöðvar eru í raun bestar eða þá að þvo bílinn heima ef aðstæður leyfa með vatni og hreinum svampi. En þá er líka gott að hafa í huga að leyfa ekki vatninu að þorna á bílnum. Sól og vatnsperlur geta nefnilega brennt sig ofan í lakkið.“ Saltið slæmt fyrir lakkið Yfir vetrartímann er saltið á göt- unum versti óvinur lakksins, að sögn Péturs. „Við erum að tala um ansi stóran hluta ársins ef veturinn reynist snjóþungur og kaldur. Þá er stöðugt verið að salta göturnar og saltið fer ekki vel með bíllakkið sem ryðgar hraðar hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þá þýðir lítið annað en að setja ryðvörn á bílinn á 4-5 ára fresti og bóna reglulega.“ Kíkir á sparirúntinn Sem fyrr segir hefur Pétur starfað í bransanum í tuttugu ár og eru því bílar stór hluti af lífi hans. „Ég á nokkra gullmola sem þarf meðal annars að bóna reglulega en það er bara gaman. Meðal þeirra eru tveir fornbílar sem ég þarf svolítið að dekra og nostra við. Svo kíkir maður í einn og einn sparirúnt til að sýna sig aðeins, það er jú tilgangurinn með þessu öllu saman, að sýna sig aðeins á fallegum sumardögum.“ n Landsmenn að vakna til vitundar um endingu lakksins Pétur Rúnar Sverrisson hefur rekið sprautuverkstæði í tuttugu ár og þekkir endingu bílalakks vel. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 8 kynningarblað 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.