Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 52

Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 52
Gulur er einn af tískulitum þessa misseris og ljóst að margar af skærustu stjörnum skemmtanabransans taka þessari glaðlegu tísku fagn- andi. Á meðan sumir kjósa gula fylgihluti fara aðrir alla leið og klæðast gulum heil- kjólum. ninarichter@frettabladid.is Guli liturinn var einnig áberandi í fyrra en þetta árið er hann tónaður örlítið niður, eða notaður í bland við hlýja gula tóna. Mjúkur smjörgulur litur er síðan einn af tískulitum Pantone fyrir árið 2022. Gulu áhrifanna gætir einnig í pólitísku tískuvali en annar fánalita Úkraínu er einmitt guli liturinn. n Gult og glaðlegt vor hjá stjörnunum Herbert Guðmundsson tónlistarmaður „Ég fæ mér lambakjöt, kaupi það ókryddað og ég krydda það sjálfur,“ segir tónlistar- maðurinn Herbert Guðmundsson spurður um páskamatinn. „Ég sker síðan kartöflur í skífur og hef þær undir lærinu,“ segir hann. „Svo er bara salat og sósa og malt og appelsín.“ Einhverjum kann að þykja eftir- rétturinn á borðinu hjá Herberti óvenjulegur. „Það er ís úr ísbúð Vesturbæjar. En það er gamli og nýi ísinn blandaður saman. Þá hef ég gamla á botninum og svo kemur nýi ofan á, og svo blanda ég saman þegar menn fá sér desertinn,“ segir hann. Landsmenn hafa gjarnan skipst í tvær fylkingar þegar kemur að gamla rjómaísnum og nýja mjólkurísnum sem er kaldari, en Herbert leiðir þarna saman tvær fylkingar á einum diski. „Síðan er auðvitað þeyttur rjómi með. Oft er ég með Síríus-súkkulaði sem ég hita í potti, og geri sósuna sjálfur. Og bláberin og jarðarberin mega ekki gleymast,“ segir Herbert. n Tónlistarkonan H.E.R. stillti sér upp á rauða dreglinum á Grammy-verð- launahátíðinn- þann 3. apríl síðastliðinn. Sólseturs-pall- ettan fer henni einstaklega vel og lituð gleraugu skapa fallega heildar- mynd. MYNDIR/GETTY Leikkonan Anya Taylor-Joy hefur vakið mikla athygli undanfarið og ber hér fagurgula tösku fyrir utan Soho-hótelið í London á dögunum. Leikkonurnar Lily Collins og Ashley Park stilltu sér upp fyrir utan Dolby-leikhúsið í Hollywood á sunnudag. Það má spyrja hvort pólitísk afstaða felist í lita- valinu. Park er glæsileg í gulum netabol og pilsi í stíl og Collins í blárri dragt. Michelle Zauner úr Japanese Break- fast klæddist glaðlegum gulum kjól á Grammy-hátíðinní í síðustu viku. Hin ávallt glæsilega Helen Mirren á for- sýningu The Duke í New York um síðustu helgi. Leikkonan Rosario Dawson klæddist appelsínugulum og bleikum kjól á bransaviðburði í Los Angeles nýlega. Will & Grace leik- konan Debra Messing á frum- sýningu í New York á sunnudag. n Spurningin Hvað er í páskamatinn? Herbert gæðir sér á ís um páskana. Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning á ársreikningi 3. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 4. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun 5. Kosning í stjórn 6. Kosning endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Að þessu sinni verða kosnir tveir aðalmenn til þriggja ára. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar verða birt á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef sjóðsins islenskilif.is eða hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040. Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 2022 kl. 17:00 í Landsbankanum við Austurstræti 11. 28 Lífið 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.