Fréttablaðið - 03.05.2022, Qupperneq 6
Það er kominn blökku-
maur, faraómaur,
eldmaur, svo eigum við
náttúrlega maur hérna
sem heitir húsamaur,
öðru nafni klóakmaur.
Guðmundur Óli
Scheving, mein-
dýraeyðir
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL „Ég held það sé augljóst
að átökin í Úkraínu hafi styrkt ESB.
Sérstaklega er áberandi að innan
ESB hefur skapast meiri eining en
áður,“ segir Ólafur Þ. Harðarson,
prófessor í stjórnmálafræði.
Baldur Þórhallsson, stjórnmála-
fræðingur og sérfræðingur í ESB-
málum Íslendinga, sagði í Fréttablað-
inu í liðinni viku að umræðuhefð
hérlendis væri til vansa og kæmi
niður á ígrundaðri skoðun á kostum
og göllum ESB-aðildar.
Áhugi á aðild hefur aukist hér á
landi samkvæmt Gallup-könnun.
Það er í takt við að víða í nágranna-
löndum Íslands hefur borið á
jákvæðara viðhorfi gagnvart ESB í
kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
„Ég myndi ekki nota orðið þögg-
un um Evrópuumræðuna hér á
landi en ég get verið sammála Baldri
um að umræðan hefur löngum
verið of lítil á Íslandi og líka mjög
áberandi eins og oft er í umræðu
um fleiri mál í íslenska kerfinu að
umræðan hefur ekki verið mjög
málefnaleg,“ segir Ólafur.
Að hans sögn vilja sumir tengja
saman varnarhagsmuni og efna-
hagsmuni þegar skoðun fer fram á
kostum og göllum ESB-aðildar.
„Sérstaklega nú þegar skoðana-
kannanir benda til að stuðningur
við aðild að ESB fari vaxandi, þá
hvessir það þá sem vilja aðild,“ segir
Ólafur.
Hitt sé verra að mati Ólafs að
f lokkarnir hafi tilhneigingu til að
leggjast í skotgrafir þar sem enda-
lausar klisjur ráði ferðinni fremur
en að uppbyggileg umræða fari
fram um kosti og galla aðildar án
upphrópana. ■
Átökin í Úkraínu hafi styrkt ESB
Ólafur Þ.
Harðarson
FUNDARBOÐ AÐALFUNDAR
LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA 2022
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn 3. og 4. júní
2022 að Sel Hóteli Mývatni, og hefst dagskrá kl. 11:30 þann 3. júní.
Þátttaka á aðalfundi
Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi framkvæmdastjóra Landssam-
bandsins tilkynningu um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en 15. maí
nk. Vinsamlegast sendið tilkynninguna á netfangið gunnar@angling.is.
Nánari upplýsingar um dagskrá og þátttöku á fundinum er að finna á vef
Landssambandsins á www.angling.is.
Dagskrá
Föstudagur 3. júní kl. 11:30-16:45
1. Hádegisverður.
2. Setning fundar um kl. 12:30.
3. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
4. Kosning kjörbréfanefndar.
5. Ávörp gesta.
6. Ávarp formanns og skýrsla stjórnar LV.
7. Ársreikningur 2021 lagður fram til staðfestingar.
8. Álit kjörbréfanefndar.
9. Umræður um skýrslu formanns og afgreiðsla reikninga.
10. Erindi gestafyrirlesara.
11. Skipan starfsnefnda aðalfundar.
12. Drög að ályktunum fundarins kynnt og þeim vísað til nefnda.
13. Tillögur aðildarfélaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykktar LV.
14. Fundi frestað, nefndarstörf.
Laugardagur 4. júní kl. 10:00-12:00
15. Nefndir skila áliti. Umræður.
16. Ályktanir afgreiddar.
17. Stjórnarkjör. Kjör stjórnarmanna frá Norður- og Suðurlandi.
18. Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Aðalmaður og varamaður til tveggja ára.
19. Önnur mál.
20. Fundi slitið.
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
Maurum er að fjölga hér á
landi samkvæmt meindýra-
eyði. Þeir berast hingað með
ferðamönnum og geta komið
sér upp búum inn á heimil-
um fólks.
tsh@frettabladid.is
MEINDÝRAVARNIR Guðmundur
Óli Scheving meindýraeyðir sem
rekur fyrirtækið Ráðtak, meindýr
og varnir, segist hafa orðið var við
aukningu á maurum hér á landi
undanfarin ár.
Guðmundur kveðst fá um tvö
til þrjú símtöl á mánuði þar sem
óskað er eftir aðstoð við að losna
við maura úr vistarverum.
„Undanfarin fimm, sex ár hefur
maurategundum verið að fjölga hjá
okkur. Það er kominn blökkumaur,
faraómaur, eldmaur, svo eigum við
náttúrlega maur hérna sem heitir
húsamaur, öðru nafni klóakmaur,“
segir Guðmundur.
Að hans sögn má einna helst rekja
þessa fjölgun til erlendra og inn-
lendra ferðamanna sem bera maur-
ana með sér hingað til lands. Áður-
nefndir maurar hafast aðallega við
innandyra og sem dæmi þá finnst
faraómaur (latneskt heiti: Mono-
morium pharaonis), einna helst í
myrkum holrýmum og í kringum
hitalagnir. Blökkumaurinn (lat-
neskt heiti: Lasius niger), finnst hins
vegar bæði í manngerðu umhverfi
sem og í villtri náttúru.
Að sögn Guðmundar er ekki hægt
að eitra fyrir maurum með hefð-
bundnum hætti eins og gert er fyrir
silfurskottur og aðra óværu.
„Því það er sérstakt eitur fyrir
hverja tegund. Við erum með litlar
beitustöðvar sem við setjum efnið
í. Maurarnir taka efnið og fara með
inn í búið og drepa drottninguna
þaðan. Þeir drepa sig innan frá,“
segir hann.
Þess vegna þurfa húsráðendur
sem verða varir við maura á heimili
sínu að byrja á því að fanga nokkur
sýni af maurum og senda þau til
Náttúrufræðistofnunar til grein-
ingar en tugir undirtegunda finn-
ast hér á landi. Eftir það er hægt að
hafa samband við meindýraeyði og
fá viðeigandi þjónustu.
„Um leið og maður setur mat
eða æti sem er sérstakt fyrir hverja
tegund þá fara þeir með eitrið inn
í búið og þá endar það með því að
eftir 2-3 vikur hverfur allt. Því um
leið og drottningin drepst þá hættir
hún að framleiða,“ segir Guðmund-
ur.
Aðspurður hvort maurarnir geti
valdið skaða segir hann að svo sé
ekki. „Nei, þetta er bara hvimleitt.
Hugsaðu þér að vera inni á hótelher-
bergi. Ef þú liggur og ert að slaka á
og lítur upp í loftið og sérð allt í
einu mauraþyrpingu fara yfir loftið.
Þetta er mjög hvimleitt en er ekki að
gera neitt.“
Guðmundur segir það þó ekki
vera mikið inngrip á heimili fólks
að losna við maurana.
„Það eru bara settar upp gildrur
með ætinu einhvers staðar þar sem
traffíkin á þeim er. Við þurfum ekk-
ert að gera meira en að tékka hvort
það þurfi ekki að setja annan dropa
eða meira æti og svo bara hverfur
þetta.“ ■
Maurum fjölgar á Íslandi
Minnst fimm maurategundir hafa fundist á Íslandi en tugir undirtegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Verð á matarkörfu fjög-
urra manna fjölskyldu hækkar um
3,1 prósent á milli mánaða. Hækkun
körfunnar frá því október 2021 er
8,6 prósent sem er meira en 2,6 pró-
sentum meira en breyting á vísitölu
neysluverðs á sama tímabili. Óvissa
við mælinguna er 1,5 prósent.
Þessi hálfsárshækkun körfunnar
upp á 8,6 prósent jafngildir árs-
hækkun upp á um 18 prósent.
Veritabus kannaði verð vörukörfu
sem samanstóð af 35 vöruliðum úr
öllum vöruflokkum. Verð körfunnar
var á bilinu 22-27 þúsund krónur.
Karfan hafði hækkað milli mánaða
um 3,5 prósent í Krónunni og 3,2
prósent í Hagkaupum. Í Heimkaup-
um nam hækkunin 2,5 prósentum
og 2,0 prósentum í Nettó.
Vegin meðalhækkun vörukörf-
unnar er 3,1 prósent og óvissa er 1,5
prósent. Slík hækkun milli mánaða
mælir verðbólguhraða upp á 44,2
prósent á heilu ári. Varhugavert er
þó að draga slíkar ályktanir, þar sem
hluti hækkunarinnar getur stafað
af því að tilboð hafi verið í gangi á
ýmsum vörum fyrir páska í mælingu
ASÍ í lok mars.
Athygli vekur að mjólkurvörur
hækka tvöfalt meira en aðrar vörur
í körfunni. Virðist það tengjast verð-
listahækkunum frá Mjólkursam-
sölunni. Hér til hliðar eru dæmi um
hækkanir á verðlista Mjólkursam-
sölunnar sem birtist á vef hennar.
Hagstofan mældi verðhækkun
matvara einungis 1,5 prósent í apríl.
Mælingar hennar er notaðar til að
reikna vísitölu neysluverðs. ■
Risastökk matarverðs milli mánaða
D-vítamínbætt mjólk hækkaði um tæp tíu prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Verð Verð
1.12.21 4.4.22 Breyting
Smjörvi, 400 g 545 572 5,00%
Nýmjólk (D), 1 l 173 190 9,80%
Hleðsla, 250 ml 250 263 5,20%
Skólaostur, 460 g 711 747 5,10%
Ísey, 300 ml 196 206 5,10%
Kókómjólk, 250 ml 133 140 5,30%
ABT mjólk, 162 g 169 179 5,90%
Verðhækkanir vinsælla
mjólkurvara í verðlista MS
6 Fréttir 3. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ