Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 03.05.2022, Blaðsíða 7
Samkaup er menntafyrirtæki ársins 2022. Menntadagur atvinnulífsins 2022 Samkaup reka yfir 60 verslanir um allt land og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 1400 manns. Samkaup hafa lagt mikinn metnað í að vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks með áherslu á tækifæri til að eflast og þroskast, persónulega sem og í starfi. Með því að styrkja einstaklinga til starfsþróunar er lagður grunnur að framtíðarleiðtogum innan fyrirtækisins. Menntunarstig hækkar, sem skilar sér í eftirsóknarverðum vinnu stað, starfsánægju og jákvæðu viðhorfi starfsfólks. Frá því Samkaup hlutu menntasprota atvinnu­ lífsins árið 2020 hefur kröftug uppbygging haldið áfram innan fyrirtækisins og markvissar mælingar á árangri í þjálfun og þróun starfs­ manna staðfesta jákvæða og sterka stöðu í fræðslu og þjálfunar málum innan fyrirtækisins. TIL HAMINGJU, SAMK AUP! Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Samkaupa og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt mánudaginn 25. apríl sl. á Menntadegi atvinnulífsins. Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins og eru veitt árlega á menntadegi atvinnulífsins sem nú var haldinn í níunda sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.