Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 5
á þaki stóra hótelsins. Við fengum svo
tvo daga í skoðunarferðir með leiðsögn
um Nice og Cannes en það er örstutt á
milli þessara borga. Í Cannes sáum við
tónlistarhöllina þar sem hátíðin átti að
fara fram, en hún rúmaði um 1.700 gesti.
Frá Cannes var farið til Mónakó og þar
var m.a. farið að höll Rainers fursta og
Grace Kelly sem var auðvitað upplifun
þó hjónin sæjust ekki. Fleira var skoðað
og annan daginn var farið yfir landamæri
Frakklands og Ítalíu í frekar lítinn bæ.
Þar var stór og mikill útimarkaður þar
sem hægt var að kaupa allt milli himins
og jarðar á góðu verði. Þarna gerðu
margir góð kaup á ýmsum varningi og
sumir keyptu reyndar alveg ótrúlegustu
hluti, t.d. keypti einn félaginn strauborð
sem mörgum þótti rosalega fyndið.
Á kvöldin var ekki skipulagt prógramm.
Margir kíktu á næturklúbba, einhverjir
heimsóttu spilavíti en aðrir tóku því rólega.
Við Árni höfðum ekki aldur til að fara á
þessa staði þannig að við röltum um Nice
í kvöldblíðunni og settumst kannski
niður á útiveitingastaði. Okkur félögun-
um leið afskaplega vel á þessum suðrænu
slóðum.
Stóra stundin nálgaðist og föstudaginn
26. janúar var farið til Cannes þar sem
æfing átti að vera í tónleikahöllinni.
Við vorum látnir sitja úti í sal og bíða
eftir því að kæmi að okkar æfingu. Í
salnum var líka hópur af blaðaljósmynd-
urum sem tóku myndir eftir hvert æfinga-
atriði. Þátttakendur voru frá 20 löndum
og áttu það sameiginlegt að hafa átt mest
seldu plötuna í sínu landi árið áður.
Þarna sátum við í 3 – 4 tíma og hlustuð-
um á alla hina sem fluttu sitt prógramm.
Þarna var auðvitað fullt af góðum lista-
mönnum, einn til tveir frá hverju landi
og það virtist koma skipuleggjendum
nokkuð í opna skjöldu þegar allt í einu
birtist 50 manna karlakór frá Íslandi.
Hápunkturinn, fyrir alla vega mig, var
þegar sá heimsfrægi söngvari Tom Jones
kom á sviðið. Þegar hann hafði lokið
sinni æfingu hópuðust ljósmyndararnir
að sviðinu og smelltu af í gríð og erg. Á
þessu augnabliki kom einhver andi yfir
mig, ég ætlaði ekki að missa af þessu.
Ég var ekki með myndavél þannig að ég
greip myndavélina af Skarpa Björns og
rauk inni í ljósmyndarahópinn og byrjaði
að mynda. Einhverra hluta vegna tók
goðið eftir mér og benti blaðamönnum
á að gefa mér meira pláss. Þarna stóð ég
fóru menn að huga að kjólfötunum.
Hátíðartónleikarnir voru sem sé um
kvöldið. Við vorum fyrsta atriðið á dag-
skránni og sungum Siglinga- og Dýravísur
Jóns Leifs fyrir fullri tónleikahöll, það gat
ekki verið þjóðlegra. Allri dagskránni
var útvarpað um megnið af Evrópu og
sjónvarpað a.m.k. í Frakklandi, bæði í
svarthvítu og lit eftir því sem íslenskir
tók stjórnandinn Gerhard Schmidt við
verðlaununum sem var silfur – marmara-
plata, afskaplega fallegur gripur sem enn
þann dag í dag er til sýnis í Bókasafni
okkar atriði var okkur smalað út í rútu
og ekið til Nice. Þar var þessum áfanga
fagnað fram eftir kvöldi. Daginn eftir var
svo komið að heimferð eftir þessa
frábæru ferð.
Fyrir mig sem ungan mann var þessi upp-
lifun alveg stórkostleg. Kórfélagarnir
voru samhentir og skemmtilegir og skipu-
lagning, sem helst var á herðum stjórnar
kórsins og okkar frábæra kórstjóra
Gerhard, var alveg til fyrirmyndar þrátt
fyrir að undirbúningstíminn væri stuttur.
Hálf öld er síðan þetta var og kannski
hefur eitthvað skolast til í minninu en
alla vega eru þetta góðar minningar að
frammi fyrir þessum heimsfræga söngvara.
Ég smellti af einni mynd til viðbótar, fór
í veskið mitt og fann aðgöngumiða frá
hljómsveitinni Stormum, ásamt penna.
Ég rétti honum miðann og pennann,
hann gaf mér eiginhandaráritun, ég rétti
fram höndina og við tókumst í hendur.
Allir kórfélagarnir klöppuðu þegar ég
gekk aftur í sætið mitt, eins og ég væri
þessi frægi. Skarpi sagði mér svo þegar
mesti móðurinn var runninn af mér að
það hefði engin filma verið í myndavélinni!
Laugardaginn 27. janúar tóku menn því
rólega. Æfing var eins og venjulega á
veitingastaðnum á stóra hótelinu, svo
Nafnarnir Theódór Árnason og
Theódór Júlíusson,
Árni Jörgensen, Baldvin Júlíusson
Hilmar Ágústsson og Gísli Gísla-
son í rútunni.
Daddi veifar í slyddunni.
5