Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 19

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 19
19 Eyrargata 6 er dæmigert hús fyrir siglfirska gaflinn. Hönnuður óþekktur. Siglfirski gaflinn er áberandi á kvisti Útvegs- bankahússins. Hönnuður Óskar Sveins- son. Myndin er tekin eftir miðja síðustu öld. Ljósmyndasafn Siglufjarðar, ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson. Gamla kaupfélagshúsið, þar sem vefnaðarvörudeildin var, er eitt þeirra húsa með siglfirska gaflinum sem hafa verið rifin. Ljósmyndasafn Siglufjarðar, ljósmynd Gestur Fanndal. Uppruni í dönsku nýbarokki Í skýrslu arkitektanna er birt skýr- ingarmynd af dæmigerðu húsi með siglfirska gaflinum. Þar segir að eitt af því sem einkenni steinsteypt hús á Siglufirði sé hvernig gaflveggir þeirra séu teknir upp fyrir þakið. „ Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða áhrif frá Reykjavík en mörg hús með gaflsveigðum brúnum voru reist fyrir efnameiri fjölskyldur frá 1912 í vesturhluta miðborgarinnar. Eins og skýringarmyndin sýnir eru gaflbrúnirnar yfirleitt kantaðar í siglfirsku húsunum en ekki sveigð- ar eins og algengara var í Reykjavík. Þessi stíll er talinn eiga uppruna sinn í dönsku nýbarokki,“ segir ennfremur í skýrslunni. Húsin flokkast að öðru leyti mörg hver undir byggingarstíl sem nefnd- ur er nýklassík. Kantar við gafl- brúnir, mæni og kvist eru aðeins viðbótarskraut. Misjafnt er hversu mikinn svip þetta skraut setur á húsin og formið er örlítið breytilegt, einkum við upphækkun við mæni. Siglfirsku gaflarnir eru sérstaklega áberandi á mörgum steindum húsum. Þá er gaflbrúnin oftast hvítmáluð sem og kantaða skrautið við enda og mæni. Um helmingur steinhúsa á fjórða áratugnum Í skýrslunni eru myndir af öllum húsum sem byggð hafa verið á Siglufirði og standa enn. Greint er frá byggingarári, hönnuði ef hann er þekktur og helstu ein- kennum húsa lýst. Eftir fljóta yfirferð taldist mér til að um 45 steinhús hefðu þetta tiltekna útlit og voru þau byggð á árunum 1925 til 1949. Þar af voru 36 hús byggð á árunum 1930 til 1939, en fjórði áratugur- inn var blómaskeið þessara húsa. Alls voru byggð um og yfir 70 steinhús á fjórða áratugnum á

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.