Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 29

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 29
29 en allir á myndinni voru nágrann- ar mínir af brekkunni, Hverfisgötu, Lindargötu, Hávegi. Reyndar 14- 15 árum eldri flest og minningar mínar tengjast þessu fólki þegar það er komið um og yfir tvítugt. Til að fá nöfnin á drengjunum heimsótti ég Jonna Vilbergs og Þóru (Tótu) Jóns. Nánari upplýs- ingar um tilefni samkomunnar fékk ég hjá þeim og með símtölum til annarra og samkvæmt þeim höfðu Helgi Daníelsson og Guð- björg Jóhannsdóttir, sem bjuggu þá á jarðhæðinni á Hverfisgötu 4, boðið börnum og unglingum í hverfinu, í tveimur hópum, á þorra- blót í tilefni af sextugsafmæli Helga og myndin er þá tekin í febrúar 1948. Öll mundu þau mjög vel eftir þessu boði og þótti þorramat- urinn góður. Ég var reyndar ekki fædd en fólkið mitt bjó þá á neðri hæðinni á Hverfisgötu 11. Þegar ég var 11 ára fluttum við á Laugar- veg 25 og í næsta húsi, Laugarvegi 27, bjuggu þá einmitt Helgi Dan og Guðbjörg. Ég kynntist þeim vel þar og nokkur minningabrot eru ljósari en önnur. Gelgjan glöð í peysunni frá Kristjönu, mömmu Grétu Jóns. (1963) var lady þess tíma. Þegar Kristján bróðir var fermdur var þeim auð- vitað boðið og Kristján, sem stund- um hafði séð um kindurnar sem Helgi hafði í skúr neðan við Laugar- veg 27, á ennþá kortið sem þau komu með. Skilaboðin um hver gjöfin væri voru tilefni mikilla heilabrota hjá okkur en komu í ljós síðar. Sjá myndina! Margt af þessu fólki var flutt að heiman þegar ég man eftir því en kom í heimsókn á sumrin og fjöl- skyldum flestra man ég vel eftir. Minný og foreldrar hennar bjuggu á efri hæðinni á Hverfisgötu 11 og örugglega er ekki hægt að ímynda sér betra sambýlisfólk. Minný kall- aði mig alltaf Jónu pjónu og ég naut þess heiðurs að fá að lesa bæk- urnar hennar um Beverly Gray, en þær voru annars vel geymdar inni í skáp bak við gler. Upp dúkkaði líka minning um það þegar Óli þá- verandi kærasti hennar kom í heim- sókn á gömlum jeppa. Hann bauð mér á "rúntinn" og það var mikil upphefð, ég 5 ára fékk að sitja í framsætinu. Þegar hann nálgaðist mjólkurbúðina við Suðurgötu 4 sagði ég: "Það fást voða góðir negra- Helgi var mikill hestamaður og grænu stráin voru varla komin upp úr snjónum á vorin þegar hann var horfinn upp í Skagafjörð til að athuga með hrossin sín. Þar var hann svo þangað til vinnan kallaði, svona um það bil sem síldin kom. Guðbjörg vissi lítið sem ekkert um ferðir hans en gat sent boð til hans í gegnum Varmahlíð. Þau voru ekki með síma og hún fékk stundum að hringja hjá okkur. Ég var aldrei langt undan með blakandi eyrun og ein skilaboðin, sem send voru með skeyti eru eftirminnilegri en önnur Fermingarkortið frá Helga og Guðbjörgu. Gjöfin 1.l.h. rituð á kortið reyndist standa fyrir 1 lamb í haust. (1967) og sýna umhyggju hennar fyrir eiginmanninum en þau hljóðuðu svo: "Komdu heim, nærfataskipti." Þegar sjónvarpið kom norður fannst Helga gaman að koma í heimsókn og horfa á þetta undratæki og ýmis orðatiltæki hans tengd því lifa góðu lífi. Guðbjörg leit oft inn. Sat með kaffi- bollann og sígarettuna og spjallaði um menn og málefni. Henni þótti ekki verra að fá sjérrístaup með. Hún

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.