Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 26
26
SIGLUFJÖRÐUR
ÖRLAGAVALDUR Í
MINNI FJÖLSKYLDU
Tengsl Egils Helgasonar við Siglufjörð
höfðu lítil sem engin verið þegar hann
hófst handa um gerð hinnar frábæru
sjónvarpsseríu um sögu staðarins.
En þó reyndist Siglufjörður hafa
ráðið örlögum í fjölskyldu hans.
Sjónvarpsþáttaröð Egils Helga-
sonar um Siglufjörð var gerð
af slíkri hind, skilningi og þekk-
ingu á sögu staðarins að flestir
áhorfendur hafa sjálfsagt reikn-
að með að kynni hans af Siglu-
firði hafi verið löng og mikil.
En svo er þó alls ekki.
„Nei, ég kom ekki á Siglufjörð
fyrst fyrr en 2011 að mig minn-
ir,“ segir Egill. „Þá gerði ég
innslag í Kiljuna um bók Ör-
lygs Kristfinnssonar Svipmynd-
ir úr síldarbæ. Þau voru þá
með mér Ragnhildur Thor-
steinsson og Jón Víðir Hauks-
son, sem síðan voru samstarfs-
fólk mitt í Siglufjarðarþáttun-
um. Ég heillaðist af bænum
eins og hann birtist mér í afar
líflegum og innlifuðum frásögn-
um Örlygs. Sá maður er í
miklu uppáhaldi hjá mér!“
Samkoma í herhúsinu
Svo tengsl þín við Siglufjörð
eru ekki mikil?
„Alls ekki. Ég hef í raun engin
tengsl við Siglufjörð. Ég hreifst
bara af verkefninu og vann svo
mína vinnu af öllum þeim
áhuga og metnaði sem ég bý
yfir. En ég get þó greint frá
einu hér sem hefur ekki komið
fram. Afi minn Ólafur Ólafs-
son kristniboði var á síld á
Siglufirði 1914. Hann var þá
að leita leiða til að komast til
Kína, sem var draumur hans.
Hann langaði svo að boða Kín-
verjum kristna trú. Afi fór á
samkomu í Herhúsinu og
kynntist þar norskum síldar-
skipstjóra, Lars Slotsvik, sem
tók hann að sér, fór með hann
til Noregs og kostaði hann til
mennta. Og loks komst afi til
Kína.
Þannig voru síldin og Siglu-
fjörður vissulega örlagavaldur
í minni fjölskyldu. Ef hann
hefði ekki farið til Siglufjarðar
á þessum tíma hefði hann ekki
farið til Kína á þeim tíma sem
hann gerði. Þar með hefði líf
hans þróast allt öðruvísi og líf
afkomenda hans líka.“
Hvernig komu þessir sjónvarps-
þættir til?
„Það voru Siglfirðingarnir
Gunnar Trausti og Árni Jörgen-
sen sem báðu mig að koma og
hitta sig. Þeir töluðu mjög
mjúklega og læddu að mér
Egill og hans fólk býst til að taka viðtal við Örlyg