Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 18

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 18
18 Þyrping húsa við Hverfisgötuna með siglfirska gaflinum. Steindu húsin fremst eru Hverfisgata 5 til hægri, sem Sverre A. Tynes teiknaði, og svo Hverfisgata 7, sem Jón Jóhannesson teiknaði. Skíðastrákarnir eru staddir í garðinum fyrir ofan Lindargötu 18. Þeir eru bræðurnir Sveinn og Gunnar Aðalbjörnssynir. Milli þeirra er Raggi Tona, vinur úr næsta húsi. Myndina tók Arnþór Þórsson. Skýringarmynd af húsi með siglfirska gaflinum sem finna má í skýrslu Kanon arkitekta. Eitt af því sem einkennir mörg stein- steypt hús á Siglufirði frá fjórða áratug 20. aldar er hvernig gaflveggir þeirra eru teknir upp fyrir þakið. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða áhrif frá Reykjavík en mörg hús með gaflsveigðum brúnum voru reist fyrir efnameiri fjölskyldur frá 1912 í vesturhluta miðborgarinnar. Eins og skýringarmynd- in sýnir eru gaflbrúnirnar yfirleitt kantaðar á siglfirsku hús- unum en ekki sveigðar eins og algengara var í Reykjavík. Uppruninn úr dönsku nýbarokki. Er til einhver sérstakur siglfirskur gafl? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Ég rakst á þessa nafngift í skýrslu arkitekta þar sem meðal annars var fjallað um steinhús á Siglufirði sem byggð voru á fjórða áratug síðustu aldar. Húsin hafa áberandi einkenni sem lýsir sér í skreyttum göflum og kvistum. Hús af svipuðu tagi finn- ast í mörgum sveitarfélögum víða um land en Siglufjörður sker sig úr að því leyti hversu mörg þessi hús eru. Arkitektarnir hikuðu því ekki við að nefna þetta stíleinkenni „siglfirska gaflinn“. Glöggt er gests augað. Óþekkt sérstaða Fjallabyggð fékk Kanon arkitekta ehf. til að gera byggða- og húsa- könnun á Siglufirði. Út kom skýrsla um verkefnið og nefnist hún: „Húsaskráning Siglufjarðar 1. áfangi 2012/13 – Uppfært 2017“. Ég rakst á skýrsluna á netinu fyrir tilviljun og þótti merkilegt að húsagerð á Siglufirði skuli hafa þessa sérstöðu. Sérstaklega í ljósi þess að ég ólst upp í miðri þyrpingu húsa, sem eru dæmigerðir fulltrúar fyrir siglfirska gaflinn, og tók ekki eftir neinu. Margir Siglfirðingar sem ég ræddi við komu líka af fjöllum. Þeir höfðu ekki heldur gert sér grein fyrir þessari sérstöðu bæjarins. Það er því ekki úr vegi að gera nánari grein fyrir því hvernig þau hús líta út sem státa af siglfirska gaflinum. Siglfirski gaflinn – hvað er nú það?

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.