Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 27

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 27
. 27 steinsson er fremst allra í ís- lensku sjónvarpi að finna gamalt myndefni og vinna úr því. En ég held að enginn bær á Íslandi sé svona vel myndað- ur eins og Siglufjörður. Aðrir bæir eiga sér merkilega sögu en Fleiri seríur? Svo vel heppnaðir sem þættirn- ir voru, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort Egill og sam- starfsfólk hans ætli sér að halda áfram á svipaðri braut og taka fyrir sögu annarra bæja. Eru fleiri seríur í vændum? „Ja, varla svona stórar í snið- um allavega. Þetta urðu fimm fimmtíu mínútna þættir. Hins vegar höfum við Pétur Ár- mannsson haft á prjónunum að gera þáttaröð sem fjallar um byggingasögu nokkurra bæja – það yrði í anda Steinsteypu- aldarinnar sem við gerðum saman fyrir nokkrum árum. Við erum helst að einblína á Akureyri, Hafnarfjörð, Ísafjörð, Seyðisfjörð og Vestmannaeyjar. Ég held að þetta gæti verið afar skemmtilegt verkefni.“ IJ. þessari hugmynd að gera þætti um Siglufjörð. Ég vann með Gunnari Trausta á Tímanum þegar ég var að byrja í blaða- mennsku og Árni er goðsögn meðal blaðamanna – svo þetta eru menn sem ég gat ómögu- lega sagt nei við. Því var haldið af stað.“ Frábært myndefni Það vakti athygli allra sem á horfðu hve frábært myndefnið frá Siglufirði var. Maður ímynd- ar sér gjarnan að lítið sé til af lifandi myndum frá landsbyggð- inni á fyrri áratugum. „Já, ég held að það sé einstakt hvað er til mikið af frábæru myndefni frá Siglufirði. Eins og ég hef sagt þá var þetta myndrænasti staður á Íslandi á síldarárunum. Við höfðum allar klær úti, fengum meira að segja myndir frá Rússlandi, þær voru teknar á sovéttíman- um 1949. Ragnheiður Thor- það gæti vantað kvikmyndaefn- ið sem við viljum helst nota.“ Fyrir Egil var þetta verkefni hreinasta uppgötvun, einmitt af því hann þekkti sögu Siglu- fjarðar ekki sérlega vel fyrir. „Nei, ég þekkti söguna ekkert sérstaklega, en lagðist í heil- mikla heimildavinnu. Og jú, mig hafði ekki órað fyrir því hvað var mikið og litskrúðugt mannlíf kringum síldina og hvað hún snerti líf margra. Það var líka gaman að finna hvað hún kemur víða fyrir í bók- menntunum, myndlistinni og tónlistinni. Það var einhvern veginn sama hvar við bárum niður, alls staðar spratt fram eitthvað merkilegt og athyglis- vert.“ Siglufjörður á blóma- tímanum. Merkileg og athyglisverð saga. Jón Víðir, Ragnheiður Thorsteinsson og Egill Helgason,fólkið á bak við frábæra þætti um Siglufjörð - saga bæjar.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.