Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Blaðsíða 21
Siglfirðingablaðið 21
maður sem hyggur á áframhaldandi sjósókn og
byggingarstaðurinn ræðst af því. Fjölskylda hans
flytur með honum til Siglufjarðar og sest að í nýja
húsinu og um það leyti flytja einnig margir aðrir
Skagfirðingar til bæjarins í leit að vinnu og betra lífi
fyrir sig og sína. Fljótlega eftir flutningana kynnast
pabbi og mamma, Helga Jónsdóttir, en mamma
hafði komið til Siglufjarðar frá Akureyri til að vera
í vist hjá Ingibjörgu, Boggu, systur sinni sem gift
var Andrési Hafliðasyni. Mamma og pabbi gengu í
hjónaband 6. mars 1925 og börnin fæðast hvert af
öðru Jón 1926, Stefán 1928, ég 1930 og Jóhanna
1933.
Oft var í mörgu að snúast í Skaftabrakka og
stundum vorum við með vinnukonur en mamma
var ekkert hrifin af því, vildi bara gera allt sjálf.
Amma Dýrleif hafði þurft að taka á honum stóra
sínum til að halda öllu gangandi eftir að afi veiktist.
Hreppsnefndin hafði talið réttast að leysa upp
heimilið og hún var með nefndina á hælunum
þangað til hún hafði sannað sig. Hún var mjög rösk
og ráðrík, svo ekki sé meira sagt, og mamma sem
kom úr rólegheitum á Akureyri var óvön svona
stjórnsemi. Amma bjó hjá okkur þangað til hún lét
byggja þriggja hæða hús að Hverfisgötu 4 árið 1934.
Hún hafði fengið peninga eftir Indriða son sinn,
skipstjóra á Þormóði frá Akureyri, en hann tók út
af skipinu í ágúst 1932, enga stórupphæð, en dugði
til að koma þessu húsi upp. Hún leigði út íbúðir og
fyrsti leigjandinn var Helgi Hafliðason, faðir Hafliða
bankastjóra.
Pabbi hafði fengist við margt, allt tengt sjósókn,
m.a. veitt síld og selt, og smám saman leiddi það
til þess sem þekktast varð, síldarsöltunarstöðin Nöf
sem nefnd er eftir húsinu þar sem fjölskyldan bjó á
Hofsósi.
Söltunarstöðin Nöf
Til að rifja upp tilurð stöðvarinnar þurfum við
aðeins að bregða okkur vestur til Bolungarvíkur þar
sem bjó og starfaði annar stórhuga dugnaðarforkur,
Einar Guðfinnsson. Þannig var mál með vexti að
Einar átti bát sem hét Bangsi og ætlaði að nota
hann fyrir síldarflutninga frá Norðurlandi og vestur
en honum fannst tími til kominn að Bolvíkingar
færu að fá einhvern hagnað af síldveiðum. Það gekk
ekki sem skyldi, bæði vegna lélegs síldarafla um
tíma og vandræða með bátinn Bangsa sem ekki var
nógu stór til að ráða við nótina og tvo nótabáta.
Jón bróðir Einars, sem var skipstjóri á Bangsa,
komst á snoðir um að pabbi ætti hringnót og einn
nótabát en vantaði skip því hann hafði misst bát
sinn, Stathavet, sem hafði strandað við Akranes.
Þeir bræður héldu því til Siglufjarðar til fundar
við hann og samdist þeim um að Einar legði til
skip en leigði nótabátinn og nótina af pabba og í
framhaldi af því varð til samstarf þeirra sem þekkt
varð af góðu einu, Siglfirðingum og Bolvíkingum
til heilla, og þjóðarbúinu líka. Þeir störfuðu saman
frá árinu 1947 til þess tíma er síldin hvarf seint
á sjöunda átatugnum og mörg urðu þau skipin
sem Bolvíkingarnir lögðu til og lönduðu síld á
Nafarplaninu. Guðfinnur sonur Einars var lengst
af fulltrúi þeirra í rekstrinum, sá t.d. um síldar-
kaupin, en pabbi stjórnaði öllu á planinu. Í ævisögu
Einars Guðfinnssonar kemur vel í ljós hvað þetta
gekk allt snurðulaust. Samstarf þeirra var með
miklum ágætum og öll viðskipti voru innsigluð
að hætti þeirra heiðursmanna sem þeir voru, með
handabandi. Það dugði vel á þeim árum.
Pabbi hafði alla tíð að leiðarljósi að atvinnurekstur
væri í þágu fólksins og minnugur skorts á uppvaxtar-
árum greiddi hann frekar of mikið en of lítið fyrir
vinnuna og einhverjum þótti hann ráða fullmargt
Nafarbrakkinn og planið