Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Blaðsíða 11
Siglfirðingablaðið 11
Jónsson, Jónas Valtýsson, Kristján Elíasson, Kjartan
Bragason, Sigmundur Stefánsson, Karl Alfreðsson,
Rafn Elíasson.
Við æfðum einnig ýmsar frjálsar íþróttir og kepptum
í þeim. Úrslitin eru skráð í KV-bók.
Afmörkun Brekkunnar
Áður en lengra er haldið er vert að átta sig á því hvar
hið merka hverfi Brekkan liggur þótt gatnakerfið á
Siglufirði sé á köflum ruglingslegt svo ekki sé meira
sagt. Hverfið afmarkast í suðri af vegi sem lá upp
frá Suðurgötu/Lindargötu að Hávegi. Ég man ekki
til þess að sá vegur hafi haft nafn, enda ekkert hús
skráð við hann, en heitir víst Skriðustígur (á sumum
götukortum nefndur Heiðarvegur). Vesturmörkin
eru í fjallinu og í norðri eru mörkin við Kirkjustíg
og byrjun Lindargötu. Kirkjugarðurinn var og er
hluti af Brekkunni en væntanlega gerði Óla Gosa
hverfið líka tilkall til hans að hluta. Austurmörkin
í mínum huga voru aðallega við Lindargötu en
töluvert var um það að krakkar, sem bjuggu við
Suðurgötuna neðan Lindargötu, leituðu upp á
Brekkuna. Þess má geta að einn Brekkugutti kom frá
Skaftaplaninu. Það var Gestur Jónsson lögmaður en
hann dvaldi hjá afa sínum, Skafta á Nöf, á sumrin.
Kindahús og Kobbi malló
Ágætt er að hefja ferð í huganum um Brekkuna
við norðurenda Lindargötu. Fljótlega er komið að
Lindarbrekku. Húsið, sem nú er horfið, stóð neðan
við kirkjuna. Í Lindarbrekku bjuggu sæmdarhjónin
Helgi og Alfa, foreldrar Páls kennara. Ég hændist
að þeim og þau tóku mér vel. Þau höfðu kindur í
kofa í garðinum og leyfðu mér að fylgjast með þegar
kindunum var gefið.
Skammt frá, fyrir neðan götuna, bjó einstæðingur-
inn Kobbi mall eða malló í hrörlegu húsi.
Forvitnilegt var að kíkja inn til hans, moldargólf
og skrítin lykt. Kobbi var oft á vappi utandyra. Ég
sé hann fyrir mér með fiskstykki á disk kallandi á
kettina sína skrækri röddu.
Sumir krakkar gerðu at í Kobba, gengu upp á hús
hans, trömpuðu á þakinu og ruku burt þegar karlinn
kom út.
Kúrði undir kirkjugarðsveggnum
Kirkjustígur gengur upp frá Lindargötu á tveimur
stöðum, annars vegar liggur hann að norðurhlið
kirkjugarðsins og hins vegar upp að miðjum
garðinum að austan. Við Kirkjustíg stóðu nokkur
hús.
Doddi Þorleifs bjó í einu þeirra, litlu húsi sem kúrði
undir kirkjugarðsveggnum. Þar áttu heima vaskir
Brekkuguttar. Sá elsti, hinn landsfrægi söngvari
Þorvaldur Halldórsson, var fluttur að heiman þegar
ég man eftir mér. Bræður hans, Leifur og Jónas, voru
leikfélagar okkar, báðir eldri en ég. Í þessu litla húsi
bjó stór fjölskylda. Jónas sagði mér að hann hefði á
fullorðinsárum búið einn í húsinu um tíma en flutt
út af því að honum þótti það of lítið!
Á skíðum fyrir neðan Hverfisgötu 4. Frá vinstri Stefanía
Jóhannsdóttir, Indriði bróðir hennar, og Steingrímur Lillien-
dahl. Verið að undirbúa að fara á Jónstúnið.
Mynd úr safni Steingríms Lilliendahl.
Í slábolta í Holunni. Vor í lofti en nægur snjór. Fremst er Páll
Helgason, til vinstri Kristín Þorgeirsdóttir skíðadrottning (í
heimsókn á Brekkunni), aftast Helgi Pétursson og til hægri
Stefanía dóttir Jóhanns Þorvaldssonar. Myndin líklega tekin
um 1953. Til vinstri er Hverfisgata 1. Þá sér í Kirkjustíg 9,
hús Jónasar rakara, sem ber við kirkjuturninn. Einhver er að
sóla sig á útbyggingu húss sem stóð við Lindargötu 10. Húsið
eyðilagðist í eldi 1978.
Ljósmynd: Steingrímur Lilliendahl.