Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 15
Siglfirðingablaðið 15 mars skelltum okkur vestur á Ísafjörð í vinnu hjá Norður­ tanganum. Ég tók orgelið með og Biggi trommusettið, nema hvað. Við tveir spiluðum gömlu og nýju dansana í eitt skipti eftir spilakvöld í kaffistofunni og eitthvað var farið að nefna meira spilerí inni Djúpi síðar um veturinn eftir það “gigg”. Um vorið hætti hljómborðsleikarinn í hljómsveitinni Náð og Örn bassaleikari í Náðinni spurði mig hvort ég vildi taka sæti hans. Það vildi ég ekki þar sem heimþráin var farin að segja til sín og við Biggi höfðum hugsað okkur að spila á Sigló um sumarið 75. Náðin hætti líka um svipað leyti og hljómsveitin Ýr var stofnuð og einhverjir meðlimir Náðar­ innar enduðu að lokum í því ágæta bandi. Ég mætti á fyrsta ball Ýr í Hnífsdalnum og man að mér þótti ekki mikið til koma. Líklega byrjuðu þeir aðeins of snemma í harkinu því greinilegt var að samspilið var ekki orðið jafn gott og síðar varð. Ég heyrði svo aftur í þeim mánuði síðar og þá small allt saman. Ef ég hefði ekki fundið svona sterkt fyrir heimþránni þarna undir vorið væri ég kannski ennþá á Ísafirði, hver veit? En nú vandast málið, því þrátt fyrir að ég sé búinn að reyna að grafa upp hvað gerðist í næsta leik og þráspyrja þá sem vitað er að höfðu aðkomu að framhaldinu, virðist hreinlega enginn muna neitt. Ekki einu sinni hvað bandið hét! Þó liggur það fyrir að annað hvort sumarið 74 eða 75, æfðum við upp hressilegt ballprógram, líklega í Æskó, og spiluðum nokkrum sinnum og þá aðallega í Allanum hjá Villa Friðriks. (Eða var Brandur kannski ennþá með húsið? Bara man það ekki frekar en svo margt annað frá þessum árum). Til er upptaka úr Allanum þar sem Birgir Eðvarðsson (Biggi Ölmu) er að syngja með mér, Gumma Ragnars og Bigga Inga, en þá vantar sennilega eitt nafn í viðbót. Það gæti hafa verið Þórhallur Ben, en þar sem heyrist á upptökunni að ég spila fullt af gítarlínum á orgelið, eru líkurnar harla litlar. Þetta er sem sagt allt saman meira og minna í einhverri þoku og því liggur kannski beinast við að við auglýsum hér með eftir sjálfum okkur frá þessum tíma. verður haldinn sunnudaginn 26.maí nk. Dagurinn hefst með messu í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason sér um messuhald ásamt siglfirsk ættuðum prestum. Hátíðarræðu heldur Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir. Kaffið hefst síðan að lokinni messu kl. 15. Árgangar ´59, ´69, ´79 og ´89 sjá um veitingar og aðstoð. KAFFIDAGUR SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.