Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 22
Siglfirðingablaðið22
urnar uppi í fjalli á gamlárskvöld,
sem löngum tíma var eytt í að safna
í. Maður var bara smákrakki að
safna spýtum og kom stoltur með
hverja spýtuna á fætur annarri.
Svo komu óvinirnir og stálu úr
köstunum og kveiktu jafnvel í
þeim. Það voru margir krakkar í
hverfinu og oft var farið í leiki á
Hlíðarveginum svo sem fallin spýta,
yfir, ein króna og feluleikir. Svo má
ekki gleyma leikjum í snjónum,
hvort sem var að stökkva ofan af
húsþökum, fara á skíði og keppa
á skíðum og snjóþotum. Ég keppti
nokkrum sinnum í skíðastökki og
vann minn hóp, stökk minnir mig
30 metra.
Þegar ég hugsa til baka þá rifja ég
upp að mamma var í kirkjukór,
kvennakór og leikfélagi og oft
fékk ég að fara með henni. Svo
var þarna lúðrasveit og karla kór
og maður mætti á alla viðburði
hjá öllum þessum félögum. Það
eru svo mikil forréttindi að hafa
alist upp við allt þetta. Þurftum
ekkert endilega að hafa þekkingu
né kunnáttu en öðluðumst hana
með því að fá að gera ýmislegt.
Við vorum mjög heppin að fá að
alast þarna upp og lentum inni
í skemmtilegu tímabili. Ég man
aldrei eftir að mér hafi leiðst eða
einhver vandræði verið.
Hvað sjáið þið helst í þessum
þáttum sem gert hefur ykkur
svona áræðin og tilbúin til að
gegna ábyrgðarstörfum?
Viðmælendur voru sammála um
það sem hér fer á eftir.
Félagslegt uppeldi, eins og fram
kemur hér á undan, skipti verulegu
máli. Við höfðum lausan taum að
mestu leyti og okkur var ekkert
pakkað inn í bómull. Náttúruöflin
styrktu menn og stældu. Það var
barist í skólann í hvaða stórviðri
sem var, ekkert verið að skutla
manni neitt. Upplifun uppvaxtar
ára okkar flestra var að Siglufjörður
væri ekki neinn smábær, væri eigin
lega stórbær, og við vorkenndum
fólki í smá bæjunum í kring.
Á Siglufirði voru verslanir í
tugatali; Mjólkurbúð, matarbúðir,
bakarí, fatabúðir Anna Lára,
Guðrún Rögnvalds, Óli Tóra, tvær
bókaverslanir, verslunarfélag, útibú
frá Kaupfélag inu bæði í norður og
suðurbæ og saumastofa svo eitthvað
sé nefnt.
Við fórum mjög snemma að vinna
og oftast sömu vinnu og fullorðnir.
Mörg störf ber á góma: Barna
pössun, vinna í sjoppu, útburður
blaða, sendilsstörf á símstöðinni,
vinna í saltfiski, skreið, frystihúsi,
síld, verslunarstörf, stúarastarf.
Við lærðum að flaka, fletja,
hausa, brýna. Allt lærdómsríkt og
áhersla á stundvísi og vinnusemi.
Í skólanum var agi og ákveðinn
kúltúr fyrir lærdómi og skólagöngu
og góð kennsla að mestu leyti. Á
heimilum okkar allra var áhersla
lögð á að mennta sig í framtíðinni.
Sambland af umhverfinu, skóla
göngu á veturna og skilningur á
vinnumenningunni á sumrin,
kenndi okkur stundvísi og vinnu
semi og gaf okkur góða innsýn í
atvinnulífið og það hvað hægt er að
vinna margs konar vinnu.
Hvað úr langri skólagöngu finnst
ykkur nýtast best í störfum í dag?
Alma:
Það er ýmislegt. Þekking sem
maður hefur aflað sér og virðing
fyrir námi og þekkingu. Eftir því
sem maður lærir meira þá skilur
maður hvað lítið maður veit og
gerir sér grein fyrir að það eru
margar hliðar á öllum málum.
Maður temur sér aga í vinnubrögð
um og að gera hlutina vel. Allavega
hef ég reynt að sinna mínu námi
þannig. Ég hef einstaklega gaman
af að læra og er eilífðar stúdent. Það
verður skemmtilegra að læra með
árunum þá er nefnilega hægt að
tengja nám við reynslu og þú sérð
að teorían er rétt. Ég er markvisst
að endurnýja mig og skipti um í
starfi með nokkurra ára millibili.
Þannig fást alltaf nýjar áskoranir.
Svo er auðvitað skemmtilegra að
vinna þegar maður er vel undir
búinn. Störfin sem við erum í
eru ekki bara tilviljun heldur
undirbúningur og tækifæri sem
spila saman.
Lárus:
Það hjálpar óneitanlega í lögfræð
inni að vera lögfræðimenntaður!
En allt utan hins venjulega skóla
kemur sér líka mjög vel. Maður
er búinn að vera í formennsku í
AM: Lalli þú varst alltaf svo
krambúleraður þegar þú varst
lítill.
LB: Er það, ég man ekkert eftir
því en það hefur líklega verið af
því að ég sé ekkert með öðru
auganu.
Allar stelpurnar: Já alveg rétt, við
munum eftir sjónprófinu sem þú
fórst í hjá skólahjúkkunni.
LB: Já þegar ég lét hana fara yfir
alla stafina á spjaldinu og sá ekki
einn einasta staf, ekki einu sinni
þann stærsta. Hún var mjög
hissa svo ég sagði eins og satt var:
Ég sé ÞIG ekki einu sinni!
Alma á björgunaræfingu 1990 á Sigló.