Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 27

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 27
Siglfirðingablaðið 27 á þessum árum. Þar var fullt af Norðmönnum og Svíum, bæði sjómönnum og alls konar útgerðarbröskurum. Og það var mál manna að Íslendingar stæðust þessum útlendingum ekki snúning í ástamálum. Íslensku stúlkunum þóttu landar sínir eins og aumir sveitarkurfar í samanburði við hina veraldarvönu útlendinga. Norðmennirnir og Svíarnir kunnu alls konar brögð í sam­ bandi við ástalíf, sem Íslendingar höfðu aldrei heyrt minnst á. Það er haft fyrir satt að Norðmenn og Svíar á Siglufirði hafi gerbreytt íslenskri kossatísku. Áður kunnu Íslendingar ekki aðra kossa en litla og feimnislega smellkossa, sem voru strax búnir. Útlendingar kenndu íslensku stúlkunum blauta og langa kossa þar sem hver koss gat staðið yfir svo mínútum skipti. Síldarstúlkurnar dreifðu svo þessari kossatísku um landið og svo fór að íslensku karlmennirnir lærðu hana líka. Enn á áratugnum milli 1920 og 1930 voru slíkir kossar kallaðir Siglufjarðarkossar hér í Reykjavík. Nú á dögum mun æskulýðnum í Reykjavík þykja Siglufjarðarkossar sjálfsagður hlutur. Siglufjörður hafði á þessum árum á sér sérstakan blæ sem var ólíkur öllu öðru á Íslandi. Hann verkaði á mann eins og hálfgerð heimsborg. Í góðu veðri voru allir bæjarbúar úti að labba, ólíkt því sem tíðkaðist á Akureyri. Siglufjörður verkaði ekki á neinn hátt sérstaklega norðlenskur, enda voru margir bæjarbúar innflytjendur af Suðurlandi, Vesturlandi eða Norðurlandi. Hafliðaættin, sem setti sinn svip á bæinn á þessum árum, var til dæmis að miklu leyti sunnlensk að uppruna. Mannlífið var allt öðruvísi á Siglufirði en á Akureyri. Stéttaskiptingar gætti miklu minna þar en í höfuðstað Norðurlands. Og Siglfirðingar voru lausir við hofmannlegt fálæti Akureyringa í viðmóti við ókunnuga. Blærinn á fólkinu var allur alþjóðlegri. Og þrátt fyrir breytta tíma gætir þessa mismunar talsvert enn í dag. Siglfirskur yfirstéttarmaður getur talað við fátækling eins og jafningja sinn, en mér er sem ég sjái slíkt gerast á Akureyri. Síðustu áratugirnir hafa verið Siglfirðingum erfiðir. Síldin er farin, fólk hefur flutst í burtu í stórum stíl, og íbúunum farið sífækkandi. Kannski er þetta að breytast núna, þess sjást nokkur merki. Ef til vill eiga Siglfirðingar nýja uppgangstíma fyrir höndum. En ég er hræddur um að síldar­ rómantíkin siglfirska komi aldrei aftur. Slík ævintýrasumur koma ekki aftur í bráðina. En þrátt fyrir erfiða tíma hefur gamli blærinn á Siglfirðingum haldist furðanlega. Siglufjörður er enn í dag heimur út af fyrir sig, með sínum sérstaka andblæ – þó að hann sé ekki eins rómantískur og var í gamla daga. Það eru nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að strákurinn á myndinni sé Þórir Björnsson, 15­16 ára gamall. Ljósmynd Jöran.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.