Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 10
Siglfirðingablaðið10 um helgina. Biggi rölti yfir Grundargötuna og við horfðum á eftir honum fara inn til Matta og sáum að þeir tóku tal saman. Eftir svolitla stund kom hann til baka og sagði okkur að Matti væri alveg til í að hengja upp auglýsingu frá okkur um Ketilásballið. “Ég sagði bara hverra manna ég væri og þá var þetta allt í lagi”, því Ingi Bald var auðvitað réttu megin í pólitíkinni að mati Matta. Við gerðumst síðan aðstoðar­ menn Bigga þegar hann gerði auglýsinguna. “Þetta verður alls staðar bannað” sagði ég þegar útlínurnar myndarinnar tóku að skýrast á blaðinu. “Sjáum til” sagði hann og kláraði myndina og textann á ótrúlega stuttum tíma. Síðan var beðið eftir að einhver leysti Matta af, en þá var farið inn með auglýsinguna inn, hún hengd upp og mótmæli afleysingamannsins kæfð í fæðingu. “Matti var búinn að lofa okkur þessu og sagði að þetta væri í góðu lagi.” Auglýsingin var gerð breiðan umbúðapappír og var á annan metrar á hæðina. Það dimmdi inni í sjoppunni þegar hún var komin á sinn stað, en af einhverjum ástæðum lét Matti þetta yfir sig ganga. Hann vissi svo sem að menn áttu að standa við loforð sín en fannst kannski að hann hefði verið plataður svona pínulítið. Það var svo Jóhannes lögga en ekki Matti sem bað okkur að taka auglýsinguna niður því það hefðu einhverjar kvartanir borist frá bæjarbúum. Hann taldi að sá möguleiki væri fyrir hendi að hún væri vitlausu megin við hina hárfínu en ósýnilegu siðferðislínu sem almennt var talin eiga að skilja á milli smekks og smekkleysu. Biggi varð við mjög svo kurteislegri beiðni yfirvaldsins og tók auglýsinguna niður en hún hafði þá þegar vakið talsverða athygli og umtal í bænum. Það voru hvort sem er allir búnir að sjá hana og nú gat sólin aftur farið að skína inn í sjoppuna hjá Matta. Hljómsveitarbíll, “nýr” bassaleikari og Sjallaútgerð. Við höfðum stundum átt í svolitlum vandræðum með að fá bíl til að aka okkur sem rúmaði bæði hljómsveitina og allt hennar hafurtask. Stundum hafði mestöll innkoma helgarinnar farið í að borga ferðakostnað en nú skyldi verða breyting á. Guðni Sveins sem var fæddur í janúar var kominn með bílpróf, en ég sem átti ekki afmæli fyrr en í nóvember varð að bíða fram á næsta vor þegar aftur var von á bifreiðaeftirlitsmönnunum frá Akureyri sem voru í þá daga bæði skoðunarmenn og prófdómarar. Bílpróf voru nefnilega ekki tekin á Siglufirði yfir veturinn í þá daga. Ég tók út fermingapeningana mína og með svolítilli viðbótaraðstoð frá afa og ömmu gat ég keypt Volkswagen rúgbrauðið af Inga Láka bakara. Ökutækið sem til þessa hafði aðallega flutt brauð og kökur skyldi nú fá nýtt hlutverk og flytja hljómsveit og hljóðfæri. Sumarið 1972 fórum við að sækja lengra en áður hafði þekkst og við sömdum við Ragnheiði sem rak Allann á Akureyri um að við spiluðum þar aðra hverja helgi þá um sumarið en þetta var eini staðurinn sem gerði út á sextán ára böll þar um slóðir. Akureyrarævintýrið gekk betur en við höfðum þorað að vona og um haustið vissu flestir krakkar í innanverðum Eyjafirði hverjir við vorum því við höfðum gert ágæt böll í Allanum um sumarið. Þó svo að samkomulagið í bandinu hafi yfirleitt verið með ágætum, þá kom stundum upp smávægilegur ágreiningur milli manna eins og gengur. Einhverju sinni á slíkri stund hætti Viddi og fór með allt sitt dót af svæðinu. Við gerðum í fyrstu ráð fyrir því að þetta væri tímabundið ástand því við áttum að spila eftir rúma viku, en menn náðu því miður ekki saman. Ég stakk þá upp á því að ég keypti flotta Teisco fiðlubassann sem var búinn að vera lengi til sölu í Aðalbúðinni og tæki við af Vidda. Ég væri hvort sem er búinn að spila með þvílíkum látum á vesalings Yamaha orgelið mitt að flestar nóturnar væru nú brotnar og það væri næstum því ónothæft. Þetta var samþykkt með semingi en ég sagðist þá kaupa nýtt orgel ef Viddi vildi koma aftur sem gerðist reyndar ekki. Ég keypti því næst fiðlubassann, fór með hann heim og æfði mig frá morgni til kvölds og var búinn að eiga hann í rétta viku þegar ég spilaði á fyrsta ballinu sem bassaleikari. Einhverjum árum síðar seldi ég Stebba Fidda þennan fallega bassagítar og sá hann ekki aftur fyrr en árið 2006 og þá í höndunum á nýjum manni. Það var Stebbi Gauti sonur Stebba Fidda sem stóð þá uppi á pallinum við torgið á Síldarævintýrinu og spilaði á Teisco fiðlubassann sem ég hafði keypt í Aðalbúðinni 33 árum áður. Það var líklega Biggi Inga sem var aðal hvatamaðurinn að því að við tækjum Sjallann á leigu um veturinn. Þar gátum við æft, haldið party og látið öllum Leó, Gummi Ingólfs, Biggi og Gummi Ragnars. Þarna var Guðni farinn og Gummi Ragnars kominn í staðinn. Myndin er tekin í Sjallanum á Sigló 1973 og ljósmyndari er Róbert Guð­ finnsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.