Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 26
Siglfirðingablaðið26
Árum saman birtust greinar í
Mánudagsblaðinu eftir mann
sem nefndi sig Ajax. Voru þær
taldar besta efnið í því blaði.
Sumir sögðu að höfundur þeirra
hefði verið Ólafur Hansson
menntaskólakennari. Haustið
1974 skrifaði Ajax grein þar
sem fjallað var um síldina og
Siglufjörð. JR.
Siglufjörður fór ekki að vaxa
neitt verulega fyrr en á síðustu
áratugum nítjándu aldar. Þá færð
ist miðstöð íslensku síldveiðanna
norður þangað, en hafði áður
verið á Austfjörðum, aðallega
á Seyðisfirði. En uppgangur
staðarins varð mjög hraður á
fyrstu áratugum þessarar aldar.
Og í augum íslensku þjóðar
innar varð hann rómantískt
ævintýraland.
Á sumrin flykktist þangað
fólk af öllum landshornum til
að fá sér vinnu í síldinni. Það
var þá mikill árstíðamunur á
Siglufirði. Á sumrin var þar
líf og fjör og manngrúi, en á
haustin færðist kyrrð yfir allt og
Siglfirðingar voru einir eftir í
bænum sínum. Innfæddir Sigl
firðingar brugðust ýmislega við
þessum árstíðaskiptum, sumir
vörpuðu öndinni léttar, þegar
aðkomulýðurinn var horfinn,
öðrum leiddist fásinnið á veturna.
Miklar þjóðsögur gengu um
tryllt ástalíf í Siglufirði um
sumartímann. „Þær voru indæl
ar andvökunæturnar uppi í
Hvanneyrarskál,“ eins og þar
stendur. Líklega voru margar
af þessum sögum meira og
minna sannar en þátttakendur
í ástalífinu voru víst sjaldnast
innfæddir Siglfirðingar heldur
aðkomufólkið, ekki síst hið
sunnlenska. Hér í Reykjavík þótti
það í þann tíð mesta mildi ef
reykvísku síldarstúlkurnar komu
aftur úr síldinni á haustin án þess
að vera óléttar.
Útlendingar settu mikinn svip á
mannlífið á Siglufirði á sumrin
Hálfgerð heimsborg
og rómantískt ævintýraland
Siglufjarðarkossarnir voru blautir og langir