Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 18

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 18
Siglfirðingablaðið18 Arnfríður fæddist 12. janúar. Þann dag var eins stigs hiti og fínasta veður í bænum. Sólin skein á Norðurlandinu og aðeins rúmar tvær vikur í að geislar hennar næðu yfir siglfirsku fjöllin, há og tignarleg. Í einu bæjarblaðanna voru birtar óskir um að nýja árið yrði ár nýs mórals þroskaðra manna og kvenna, sem af ábyrgð og bjartsýni mættu komandi tímum í landi sem býður gnægtir, ef við lærum að nytja það. Arnfríður er í miðið af þremur börnum hjónanna Margrétar Maríu Jónsdóttur (1927­2012) og Guðmundar Jónassonar (1918­2016). Hún eyddi fyrstu árunum í sveitinni á Hóli þar sem faðir hennar var bústjóri yfir kúabúinu. Þau fluttu svo á Eyrargötu 22 þegar Guðmundur tók við sem forstöðumaður Mjólkursamsölunnar og síðar verslunarstjórn í Kaupfélaginu. Arnfríður lauk stúdentsprófi frá MS 1981 og hóf síðan nám í guðfræði í HÍ og lauk embættisprófi þaðan 1986. Hún vígðist til prestsþjónustu í febrúar 1987 í Garðaprestakalli en hélt svo um haustið það ár vestur um haf til frekara náms og ævintýraleitar ásamt eiginmanni. Hún stundaði framhaldsnám í guðfræði í Iowa og Chicago og lauk doktorsprófi árið 1996 frá Lutheran School of Theology at Chicago. Frá haustinu 1996 hefur Arnfríður kennt við Guðfræði­ og trúarbragðafræðideild Há skóla Íslands. Hún hefur verið prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði frá því í október 2008 og var forseti Guð­ fræði­ og trúarbragðadeildar HÍ frá 2014 ­ 2018. Hún hefur verið virk í ritstörfum og félagsmálum á sínu sviði. Arnfríður var kjörin á Stjórnlagaþing árið 2010 með einkunnarorðin jafnrétti og virð­ ing að leiðarljósi. Arnfríður er gift sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni, sjúkrahúspresti og eiga þau þrjú börn. Líney er fædd 24. apríl. Þá var nýbúið að fagna sumarkomu eftir einn mildasta vetur í sögu bæjarins. Kaupfélagið auglýsti að komnar væru appelsínur og cítrónur og kolmórauðir lækir sem runnu niður fjallshlíðarnar tóku þátt í að boða vorkomuna. Líney er yngst 7 barna hjón anna Líneyjar Bogadóttur (f. 1922) og Halldórs Gestssonar póstmanns (1917­2008). Þau bjuggu lengst af á Hlíðarvegi 11. Eftir stúdentspróf frá MA fór Líney til framhaldsnáms í íþrótta fræðum við Rockford University í Illinois í Bandaríkjunum og lauk þar BS gráðu 1987. Hún flutti sig svo um set innan fylkisins þegar hún fór í mastersnám í Nort hern Illinois University í íþrótta­ lífeðlisfræði og íþróttasjúkra­ þjálfun.Eftir nám starfaði Líney sem framkvæmda stjóri hjá Íþróttafélaginu Leikni í fimm ár. Hún vann sem fram kvæmda­ stjóri hjá Ólympíunefnd Íslands 1997, síðasta árið fyrir samein­ ingu Íþróttasambandsins og Ólympíunefndarinnar og tók þá í kjölfarið við sem sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ. Hún var ráðin framkvæmdastjóri Íþrótta­ og Ólympíusambands Íslands árið 2007 og kjörin í stjórn Evrópu­ sambands Ólympíunefnda (EOC), árið 2017 fyrst Íslend­ inga. Hún var sæmd gullmerki fyrir störf í þágu íþrótta fatlaðra árið 2015 og einnig riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní sama ár fyrir brautryðjendastörf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar bæði hérlendis og á alþjóðavísu. Líney er gift Oddnýju Sigsteins­ dóttur, sjúkraþjálfara á MT stofunni. Alma er fædd 24. júní, á Jóns­ messunni. Hún fæddist inn í miðja síldartörn. Sólin skein og hraðar hendur kvenna og karla komu nýveiddri síld í verð. Þegar hér var komið í síldar sögu sumarsins hafði verið saltað í 39855 tunnur. Sundhöll Siglu­ fjarðar var nýtekin til starfa og bjart var yfir bænum og fólkinu. Alma er yngst 6 barna hjónanna Jóhanns G. Möller (1918­1997) verkstjóra í SR, verkalýðsleiðtoga og bæjarfulltrúa og Helenu Sigtryggsdóttur (f. 1923). Þau bjuggu lengst af á Laugarvegi 25. Alma lauk stúdentsprófi frá MA árið 1981 og cand. med. prófi frá HÍ 1988. Alma fór 1993 Vetrarólympíuleikarnir í Sochi í Rússlandi 2014. Lárus, Líney og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.