Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 30

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 30
Siglfirðingablaðið30 Svipmynd: Ásbjörn Blöndal Í höfuðið á hverjum heitir þú? Afa mínum í móðurætt, Birni Jóhannessyni úr Fljótum Maki? Jóhanna Guðmundsdóttir, sjúkraliði Börn? Ásbjörn Þór, Berglind Soffía, Guðmundur Óli, Bryndís og Egill Bifreið? JEEP Fyrsti bíllinn? Volksvagn, VW Fallegasta land sem þú hefur ferðast til? Noregur Mesta gleði í lífinu? Börnin öll Mestu vonbrigði lífsins John Lennon skotinn til bana Besta bók Sjálfstætt fólk Besta plata Dark side of the moon Hvað myndirðu gera ef þú yrðir ósýnilegur einn dag? Veiða með Erik Clapton í Grímsá Áhugamál Blues og Jazz tónlist, matseld, veiðar og ferðalög með fjölskyldu og vinum Helsti veikleiki Get verið átakanlega ófélagslyndur Helsti kostur Siglfirðingur Uppáhaldsmatur Sjóbirtingur grillaður eða steiktur Uppáhaldsdrykkur? Ískalt Coca Cola úr lítilli glerflösku Uppáhaldsfréttamiðill RÚV Uppáhaldshljómsveit Genisis Versti matur Súrt lambakjöt Uppáhaldstónlist Blúsinn Uppáhalds íþróttamaður Egill sonur minn (Judo) Besta kvikmynd Unforgiven Besti leikari Antony Hopkins Besta leikkona Meryl Streep Vest í fari annarra? Hroki Best í fari annarra? Einlægni Uppáhaldsfélag í íþróttum Judofélag Selfoss Fallegsta kona fyrir utan maka Sophia Loren Uppáhalds sjónvarpsefni Fóstbræður Hvað veitir mesta afslöppun Veiða Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu? Tónleikar í London og svo áfram í frí á Spáni Hvaða áherslu leggur þú mest á í þjóðmálum? Skilvirkni Kærasta æskuminning Leikir okkar æskuvinanna í fjallinu ofan Hávegar (syðri) Neyðarlegasta atvikið Þegar ég kynnti mig og minn bak­ grunn á afskræmdri dönsku í all­ löngu máli, en bara fyrir röngum hóp okkar nýnema við Álaborgar­ háskóla! Við hvað ertu hræddur? Hraðann í neikvæðum breytingum á loftslagi og Trump. Ásbjörn Blöndal er fæddur á Siglufirði. Foreldrar hans voru Óli J. Blön­ dal forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar og kona hans Margrét Björns­ dóttir. Börn Óla og Margrétar eru fimm og er Ásbjörn númer 3 í röð­ inni fæddur 25.11.1954. Að námi loknu við Gagnfræðaskólann á Siglufirði tók við nám í rafvirk­ jun og rafvélavirkjun. Hann tók rafvirkjapróf 1974. Vann ýmis störf eins og aðrir en mest hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og fyrirtæki Guð­ mundar Lárussonar, Freys Sigurðssonar og Jóhannesar Friðrikssonar, sem seinna hlaut nafnið Raffó. Ásbjörn stundaði verkfræðinám við Háskólann í Álaborg í Danmörku 1981­1986 og að afloknu námi stundaði hann rannsóknir við skólann og kenndi til 1988. Ásbjörn starfaði sem veitustjóri hjá Selfossveitum 1989­2007. Hann hefur verið frkv.stjóri Þróunarsviðs hjá HS Orku frá 2007.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.