Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 5
Siglfirðingablaðið 5
knattspyrnuyfirvalda fyrir ungum
leikmönnum heldur einungis leyfi
foreldra.
Formaður KS hringdi í for mann
KSÍ og viðurkenndi sá síðarnefndi
að mönnum innan stjórnar KSÍ
hefðu orðið á mistök þegar þeir
leyfðu Sigurjóni að leika með.
Hefði þá ekki verið réttast að láta
liðin mætast aftur?
Svokallað Siglufjarðarmál
Úrslitaleikur Þróttar og
Breiðabliks átti að fara fram í
byrjun september en áður en af
því varð kærði KS málið til dóm
stóls Íþróttasambands Íslands.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ vísaði
málinu aftur til KSÍ á þeim
forsendum að um væri að ræða
sérgreinamál og að ekki væri
hægt að fjalla um slík mál nema á
tveimur dómstigum. En dómstóll
KSÍ ákvað 23. september að fyrri
úrskurður skyldi standa.
Daginn sem úrslitaleikurinn fór
fram, 28. september, mótmælti
KS enn einu sinni, án árangurs,
og Þróttur komst upp í 1. deild
eftir 9:0 sigur á Breiðabliki.
Tómas mætti á ársþing KSÍ í
nóvember og var vígreifur, sam
kvæmt blaðafréttum. Jafnvel
var fullyrt að utanbæjarfélögin
ætluðu að kljúfa sig frá KSÍ. Á
ársþinginu kom fram tillaga um
„svokallað Siglufjarðarmál“ en
henni var vísað frá en samþykkt
lagabreyting sem koma átti í veg
fyrir „að annað Siglufjarðarmál“
gæti orðið til í framtíðinni.
Þannig atvikaðist það að lið KS
fékk ekki að keppa um efsta sætið
í sínum riðli og síðan um lausa
sætið í efstu deildinni.
En tímarnir hafa svo sannarlega
breyst. Nú reyna meistaraflokkar
að nýta sér efnilega unga leik
menn allt niður í fimmtán ára
aldur – og eru stoltir af því.
Enda hefur KSÍ breytt sínum
reglum til samræmis við slíkan
hugsunarhátt.
Gullaldarliðið vann samt
En í lok september 1964 varð
Knattspyrnufélag Siglufjarðar
Norðurlandsmeistari í knatt
spyrnu. Þá fékk Sigurjón að vera
með, enda árinu eldri. Liðið
var að mestu leyti skipað sömu
leikmönnum og árið áður.
KS hafði unnið fjóra leiki í
riðlakeppninni með 28 mörkum
gegn 2. Úrslitaleikurinn var við
Þór á Akureyri og Siglfirðingar
unnu með 3 mörkum gegn 1.
Bragi Magnússon varaformaður KS skrifaði langa grein um kærumálið í Ný vikutíðindi um miðjan nóvember 1963. Þar birtist
þessi teikning hans og í myndatexta sagðí: „Fígúrurnar bak við markið eiga að tákna dómstól og stjórn K.S.Í.“Bragi mun einnig
hafa teiknað aðra mynd sem birtist í dagblaði en hún hefur ekki fundist. Þar kom storkur fljúgandi með Sigurjón í bleyju inn á
völlinn.