Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2019, Blaðsíða 2
Siglfirðingablaðið2 Ágætu Siglfirðingar! Í blaðinu sem þú hefur nú í höndunum rabbar Jóna Möller við nokkra siglfirska krakka úr árgangi 1961. Þrjár kvennanna af þeim 29 sem fæddust þá hafa náð þeim einstaka árangri að gegna embættum sem aldrei áður hafa verið skipaðar konum hér á landi. Alma D. Möller er fyrsta konan í embætti Land­ læknis í 258 ára sögu þess. Hún var líka fyrsta konan í Þyrlusveit lækna hjá Landhelgisgæslunni árið 1990. Arnfríður Guðmundsdóttir er fyrsta konan til að gegna prófessorsembætti við elstu deild Háskóla Íslands, Guðfræðideildina, sem varð til með stofnun Prestaskólans árið 1847. Líney Halldórsdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti framkvæmdastjóra ÍSÍ, frá 1912. Þær þurftu ekki langt að fara til að finna fyrir­ myndir. Siglfirskar konur stóðu vaktina og auka­ vaktina líka við að koma silfri hafsins í tunnur. Skólabróðir þeirra, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sést og heyrist oftar en margur annar í fjölmiðlum. Þá er rifjað upp í blaðinu íþróttahneykslismál frá árinu 1963 þegar að Þróttur Reykjavík kærði KSÍ eftir að hafa tapað 4:2 leik sem hefði gefið okkur sæti í efstudeild knattspyrnunnar. Og hræsnin og feluleikurinn sem fór í gang var með ólíkindum. Líklegasta skýringin er sú að KSÍ ­forystan kærði sig ekki um fleiri “utanbæjarlið” vegna aukins ferðakostnaðar. Þá heldur Leó Ólason áfram að fjalla um siglfirska poppara en Leó er sjálfur að gefa út disk með eigin efni á árinu. Í haust verður svo sýnd hjá RÚV heimildarmynd í fimm þáttum um Siglufjörð 100 ára en umsjón hefur haft Egill Helgason. SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: Gunnar Trausti Fr á rit st jó ra Réttingaverkstæði Litróf umhverfisvottuð prentsmiðja Sími 563 6000 · Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · www.litrof.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.