Fréttablaðið - 22.06.2022, Side 6

Fréttablaðið - 22.06.2022, Side 6
Á stærri stöðum eins og Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum er mjög þungt hljóð í fólki. Steinunn Þórðar- dóttir, formaður Læknafélags Íslands. TENERIFE FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS VINSÆ LT 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ HG TENERIFE SUR 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ 79.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 103.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA ALLT AÐ 40.000 KR. AFSLÁTTUR10.000 KR. AFSLÁTTUR Á FARÞEGA MEÐ KÓÐANUM SUMARSOLGILDIR ÚT 27. JÚNÍ Á FERÐIR TIL TENERIFE 27. JÚNÍ - 05. JÚL. & FERÐIR TIL ALMERÍA 27. JÚN. -07. JÚL. Það stefnir hratt í að ákveðin byggðarlög verði læknislaus innan fárra ára ef ekkert verður að gert, segir formaður Læknafélags Íslands. Heil- brigðisþjónustan hangi víða á bláþræði sökum manneklu og fjöldi lækna sé að komast á aldur, án þess að útséð sé með eftirmenn þeirra. erlamaria@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það sem mér fannst verst var að sjá að við erum ekki vel sett neins staðar þegar kemur að mönnun,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. „Ég er sjálf læknir á Landspítalanum og hef unnið þar alla mína starfs- ævi á Íslandi. Maður heldur alltaf að við séum á botninum varðandi mönnun og starfsumhverfi, en svo kemur í ljós að við erum öll á sama báti. Og það virðist vera sem enginn sé að koma til að bjarga okkur,“ segir Steinunn en hún er nýlega komin úr hringferð um landið þar sem hún heimsótti heilbrigðisstofnanir og ræddi við lækna. „Á stærri stöðum eins og Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum er mjög þungt hljóð í fólki, veruleg mann- ekla og vaxandi álag. Það er skortur og þá sérstaklega í heilsugæslunni. Til dæmis á Selfossi. Þetta er svæði þar sem íbúum hefur fjölgað gríðar- lega, þar er risastór sumarhúsabyggð og mikill ferðamannafjöldi fer þarna í gegn daglega. En á sama tíma hefur heilsugæslulæknum ekki fjölgað og þá erum við að tala um mörg ár aftur í tímann,“ segir Steinunn. Auk þess sé aðstaðan ekki til fyrirmyndar. „Bráðamóttakan þar er gjörsam- lega sprungin og í algjörlega óviðun- andi húsnæði sem er í raun engan veginn í stakk búið til að taka við öllu þessu álagi.“ Að sögn Steinunnar er það aðstað- an sem og manneklan sem læknar á landsbyggðinni kvarta helst sáran yfir. Vaktabyrðin sé mikil á hverjum og einum, sem leiði af sér að menn séu bundnir sólarhringunum saman. „Þetta er ótrúlega mikill fjöldi vakta á mánuði hjá hverjum og einum, og þetta er fólk sem þarf líka að sinna dagvinnu. Það er ótrúlega krefjandi að vera í fullu starfi með svona þunga vaktabyrði ofan á. Og þetta er farið að vega mjög þungt, sérstaklega hjá yngri læknum. Fólk vill geta sameinað fjölskyldulíf og starf, en þarna er það mjög erfitt,“ segir Steinunn. Steinunn segir það skjóta skökku við að ekki sé uppi einhvers konar áætlun varðandi mönnun  þegar kemur að minni byggðarlögum, sérstaklega þar sem læknar þar séu margir hverjir að komast á eftir- launaaldur. „Við  hittum til dæmis  lækna  á Vík í Mýrdal og Vopnafirði sem eru nánast alltaf einir á vakt og hafa verið það árum og jafnvel áratug- um saman, og þeir eru báðir mjög nálægt sjötugu,“ segir Steinunn, og bætir við að hún hafi ekki upplifað að einhver hugsun væri þar varðandi framtíðina. „Og þá velti ég fyrir mér, er eitt- hvert plan í gangi? Hvað á að gera þegar þessir menn fara á eftirlaun?“ n Heilbrigðisþjónusta hangi á bláþræði í byggðarlögum víða á landsbyggðinni ragnarjon@frettabladid.is FRAKKLAND Sögulegt tap þing- flokks Emmanuels Macron Frakk- landsforseta í frönsku þingkosning- unum hefur myndað mikla óvissu í frönskum stjórnmálum. Eftir að ljóst er að hreinn meirihluti Mac- rons er fallinn mun hann þurfa að treysta á bandalag við aðra f lokka svo unnt sé að mynda meirihluta. „Kostirnir eru ekki augljósir og staðan er mjög þröng,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta er sögulegt afhroð sitjandi forseta í þingkosningum í Frakk- landi.“ Aðspurður um hver næstu skref Macrons gætu verið segir Eiríkur að Macron muni líklega reyna að höfða til Repúblikana sem hlutu 4,8 prósent atkvæða. „Það nægir honum, en þeir gætu reynst tregir í taumi, að minnsta kosti í formlegri samsteypustjórn.“ Þingf lokkur Macrons er enn stærsti f lokkur franska þingsins en þau 234 þingsæti sem f lokkurinn hlaut eru þó langt frá hreinum meirihluta, en til þess að mynda meirihluta þarf minnst 289 sæti. Niðu r stöðu m kosninga nna hefur verið lýst sem persónulegum ósigri Macrons sem komi til með að minnka áhrif forsetans og mögu- lega setja svartan blett á arf leifð hans. Á sama tíma og Macron missti fjöldamörg sæti, bætti öfgahægri f lokkur Marine Le Pen við sig og vann kosningasigur sem skilaði 23,2 prósentum atkvæða, eða 90 sætum. Langt umfram allar kosninga- spár. Öfgavinstri f lokkur Jean-Luc Mélenchon tók þá 22% atkvæða, sem bendir til að miðjustefna Mac- rons í Frakklandi sé fallin. Kosningaþátttaka í landinu var dræm en 46,23 prósent kjósenda skiluðu inn atkvæðum. n Sögulegt afhroð Frakklandsforseta Þingflokkur Emmanuel Macron Frakklandsforseta beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. MYND/EPA benediktboas@frettabladid.is SKÓLAMÁL . „Við erum að lenda í þeim vanda hér að þegar fólk sækir um vinnu hjá okkur þá er ekkert íbúðarhúsnæði. Það er ekkert laust á Laugarvatni og ekki í nágrenninu,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla, sem hefur sent erindi til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Hún segir lóðir lausar til úthlut- unar sem taki langan tíma að klára. Of langan, að mati skólastjórans. „Ég sendi þetta erindi inn til að ýta aðeins við sveitarstjórninni. Fólk vill koma og vinna hér en það verð- ur þá að keyra í og frá vinnu og það er ekki í boði að fá aksturspeninga þannig það hættir við,“ segir Elfa. n Húsnæðisskortur skapar vandamál á Laugarvatni ragnarjon@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Aspelund tekur við embætti sóttvarnalæknis 1. september. „Mér finnst ég vera að taka við góðu búi en ég mun ganga til verka á minn eigin hátt. Ég hef öðlast góða sýn á starf sótt- varnalæknis undanfarin ár og sé í starfinu tækifæri til að láta gott af mér leiða,“ segir Guðrún. Starf sótt- varnalæknis var auglýst 13. maí síðastliðinn en Þórólfur Guðnason lætur af störfum í byrjun september 2022. Ekki bárust fleiri umsóknir en frá Guðrúnu. Frekari umfjöllun á vef Fréttablaðsins. n Guðrún verður sóttvarnalæknir Guðrún Aspe lund, verðandi sótt- varnalæknir. Steinunn nefnir Selfoss meðal staða þar sem hljóðið er þungt í heilbrigðisstarfsfólki vegna manneklu og vaxandi álags. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 6 Fréttir 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.