Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 11
 Árshækkun íbúða- verðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2006. Bosch-dagar Þýsk gæða-heimilistæki frá Bosch nú á frábæru tilboðsverði. 20% afsláttur af öllum Bosch-tækjum, stórum sem smáum. Opið virka daga frá kl. 9 til 18. Lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst. Vefverslun opin allan sólarhringinn. Umboðsmenn um land allt. Gildir til og með 27. júní eða á meðan birgðir endast. Gildir ekki af öðrum tilboðum. Á S T Ó R U M H E I M I L I S TÆ K J U M 20% afsláttur ggunnars@frettabladid.is Eftir strangt undirbúningsferli og fjögurra ára þróunarvinnu  mun indó sparisjóður hefja innreið sína á íslenskan bankamarkað með haustinu. Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur spari- sjóðsins, segja indó í anda nýbanka, sem hafa sprottið upp erlendis und- anfarin ár. „Í raun hefur ekki verið stofnaður nýr banki á Íslandi síðast- liðin fimmtíu ár þannig að nýbanki er bara mjög lýsandi fyrir okkur, segir Tryggvi. Fyrst um sinn mun indó (skrifað með lágstaf) eingöngu bjóða upp á debetkortareikninga, millifærslur og greiðslur, en með tímanum er hug- myndin að bæta við vöruframboðið. Nú þegar eru fjögur þúsund við- skiptavinir á biðlista hjá indó. Þótt undirbúningurinn hafi tekið lengri Stofnendur indó sparisjóðs segjast þora að vera öðruvísi tíma en Tryggvi og Haukur gerðu ráð fyrir segja þeir það allt þess virði nú þegar fyrirtækið er komið á koppinn. „Við trúum því einlæglega að aukin samkeppni á þessum markaði geti bætt bankakjör á Íslandi umtals- vert. Indó mun veita alla þá banka- þjónustu sem fólk býst við en við erum líka banki sem þorir að vera pínulítið öðruvísi. Miðað við við- brögð þá virðist full þörf á því,“ segir Haukur. ■Stofnendur indó sjá sparisjóðinn fyrir sér í anda erlendra nýbanka. magdalena@frettabladid.is Masterclass Startup SuperNova fer fram 23.-25. júní í Grósku og er opinn öllum sprotafyrirtækjum. Markmið masterclassans er að undirbúa sprotafyrirtæki til að gera 18 mánaða aðgerðaplan sem þau geta svo skilað inn og munu tíu bestu sprotafyrirtækin halda áfram í 5 vikna hraðal sem hefst eftir versl- unarmannahelgi. Hægt er að skrá sig til miðnættis í dag, 22. júní. Masterclassinn fer fram í hátíðasal Grósku og er dag- skráin pökkuð af reynslumiklum frumkvöðlum, stjórnendum og sér- fræðingum úr viðskiptalífinu sem allir gefa sína vinnu til að stuðla að aukinni grósku í íslensku frum- kvöðlastarfi. Þar má nefna Magnús Scheving frumkvöðul, Helgu Árnadóttur frá Tulipop, Magnús Árnason hjá Nova, Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni, Mariam Lape- rashvili, markaðsstjóra Stöðvar 2 og Vodafone, Siggu Heimis hjá Tækni- þróunarsjóði Rannís og Margréti Ormslev hjá Brunni Ventures. ■ Undirbúa sprotafyrirtæki magdalena@frettabladid.is Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu um 24 prósent. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Árs- hækkun íbúðaverðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri frá árinu 2006. Vísitalan hækkaði um 3 prósent milli mánaða, síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 9,1 prósent og síð- astliðna 6 mánuði hækkaði hún um 15,7 prósent. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að forsendur séu fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum. „Vonandi verður framboð nýrra íbúða auk dvínandi eftirspurnar þó nóg til að hægja á verðhækkunum síðar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í maí spáðum við því að íbúða- verð hækki um ríflega 22 prósent í ár en hægjast muni talsvert á hækk- unartaktinum þegar líða tekur á þetta ár og um mitt ár verði komin ró á markaðinn,“ segir í greining- unni. ■ Árshækkun fasteignaverðs 24 prósent MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 22. júní 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.