Fréttablaðið - 22.06.2022, Síða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Rúsínan í
pylsuend-
anum er að
eignir úti á
landi, sem
áður voru
óseljan-
legar og
verðlausar,
öðlast nýtt
virði.
Fá félög
hafa
þannig
svarað kalli
breyttra
tíma betur
en ÍR-
ingar sem
halda nú
úti öflugu
starfi.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins
á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru
ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi,
báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-
ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna
og leiðtoga hefur stolt borið ÍR-merkið í barmi.
Samfélagið hefur breyst mikið á þessum 115 árum.
Árið 1907 bjuggu rúmlega 10 þúsund íbúar í Reykja-
vík, en nú búa í Breiðholtinu einu meira en tvöfalt
f leiri, eða um 22 þúsund manns.
Íþróttirnar hafa líka breyst. Starfið í íþrótta-
félögunum í dag er ekki aðeins fyrir Ólympíufara og
annað harðkjarna keppnisfólk. Nú er íþróttastarfið
ómetanlegt í uppeldi barna og ungmenna en ekki
síður svar fjöldans við hreyfingarleysi við dagleg
störf, ólíkt því sem var. Fá félög hafa þannig svarað
kalli breyttra tíma betur en ÍR-ingar sem halda nú úti
öflugu starfi sem hæfir öllum aldri í alls tíu deildum!
Nú hefur Reykjavíkurborg sýnt í verki stuðning
sinn við þetta stórveldi í frjálsíþróttum og reist í
samstarfi við ÍR nýjan glæsilegan fagurbláan og
hvítan opinn frjálsíþróttavöll í Mjódd, í ÍR-litunum.
Mikilsverð uppbygging fyrir frjálsíþróttastarf í land-
inu en ekki síður fyrir nágrannana í Breiðholtinu,
ÍR-inga á öllum aldri sem nú eru boðnir velkomnir
á bláu brautina og mjúku skokkbrautina umhverfis
völlinn.
Um leið er þetta mikilsverð viðurkenning borgar-
innar á breyttu samfélagi sem kallar nú eftir opinni
og aðgengilegri íþróttaaðstöðu í sínu nærumhverfi.
Til hamingju, Reykjavík, með glæsilegan nýjan
frjálsíþróttavöll, fyrsta hverfisvöllinn, fyrirmynd
fyrir önnur hverfi!
Til hamingju, Breiðhyltingar, með ykkar nýju
mannvirki sem nú bíða ykkar í Mjóddinni! Mann-
virki sem eiga eftir að verða ykkur, sem munuð grípa
gæsina og reima á ykkur skóna, uppspretta gleði,
hreysti og hamingju!
Síðast en ekki síst, til hamingju, ÍR, með 115 ára
afmælið! Ykkar er ekki aðeins sagan, heldur einnig
framtíðin! ■
Bæting í Breiðholti
Freyr Ólafsson
formaður Frjáls-
íþróttasambands
Íslands
kristinnhaukur@frettabladid.is
benediktboas@frettabladid.is
Sú eina
Guðrún Aspelund hefur verið
ráðin sóttvarnalæknir og tekur
við af Þórólfi Guðnasyni 1. sept-
ember næstkomandi. Hún var
sú eina sem sótti um að taka við
embættinu. Sú eina sem vildi
taka við stöðu sem ætti að þykja
eftirsóknarverð. Þægileg og vel
borguð innivinna hjá ríkinu.
Hvers vegna sóttu ekki f leiri
um? Ætli það álag og orrahríð
sem Þórólfur gekk í gegnum í
faraldrinum hafi ekki sitt að
segja um það?
Sjálfsagt hefur enginn ein-
staklingur verið meira í fréttum
en Þórólfur á ekki lengri tíma
en faraldurinn geisaði. Þá var
hópur fólks sem taldi sig vita
betur, hæddist að honum,
sakaði um landráð og þaðan af
verra. Þetta fólk er enn að hrína
í afkimum internetsins og á
ákveðinni útvarpsstöð.
Hlustum á tuðið
Trúlega verður það stórkostleg
lesning þegar sagnfræðingar
fara að skoða öll ráð þeirra sem
fannst ástæða til að draga orð
og ráð Þórólfs í efa. Það voru
ekkert eðlilega margir sem
gerðu sig að fíf lum dag eftir dag
á samfélagsmiðlum. Það kom
nefnilega í ljós að á Íslandi voru
hartnær 20 þúsund sóttvarna-
læknar en aðeins einn sótti
um starfið þegar eftir því var
leitað. ■
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
Það eru góðar fréttir að hótelin í
landinu hafi rétt úr kútnum eftir
Covid. Í venjulegu ári anna hót-
elin hins vegar engan veginn þeim
straumi ferðamanna sem heimsækja
okkur á sumrin og margir reiða sig á íbúða- og
herbergjaleigu í gegnum Airbnb. Í því felast
frábær tækifæri fyrir Íslendinga sem vilja njóta
sumarfrísins annars staðar en á Íslandi og sýna
börnunum sínum heiminn.
Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur
ekki aðeins tryggt okkur fjölbreyttara atvinnu-
líf og auknar gjaldeyristekjur, heldur hefur
ferðafrelsi okkar sjálfra stóraukist því fleiri
flugfélög fljúga til og frá landinu á mun betri
kjörum. Við það bætist að þau sem það vilja
geta tileinkað sér hinn sanna og upprunalega
tilgang Airbnb og boðið heimili sín erlendum
ferðamönnum í því skyni að komast sjálf í
sumarfrí til áfangastaða sem þau hefðu annars
ekki efni á að heimsækja.
Hótelkeðjurnar og stjórnvöld hafa horn í síðu
Airbnb og sambærilegra fyrirtækja. Hótelin
hafa áhyggjur af samkeppninni og breyttum
þörfum ferðalanga því vanir ferðamenn hafa
uppgötvað hvað það er frábært að búa á raun-
verulegu heimili. Stjórnvöld hafa áhyggjur
af því að húsnæði sem ætti að tryggja íbúum
landsins þak yfir höfuðið sé í of miklum mæli
í skammtímaleigu til ferðamanna. Sett hefur
verið upp strangt kerfi í kringum útleiguna
og þeir sem brjóta reglurnar eiga yfir höfði sér
þungar sektir.
Sú leigustarfsemi sem er iðkuð gegnum
Airbnb á Íslandi er í tveimur aðskildum
heimum. Annar tilheyrir fyrirtækjum sem
eiga fjölda íbúða, innréttuðum sérstaklega til
skammtímaleigu, í eins konar hótellíki. Hinn
heimurinn er íslensku fjölskyldurnar sem hafa
uppgötvað hve eftirsótt gisting á venjulegum
íslenskum heimilum er.
Við sjáum þetta sjálf sem skipuleggjum frí út
á land í sumar. Gistingin er fokdýr um allt land.
Og rúsínan í pylsuendanum er að eignir úti á
landi, sem áður voru óseljanlegar og verðlausar,
öðlast nýtt virði.
Andlausar fjöldaframleiddar íbúðir gróðafyr-
irtækja, gera hvorki mikið fyrir ímynd Íslands
sem áfangastaðar né fyrir íbúa landsins sem
eru í húsnæðishrakningum. En sjálfsbjargar-
viðleitni Íslendinga sem vilja leigja heimili
sín út, hvort heldur er til að komast sjálfir í
draumafríið eða til að létta erfiðar afborganir,
er góð viðbót við íslenska ferðaþjónustu. Hún
hækkar þjónustustig okkar sem ferðamanna-
lands, stækkar sjóndeildarhring þeirra sem
vilja fara þessa leið og bætir lífsgæði þeirra. ■
Bjóðum heim
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR