Fréttablaðið - 22.06.2022, Side 15

Fréttablaðið - 22.06.2022, Side 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT Sumarhátíð Samtakanna ’78 fer fram á morgun við hús- næði Samtakanna með alls kyns skemmtun. Hátíðin er mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin menningu og sam- stöðu hinsegin fólks, sem stöðugt er reynt að brjóta niður. Samtökin hafa náð miklum árangri, en baráttan er alls ekki búin. Á morgun, fimmtudaginn 23. júní, halda Samtökin ’78 hinsegin Sumarhátíð í samstarfi við Hin- segin daga og Reykjavíkurborg. Hátíðin verður milli 17 og 19 á opnu útisvæði við húsnæði Samtakanna við Suðurgötu 3. Þar verður hin- segin menningu fagnað og hinn eini sanni Páll Óskar stígur á svið. „Hugmyndin að viðburðinum kom út frá því að sjá auglýsingu frá Miðborgarsjóði um að hægt væri að sækja um styrk til að halda viðburði á nýjum stöðum í miðborginni,“ segir Sigurgeir Ingi Þorkelsson, kynningar- og viðburðastjóri Sam- takanna ’78. „Það er stórt bílastæði hér við hliðina á okkur á Suður- götu og ég hef oft hugsað hvað það væri gaman að halda eitthvað þar á sumrin. Hér er bjart og fallegt og það er ótrúlega fallegt tré hérna á horninu, svo það er oft gaman að vera hérna.“ Það sem er ofarlega á baugi er til dæmis þessi sókn að trans fólki, sem er mikið tengd íþróttum. MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2022 Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Gott er að bera réttinn fram með flatbrauði, söxuðu grænmeti og jógúrtsósu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Kufta kjötspjót eru ljúffeng og ein- föld að grilla. Kufta kjötspjót 1 ristuð heilhveitibrauðsneið ½ rauðlaukur, saxaður 1 dl söxuð steinselja 4 hvítlauksgeirar 200 g nautahakk 100 g lambahakk 1 ¼ tsk. salt ½ tsk. nýmalaður svartur pipar ½ tsk. malað allrahanda/allspice ½ tsk. paprikuduft ¼ möluð kardimomma 1/8 tsk. malað múskat ¼ tsk. cayenne/chili pipar 2 msk. vatn 4 spjót Fínsaxaðu brauð, lauk, hvítlauk og steinselju. Settu í stóra skál með hakki og kryddi. Blandaðu öllu vel saman með um 2 msk. af vatni. Plastaðu og láttu standa í ísskáp a.m.k. 1 klst. eða yfir nótt. Skiptu blöndunni í fernt, rúllaðu upp í bolta og stingdu grillspjóti í gegn. Lagaðu blönduna utan um spjótið uns hún verður ílöng og grillast jafnt alla leið. Grillaðu á heitu grilli. Eldunar- tími er um 12 mínútur. Vissast er að stinga kjöthitamæli í þykkasta hluta kufta-spjótanna. Hitastig ætti að vera um 63 °C. ■ Kufta á grillið Á morgun halda Samtökin ‘78 hinsegin Sumarhátíð við skrifstofu sína. Sigurgeir Ingi Þorkelsson, kynningar- og viðburðastjóri Samtakanna, segir að það sé mikilvægur hluti af réttindabaráttunni að hinsegin samfélagið komi saman og geri skemmtilega hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sumarhátíð Samtakanna ’78 er hluti af réttindabaráttunni Hátíðir ramma inn sumarið „Þetta er skemmtilegur tími til að halda viðburð, því þetta er bjart- asti og einn fallegasti tími ársins og fólk er akkúrat að detta í sumarfrí í júlí. Svo strax í byrjun ágúst koma hinsegin dagar,“ segir Sigurgeir. „Það var strax efst á óskalistanum að fá Pál Óskar til að koma fram. Það er svo alltaf öðru hvoru hin- segin fólk í hinum og þessum listum eða rekstri sem hefur sam- band við Samtökin og spyr hvort við getum boðið því vettvang til að koma sér á framfæri. Þetta fólk, sem við höfum viljað aðstoða en ekki haft vettvang til þess fyrr en núna, mun koma fram þarna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.