Fréttablaðið - 22.06.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 22.06.2022, Síða 20
Póstverslun.is var stofnuð árið 2019. Verslunin er frumkvöðull í sölu á sér- hönnuðum netum til varnar lúsmýi sem herjar nú árlega á Íslendinga, ásamt ýmsum öðrum vörum til varnar mýinu. Lúsmýsnetin eru vönduð, létt og einföld í uppsetningu. Hægt er að fá netið í metratali, sem gerir fólki kleift að sérsníða þannig að það henti ýmsum gluggastærðum. Netin eru send kaupanda samdæg- urs. Á heimasíðu postverslun.is eru leiðbeiningar og myndir sem sýna uppsetningu, en einnig er hægt að fá ýmsa aukahluti. Heiðar Dagur, starfsmaður fyrir- tækisins, segir að best sé að smíða einfalda ramma úr trélistum og strengja efnið á rammann eins og sýnt er á heimasíðunni. „Ramm- inn er látinn falla þétt í gluggann og festur, til dæmis með litlum nöglum. Þegar lúsmýið er farið er hægt að setja rammann í geymslu þar til mýið vaknar aftur að ári. Mjög einfalt er að sauma eða líma rennilás á netið til að hægt sé að opna eða loka glugganum án þess að ramminn sé fjarlægður,“ segir Heiðar Dagur. „Sumir festa netið hins vegar á gluggann með frönskum rennilás í stað þess að hafa það á ramma,“ bætir hann við. „Það er mikil ánægja hjá fólki að geta loksins sofið með galopinn glugga án þess að taka áhættuna á því að vakna með mörg hundruð lúsmýbit eins og margir hafa lent í að undanförnu,“ segir Heiðar Dagur og bætir við: „Öllu máli skiptir hins vegar að netin sem notuð eru séu alvöru lúsmýsnet frá vönduðum framleiðanda. Við heyrum alltof oft af fólki sem setur upp venjuleg flugnanet sem hægt er að kaupa ódýrt á ýmsum stöðum og duga ágætlega gegn húsflugum og hefðbundnum mýflugum en gagnast engan veginn við lúsmýi,“ upplýsir hann. „Netin okkar eru með um 160 göt á hvern fersentímetra, sem er margfalt þéttara en í hefð- bundnum flugnanetum. Þau eru einnig dökk á lit þannig að þau verða næstum ósýnileg þegar þau eru komin fyrir gluggana.“ Verslunin leggur metnað í að koma vörum til póstsins á hverjum degi þannig að biðtíminn er skammur hjá kaupanda. ■ Nánar á postverslun.is Sérhönnuð net gegn lúsmýi Glugganetið er mikið þarfaþing þar sem lúsmýið heldur sig. MYND/AÐSEND Póstverslun.is hefur ýmsar lausnir á boðstólum til að forðast lúsmýið. Hér er barnið líka varið gegn bit- varginum. Þó að það sé ekki jafn heitt á Íslandi og í hitabylgjunum í Evrópu er ekkert minni þörf á að nota sólarvörn hér, til að verja húðina fyrir geislum sólarinnar. En hvernig virkar þessi blessaða sólarvörn eiginlega? oddurfreyr@frettabladid.is Fyrir skömmu brást BBC við nýlegri hitabylgju í Bretlandi með því að birta fróðlega umfjöllun þar sem þessari spurningu er svarað. Svona virkar sólarvörnin Það er gott að vita hvernig sólarvörn og tölurnar á umbúðum hennar virka. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Flest þekkjum við SPF-töl- urnar sem eru á sólarvörn, en það stendur fyrir Sun Protection Fac- tor. Því hærri tala, því meiri vörn gegn geisluninni. Margar gerðir af sólarvörn eru líka með ákveðið margar stjörnur af fimm mögulegum og það getur verið gott að skilja hvernig þær virka. SPF segir til um vörnina gegn UVB geislun og stjörnurnar segja til um hve mikil vörn fæst gegn UVA geislun í hlutfalli við UVB- vörnina. Ólíkar gerðir geislunar UVA og UVB eru ólíkar bylgju- lengdir sólargeislunar sem koma inn í andrúmsloftið. UVA er tengd öldrun húðar, litarefni í húðinni og húðkrabbameini, sérstak- lega flöguþekjukrabbameini, sem er næstalgengasta tegundin. UVB veldur sólbruna og er tengt ákveðnum tegundum af húð- krabbameini; grunnfrumukrabba- meini, sem er algengasta tegundin, og illkynja sortuæxlum. En sólarvörn kemur ekki algjör- lega í veg fyrir skaða á húðinni þannig að til að fá sem mesta vörn er mælt með því að hylja húðina og leita í skugga þegar sólin er sterkust. Hvernig virka tölurnar? SPF talan segir til um hve mikil UVB geislun kemst að húðinni, ekki beint hve mikil geislun er stöðvuð. Sólarvörn með SPF 15 hleypir einum fimmtánda af geislum sólarinnar að húðinni, eða um 7%. Hún síar því um 93% af UVB geislun. SPF 30 síar hins vegar um 97% prósent. Það þýðir að ef við segjum að þú gætir verið í sólinni í 10 mínútur án sólarvarnar án þess að brenna myndi SPF 15 gefa þér um það bil 15 sinnum meiri vörn, eða um tvo og hálfan tíma í sólinni án þess að brenna. Fjöldi stjarnanna segir svo til um prósentuna af UVA geislun sem er hindruð sem hlutfall af því hve mikil UVB geislun er hindruð. Fimm stjörnur er hámarkið. Þann- ig getur sólarvörn með lágt SPF verið með mörgum stjörnum, því hlutfallið af UVB vörninni er hátt, ekki af því að vörnin er svo svaka mikil. Þannig að það er best að finna vörn með bæði hátt SPF og margar stjörnur. Mikilvægt að bera reglulega á sig Vörnin sem tölurnar segja til um gildir um kjöraðstæður, en flestir bera sólarvörn ekki fullkomlega á sig og hún getur nuddast af með svita eða í vatni. Sérfræðingar telja að flestir beri líka bara á sig um helminginn af ráðlögðu magni. Samtök breskra húðlækna segja að sólarvörn með SPF 30, ásamt verndandi klæðnaði og skugga, veiti næga vörn en að það þurfi að bera hana aftur á að minnsta kosti á tveggja tíma fresti, sama hve talan er há. Samkvæmt Evrópureglum má í mesta lagi markaðssetja sólarvörn með SPF 50+, ekki með 80 eða 100, eins og finnst í sumum löndum. Það er talið misvísandi um vörnina sem er veitt. SPF 50 veitir um 98% vörn og 100 veitir minna en 100% vörn, slíka vörn er ekki hægt að fá. Engin sólarvörn virðist geta virkað allan daginn Sumar sólarvarnir eru markaðs- settar á þeim forsendum að það dugi að bera þær á einu sinni á dag og þær virki í átta tíma ef þær eru notaðar rétt. En sumir húðlæknar mæla samt með því að slík vörn sé notuð á tveggja tíma fresti, eins og önnur sólarvörn, því það sé svo mikil hætta á að húðin þekist ekki alveg eða vörnin nuddist af. Rannsókn frá 2016 komst líka að þeirri niðurstöðu að eftir sex til átta tíma væri vörnin af slíkri sólarvörn búin að minnka um 74%. ■ Vörn sem virkar Mygga er áhrifarík mýflugnafæla sem veitir allt að 9 klukkustunda vörn gegn flugnabiti. Fæst á völdum sölustöðum um land allt. mygga.is 9,5% DEET sprey 2 ára & eldri 20% DEET roll-on 12 ára & eldri 50% DEET sprey 18 ára & eldri After bite Vertu í fríi frá mýi 4 kynningarblað 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURSUMARVARNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.