Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 34
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2022.
Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar. Umsóknum skal fylgja ferilsskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri í síma 863-3297. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Kvíslarskóli leitar að öflugum deildarstjóra
KVÍSLARSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM DEILDARSTJÓRA Í STJÓRNENDATEYMI SITT
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum
einstaklingum í krefjandi verkefnum? Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi
Kvíslarskóla í Mosfellsbæ. Kvíslarskóli er unglingaskóli með 7.-10. bekk sem vinnur í anda
uppbyggingarstefnunnar. Um er að ræða 100% stöðu. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2022.
Deildarstjóri er hluti af stjórnunarteymi skólans. Hann tekur þátt í faglegum ákvörðunum og skipulagi
innra starfs skólans. Hann tekur þátt í stefnumótun, gerð skólanámskrár og þróun áætlana, ásamt
innra mati. Hann tekur á agamálum og fylgist með líðan nemenda og skólasókn í samvinnu við kennara
og foreldra. Deildastjóri situr í nemendaráði og forvarnateymum skólans.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og
umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf kennara með áherslu á
grunnskólastig
• Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
• Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfileikar nauðsynlegir
• Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
• Áhugi á starfsþróun og nýjum og
fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
• Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
Norðurá bs auglýsir eftir verkstjóra við
urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós
Um er að ræða afleysingastarf á tímabilinu 1. september –
31. desember 2022 með möguleika á áframhaldandi starfi.
Starfshlutfall 100%
Í starfinu felst almenn umsjón með rekstri urðunarstaðarins,
stjórn á starfsmannahaldi móttaka, vigtun og skráning á
sorpi til urðunar og skil á upplýsingum um magn og annað
sem varðar rekstur staðarins. Einnig vinna á sorptroðara
og öðrum vinnuvélum við frágang í urðunarhólfi. Um er að
ræða afleysingastarf en góðar líkur á áframhaldandi starfi
að afleysingatíma loknum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Vinnuvélaréttindi
• Almenna tölvukunnáttu ásamt því að viðkomandi geti
unnið sjálfstætt.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er
skilyrði.
• Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi kostur svo og
reynsla af viðhaldi og viðgerðum vinnuvéla.
• Áhersla er lögð á að viðkomandi sé skipulagður og sýnir
frumkvæði og sveigjanleika í starfi og hafi snyrtimennsku
og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi.
• Lögð er áhersla á að viðkomandi sé úrræðagóður og
stundvís.
Launakjör fara eftir samningum Sambands íslenskra
sveitar félaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2022
Nánari upplýsingar veitir Magnús B. Jónsson, s: 899 4719,
mbjorn@simnet.is og þær má jafnframt nálgast á
www.stekkjarvik.is
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið
mbjorn@simnet.is
GRINDAVÍKURBÆR
GRINDAVÍKURBÆR
Laus er til umsóknar staða véla og tækjamanns hjá
Þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar. Leitað er að
metnaða rfullum og traustum einstaklingi sem hefur
áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Konur, jafnt sem
karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Starfs hlutfall
er 100%.
Verksvið og ábyrgð
• Sinnir vélavinnu svo sem snjómokstri, garðslétti og
aðra tilfallandi vélavinnu.
• Minni háttar viðhaldi á vélum og búnaði
þjónustumiðstöðvar.
• Vinnur með vinnuskóla og leysir af sem verkefna
stjóri vinnuskóla.
• Afleysing á þjónustubifreiðum Grindavíkurbæjar.
• Þjónusta við stofnanir Grindavíkurbæjar.
• Öll tilfallandi störf sem fellur til í Þjónustumiðstöð.
Hæfniskröfur
• Reynsla af vélavinna (skilyrði).
• Bílpróf er nauðsynlegt.
• D eða d1 ökuréttindi er kostur.
• Réttindi til farþegaflutninga (400 eða 450).
• Vinnuvélaréttindi (J og I) D réttindi er kostur.
• Reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum
kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags við Sambands íslenskra sveitafélaga.
Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 1. júlí nk.
Senda skal umsókn og starfsferilsskrá á Sigurð R.
Karlsson, yfirmann Þjónustumiðstöðvar á
Siggigh@grindavik.is, nánari upplýsingar í
síma 6607302 frá 07:00 til 16:45 og til 12:00 föstudaga.
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is