Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 6
Ódýrasta flugið úr
landi nú og fram í lok
ágúst er flug Wizz Air á
Luton-völl í London.
Því miður er það
þannig að Icelandair
upplýsir ekki alla
farþega um þessi
réttindi.
Breki Karls-
son, formaður
Neytendasam-
takanna
Þriggja klukkustunda röskun
í innanlandsflugi getur verið
bótaskyld. Margir flugfarþeg
ar eiga rétt á bótum án þess
að vita af því. Hægfara flug
stöðvar um allan heim valda
því að fjöldi fólks sem mætir
tímanlega missir samt af flugi.
Prófmál fram undan.
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR Misbrestur er á að flug
félög upplýsi neytendur um rétt far
þega til að sækja bætur ef röskun
verður á flugi eða þau felld niður.
Óvenju mikið hefur verið um
raskanir undanfarið og þá ekki síst
í innanlandsflugi Icelandair, eins og
Fréttablaðið hefur fjallað um. Ef flug,
gildir einu hvort flugið er innanlands
eða milli landa, frestast um þrjár
klukkustundir eða meira af öðrum
ástæðum en veðri eða náttúruham
förum, á farþegi rétt á bótum sem
nema ekki lægri fjárhæð en 250
evrum. Það nemur rúmum 35.500
krónum miðað við gengi gærdagsins.
Breki Karlsson, formaður Neyt
endasamtakanna, segir að haugur
af málum hafi komið inn á borð
Neytendasamtakanna undanfarið.
„Þetta eru sumpart árstíðabundnar
umkvartanir sem snúa að ferða
mennsku, flugfélögum, pakkaferð
um og öðru þegar flugfélög seinka
ferðum eða fella niður og veita ekki
upplýsingar um fullan rétt farþega
um bætur og réttindi fólks,“ segir
Breki.
Ekki er þó aðeins um árstíðabund
ið annríki tengt sumarferðalögum
að ræða. Vegna vandræða í innan
landsfluginu segir Breki mikilvægt
að benda farþegum á að þeir eigi
rétt á stöðluðum bótum sem nema
250 evrum ef flug þeirra frestast um
meira en þrjá tíma eða er fellt niður.
„Það er ESB Evróputilskipun sem
tryggir okkur þessi réttindi,“ segir
Breki.
Hann segir marga hafa leitað
til Neytendasamtakanna vegna
innanlandsflugsins en einnig eigi
Íslendingar í útistöðum við erlend
f lugfélög og ferðaskrifstofur sem
hækka verð eftir að farþegar telja sig
hafa greitt fullnaðarverð.
Farþegi sem telur sig eiga rétt á
bótum getur nálgast eyðublað á vef
Samgöngustofu.
„Því miður er það þannig að Ice
landair upplýsir ekki alla farþega um
þessi réttindi,“ segir Breki.
Annað mál sem er neytenda
samtökum víða um heim hugleikið
þessa dagana tengist sögulegu álagi
á f lestum flugvöllum heimsins. Í
kjölfar ferðasprengju að loknum
lamandi áhrifum heimsfaraldurs
Covid hefur ekki tekist að manna
störf margra starfsmanna á f lug
völlum eftir samdrátt. Þannig getur
öryggisskoðun tekið marga klukku
tíma. Mörg dæmi eru undanfarið
um að farþegar sem mæta á réttum
tíma fyrir brottför nái ekki að kom
ast í tæka tíð að hliði sínu og missi
því af flugi.
Eftir því sem fram kemur hjá for
manni Neytendasamtakanna eru
dæmi um að það taki farþega allt
að fimm klukkustundir að komast
um f lugstöð frá anddyri á leiðar
enda. Sögð eru dæmi um að afköst
f lugvalla séu innan við 50 prósent
miðað við hefðbundið ástand.
Regnhlífasamtök neytendafélaga
víðs vegar í Evrópu eru að undirbúa
prófmál til úrskurðar eða dóms þar
sem svarað verður hvort f lugfélög
beri ábyrgð á farþega á flugvelli eða
einstaklingurinn sjálfur.
Fréttablaðið náði ekki tali af
Ice landair til að fá viðbrögð f lug
félagsins við gagnrýni formanns
Neytendasamtakanna.
Icelandair sagði fyrr í vikunni að
tímaáætlun hafi staðist í fjórum af
hverjum fimm flugum innanlands
síðustu vikur og hafi orðið bragar
bót. n
Þriggja tíma bið geti skapað bótarétt
ragnarjon@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Nóttin á almennu
tveggja manna hótelherbergi hér
á landi kostar nú í kringum 3040
þúsund krónur, samkvæmt óform
legri könnun Fréttablaðsins sem
framkvæmd var í vikunni. Skoðað
var verð á hótelum af handahófi í
sex bæjarfélögum hringinn í kring
um landið.
Hægt er að finna ódýrari herbergi
en það er í f lestum tilfellum á gisti
heimilum eða farfuglaheimilum. Þá
fylgir yfirleitt ekki morgunverður
og þjónustan ekki eins mikil og á
hefðbundnum hótelum.
Samk væmt verðgreiningu á
hótelum frá Ferðamálastofu hefur
mikið ris orðið í verðlagi hótela frá
2020, en það ár lækkuðu hótelher
bergi mikið í verði vegna heims
faraldurs sem þá geisaði.
Verðið er nú að leita í eðlilegt far
á ný, að sögn Jakobs Rolfssonar,
forstöðumanns rannsókna og töl
fræðisviðs Ferðamálastofu. „Það
er yfirleitt verið að bera saman til
dæmis 2019 og 2022 og við erum
að sjá að þetta er að leita í sömu
mynstur,“ segir Jakob.
Hann telur þó ekki rétt að tala
um að verð sé orðið of hátt. „Þótt
Íslendingum finnist 40 þúsund fyrir
hótelherbergi mikið á háannatíma
á þéttsetnum ferðamannastað þá
er það alls ekkert brjálað, miðað
við hver eftirspurnin er núna,“ segir
Jakob.
Snorri Pétur Eggertsson, fram
kvæmdastjóri sölu og markaðs
sviðs Kea hótela, segir að fullyrða
megi að eftirspurn sé komin á sama
stað og 2019 á f lestum stöðum á
landinu.
Snorri segir að með vaxandi eftir
spurn muni verð hækka. „Verðlagn
ing er langt yfir því verði sem var í
gangi í Covid og eftirspurnin hefur
boðið upp á verðlagningu sem er
meira að segja stundum hærri en
2019,“ segir hann og bætir við: „Í
Covid nýttu Íslendingar sér lága
verðlagningu á þeim tíma, sem var
gott fyrir báða aðila. En sú verðlagn
ing stendur ekki undir hótelrekstri
á Íslandi.“
Aðspurður segir Snorri að Íslend
ingar séu að bóka í mun minna mæli
en áður. „Með hækkandi verði þá
fækkar Íslendingum verulega, sér
staklega á lægra verðlögðum hót
elum, þriggja stjörnu hótelum. Þau
eru orðin of dýr fyrir Íslendinga
svona almennt séð,“ segir Snorri. n
Hótelherbergi aftur á fullu verði
Jakob Rolfsson,
forstöðumaður
rannsókna og
tölfræðisviðs
Ferðamálastofu
ninarichter@frettabladid.is
FERÐALÖG Ódýrasti f lugáfanga
staðurinn í sumar miðað við verð
dagsins er til Lundúna með ung
verska flugfélaginu Wizz air. Hægt
er að bóka þriggja daga helgarferð til
borgarinnar í ágúst, með flugi fram
og til baka fyrir 14.500 krónur. Næst
ódýrustu ferðirnar á tímabilinu eru
ferðir með flugfélaginu EasyJet.
Wizz Air hefur flugleiðir frá Dam
mam, konungsríkinu SádiArabíu, til
Rómar, Vínar og Abu Dhabi í septem
ber 2022.
Nýju áfangastaðirnir þykja marka
tímamót í aðgengi íbúa Sameinuðu
arabísku furstadæmanna að lág
gjaldaflugi til Evrópu, og aðgengi
Evrópubúa að svæðinu. Ódýrustu
fargjöldin eru auglýst á 3.500 krónur
aðra leið frá meginlandi Evrópu.
Sé leitað að hagstæðasta verði á
pakkaferðum til sólarlanda fyrir
f jögurra manna fjölskyldu hjá
íslenskum ferðaskrifstofum frá deg
inum í dag og fram í lok ágúst, bjóða
Heimsferðir besta verðið, samkvæmt
óformlegri könnun blaðsins. Þar er
boðin átta nátta ferð til Tenerife á
63.975 krónur á mann. n
Ódýrast að fljúga
til London í sumar
Þegar ferðinni er heitið til London er
ódýrast að lenda í Luton.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Íslenskir ferðalangar hafa lent í alls konar flugvandræðum síðustu vikur. Sumir flugvellir virðast aðeins vera á hálfum
afköstum og eru bótakröfur tíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Flugsprettur
TENERIFE báðar leiðir 27. júní - 05. júlí frá 49.900 kr.
ALMERÍA báðar leiðir 27. júní - 07. júlí frá 49.900 kr.
ALICANTE aðra leið 28. júní frá 19.900 kr.
MALLORCA báðar leiðir 29. júní - 06. júlí frá 49.900 kr.
MALAGA báðar leiðir 30. júní - 11. júlí frá 29.900 kr.
VERONA báðar leiðir 03. - 10. júlí frá 39.900 kr.
FLEIRI FLUG Í BOÐI TIL ÍTALÍU Á ÓTRÚLEGU VERÐI !
ÚTSALA!SÍÐUSTU SÆTIN Í JÚNÍ
VERÐIÐ LÆKKAR EN BENSÍNIÐ HÆKKAR!
info@plusferdir.is www.plusferdir.is
6 Fréttir 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ