Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 52
Ég sagði bara: út með það, er ég með krabba- mein? Súsanna Sif Jónsdóttir greind- ist með krabbamein árið 2017 og hefur glímt við ófrjósemi síðan hún fór í sína fyrstu lyfjameðferð. Súsanna eignað- ist stúlku í febrúar eftir fjöl- margar tilraunir en krabba- meinið hefur ágerst og stefnir Súsanna nú á stofnfrumumeð- ferð í Svíþjóð í ágúst. Ég vissi að ég var veik en mig grunaði ekki að ég væri með krabbamein,“ segir Súsanna Sif Jónsdóttir, en hún greindist fyrst með krabbamein árið 2017, þá aðeins 26 ára gömul. „Ég var búin að vera veik lengi og fara á milli lækna en þeir héldu allt- af að þetta tengdist vefjagigt sem ég hafði greinst með sem barn,“ segir Súsanna. Þar til hún greindist með krabbameinið hafði hún í langan tíma verið slöpp og þreytt með hita ásamt því að hún hafði grennst mikið. „Það var svo að ég held sjötti læknirinn sem ég fór til sem tók eftir því að ég var rauð á olnboganum og ákvað að taka sýni. Mér fannst þetta eitthvað skrítið af því ég hafði ekk- ert farið til hennar út af þessu en hafði verið svona í þrjú ár, hélt að þetta væri bara þurrkblettur,“ segir Súsanna. Í ljós kom að hvítblóðkorn var að finna í sýninu og Súsanna var með eitilfrumukrabbamein. „Þegar læknirinn hringdi í mig var ég akk- úrat á leiðinni til hennar og hún sagði mér að sleppa því bara og fara upp á spítala og hitta lækni þar,“ útskýrir hún. „Ég spurði bara strax hvað væri í gangi og hún sagði að það væri varðandi sýnið og vildi ekki segja mér meira í gegnum símann, ég sagði bara: út með það, er ég með krabbamein eða ...?“ Súsanna segir að þegar læknirinn hafi svarað spurningu hennar ját- andi hafi henni verið mjög brugðið og kviðið því að segja fjölskyldu sinni fréttirnar. Súsanna er enn með Grunaði ekki að ég væri með krabbamein Súsanna greind- ist með eitil- frumukrabba- mein árið 2017. Í kjölfar krabba- meinsmeðferða hefur hún glímt við ófrjósemi en í febrúar eignað- ist hún dóttur með eiginmanni sínum eftir frjó- semismeðferð í Grikklandi. Fréttablaðið/ anton brink Súsanna varð mikið veik og missti allt hárið í sinni fyrstu lyfjameðferð. krabbameinið sem hefur fylgt henni í fimm ár og margt hefur breyst hjá henni á þeim árum. „Þegar ég greindist var mér sagt að við værum ekki mörg hérna á Íslandi með þetta krabbamein og að ég sé á fyrsta stigi og hafi líklega verið á því í mörg ár,“ segir Súsanna. „Svo var mér bent á að 90 pró- sent þeirra sem greinist með þetta krabbamein í heiminum fari aldrei af fyrsta stigi yfir á annað, þriðja eða fjórða stig og deyi því ekki úr sjúk- dómnum heldur með hann.“ Raunin varð önnur hjá Súsönnu sem hefur þurft að fara í fjölda geisla- og lyfjameðferða til að reyna að sigrast á krabbameininu. „Flest- ir sem greinast með eitilfrumu- krabbamein finna það þegar eitl- arnir stækka en mitt var fyrst bara í húðinni og kom fram í þessum blettum, eins og blettinum sem var á olnboganum,“ segir Súsanna sem er með fjölda bletta á líkamanum sem líkjast, líkt og henni fannst fyrst, einna helst þurrk- eða exem- blettum. „Þarna fyrst eftir að ég fékk að heyra að þetta væri á fyrsta stigi og verði líklega þannig, varð ég ekki beint hrædd eða stressuð og grunaði ekki að þetta væri svona alvarlegt. Ég átti bara að fara í ljósameðferðir og halda þessu niðri þannig,“ segir Súsanna, sem kláraði ljósameðferð og var farið að líða betur þar til hún fann einn daginn hnúð undir húð- inni. Við það breyttist allt og krabba- meinið var ekki lengur eins auðvelt viðureignar og litið hafði út fyrir í upphafi. Það hafði stökkbreyst og Súsanna átti að fara í lyfjameðferð viku eftir að stökkbreytingin fannst. „Ég skildi ekkert hvað var að gerast og að ég væri ekki ein af þessum 90 prósentum sem talað hafði verið um að myndu ekki deyja úr þessum sjúk- dómi heldur með hann,“ segir hún. 30-70 prósent líkur á ófrjósemi Í vikunni sem leið áður en Súsanna fór í lyfjameðferðina fóru læknarnir hennar vel yfir það sem fram undan var með henni. Þá fékk hún þær upplýsingar að um 30-70 prósent líkur væru á því að í kjölfar með- ferðarinnar yrði Súsanna ófrjó. Á heimasíðu Krafts, stuðnings- félags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur þeirra, segir að konum sem gangast undir krabbameinsmeð- ferð sé ekki ráðlagt að verða barns- hafandi meðan á meðferð stendur þar sem krabbameinsmeðferðin geti skaðað fóstrið. Slíkar meðferðir geti haft mismunandi áhrif á frjó- semi bæði karla og kvenna. Þá sé í vissum tilfellum hægt að örva eggjastokka kvenna áður en meðferð hefst til að hægt sé að ná úr þeim eggjum til að nota síðar í tæknifrjóvgun. Súsanna hafði nauman tíma áður en lyfjameðferð átti að hefjast og gat því ekki geymt egg. Hún var þá viss um það að hún vildi eignast barn en Súsanna eign- aðist andvana son árið 2010. „Ég hef verið móðir án barns í 12 ár og vissi strax að ég ætlaði að eign- ast barn og það tók á mig að heyra hversu miklar líkurnar á ófrjósemi væru hjá mér eftir lyfjameðferðina,“ Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 24 Helgin 25. júní 2022 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.