Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 54
Ég held að það séu
kostir og gallar við
NFT-heiminn.
Umhverfishliðin á
þessu er hrikaleg.
Cat Gundry-Beck
NFT er tækni sem
vottar uppruna og
viðskiptasögu verks
– svipað og til dæmis
stór uppboðshús gera.
þegar þau selja málverk
á milljónir dollara
Á stafrænni öld er fjölföldun listaverka lítið
mál. Framleiðendur og stofnanir hafa löngum
barist við þessa hliðarafurð hins ótakmarkaða
aðgengis og þannig hefur myndast þörf fyrir
fyrirbæri á borð við NFT.
NFT er skammstöfun á enska heitinu Non-fungible
token, sem er leið til að merkja stafræn listaverk og
skapa þannig eins konar stafrænt vottorð um eignar-
hald sem síðan má kaupa og selja.
NFT-heimurinn er nátengdur rafmyntaheiminum og
þar hefur dregið til tíðinda síðustu vikur þar sem stórar
vendingar á mörkuðum sendu virði Bitcoin í lægstu
lægðir síðan 2020 og The New York Times áætlaði að
300 milljarðar bandaríkjadala hefðu tapast á rafmynta-
mörkuðum á einni viku, svo að talað var um hrun.
En hvaða þýðingu hefur NFT tæknin fyrir listaheiminn
og borgar það sig fyrir listamenn að stunda viðskipti á
þessum nýja vettvangi? ■ Ljósmynd úr Geldingadölum eftir Cat Gundry-Beck, fagljósmyndara og áhugakonu um NFT-viðskipti.
Bergur Ebbi Benediktsson, fyrir-
lesari og rithöfundur.
Cat Gundry-Beck ljósmyndari.
Mynd/norris niMan
Snjöll aukabúgrein
Cat Gundry-Beck er írskur ljós-
myndari á Íslandi. Hún byrjaði að
selja list á NFT-formi í fyrra eftir
að vinur hennar, sem er á kafi í
þeim bransa, hvatti hana ein-
dregið til þess. Hún segist hafa
hikað í fyrstu af ótta við að aukin
samfélagsmiðlavinna myndi taka
toll af geðheilsunni, en hún upp-
lifði mikið álag vegna Instagram.
Cat segir þó Twitter-samfélagið
hafa reynst nærandi. Hún kynnt-
ist kvennarýmum þar sem konur
ræddu NFT-bransann og valdefl-
ingu, meðal annars. „Þetta var
líka dýrmæt þjálfun fyrir mig í að
tjá mig á opinberum vettvangi.
Þó að það sé ógeðslega krefjandi
að gera það, þá var þetta líka
öruggt svæði til að tjá sig þar
sem enginn getur séð mann, þó
að þarna séu kannski 200 manns
að hlusta á mann tala,“ segir
hún og bendir á að hún hafi nýtt
reynsluna með hagnýtum hætti
þegar henni var boðið í viðtal hjá
írska ríkisútvarpinu. „Þá var miklu
auðveldara að gera þetta, vegna
þess að ég var orðin svo vön að
tala fyrir framan fólk í gegnum
rýmin á Twitter.“
Cat segir NFT-bransann hafa
kynnt hana fyrir fjölbreyttari
hópi listafólks en hún hafði
umgengist fram að því, sem hún
segir hafa veitt sér mikinn inn-
blástur. „Á Instagram ýtir reikni-
ritinn þér út í að sjá bara eitthvað
eitt ákveðið. Ég sé til dæmis
eingöngu ferðaljósmyndir eða
tískuljósmyndir,“ segir hún. „En á
Twitter fékk ég að sjá alls konar
NFT-list af öllum toga.“
Aðspurð hvort tilkoma NFT-
tækninnar hafi áhrif á hvers
konar list hún sendi frá sér svarar
hún játandi. Cat segir að inn-
blásturinn hafi komið til hennar
eitt kvöldið og hún hafi orðið svo
gersamlega heltekin af hugmynd
um níu mynda syrpu sem hana
langaði að vinna, undir þema
vald eflingar, og selja myndirnar
sem NFT. Þegar þessi orð eru
rituð eru fimm myndir seldar af
átta og greitt í rafmynt.
„Ég hafði þessa hugmynd um
að taka tvær ljósmyndir og láta
þær spegla hvor aðra. Þetta var í
fyrsta sinn í svo rosalega langan
tíma sem ég var að búa til list,
til þess eins að búa til list. Mér
fannst ég orðin svo aftengd þess-
ari hlið á sjálfri mér,“ segir hún.
Cat tekur dæmi um ljósmynd
þar sem hún setti ísjaka á efri
hluta myndar og lét eldfjall
spegla jakann á neðri hluta
myndarinnar. „Þetta var svo
spennandi og ég varð að sjá strax
hvort þetta virkaði.“ Hún gaf
verkefninu titilinn „Moments of
empowerment“, eða „Augnabliks
valdefling“.
Hverri og einni mynd fylgdi
saga. „Hver saga var svona tví-
þætt. Ein þeirra snerist um verk
sem mér var boðið, verk sem mig
langaði ekki að vinna, og mér
fannst eitthvað hallærislegt að
segja nei við peningum. Þetta var
samt ekki það vel borgað og var
ekki inni á mínu áhugasviði. Ég
afþakkaði verkið og leið ömur-
lega yfir því. Ég hafði ekki verið
með neitt annað á dagskrá þann
dag. En ég vissi einhvern veginn
að ég þyrfti að nýta þennan dag
í að einblína á stefnuna sem ég
vildi taka með ferilinn. Síðan var
mér allt í einu boðið verkefni sem
þurfti að gerast akkúrat þennan
dag, fyrir hönnuð sem vinnur
mikið með valdeflingu. Þetta
var algjörlega á minni línu, og
myndirnar eru með mínum eftir-
lætismyndum á ferlinum. Þetta
var svakalega spennandi og þessi
vinna leiddi af sér aðra töku sem
síðan endaði í breska Vogue,“
segir Cat og hlær.
Hún kveðst fagna þessu tæki-
færi til að nota röddina. „Það eru
svo fáir starfandi kvenljósmynd-
arar og fáar konur í NFT-geiran-
um. Mig langar að vera skapandi
á þessu sviði svo að aðrir sjái að
þetta sé hægt. Og svo langar mig
að kasta niður reipinu og hífa
annað fólk upp. Það er planið.“
Cat er um þessar mundir stödd
á NFT-ráðstefnu í New York. „Þar
mætast fagmenn og listamenn úr
bransanum og oftar en ekki eru
NFT-safnarar sjálfir listamenn.
Það er gott samfélag í kringum
NFT, þar sem listamenn styðja
aðra listamenn.“
Aðspurð hvort hún fái einhvern
tímann efasemdir um lögmæti
NFT svarar hún: „Já, alveg algjör-
lega. Ég held að það séu kostir og
gallar við NFT-heiminn. Umhverf-
ishliðin á þessu er hrikaleg. Þess
vegna er ég ekki að hella mér
alfarið í þetta,“ svarar hún. „Þetta
er mjög „upp og niður-bransi“
og getur rústað geðheilsunni
hjá fólki ef öll eggin eru í þessari
körfu. Ég sé þetta sem snjalla
aukabúgrein,“ segir Cat Gundry
Beck.
Eru einstök
rafræn skírteini
einstök vitleysa?
Vottunartæknin nauðsynleg
Að sögn Bergs Ebba Benedikts-
sonar, rithöfundar og fyrirles-
ara, er óséð hvort NFT-tæknin,
eða einstök rafræn skírteini,
komi til með að þjóna hags-
munum fjármálaheimsins betur
en þorra listafólks.
Bergur Ebbi hefur skrifað
um framtíð stafrænnar tækni
og samspil stafrænnar tækni
og sköpunar. Hann hefur flutt
fyrirlestra um tengd efni við
Listaháskóla Íslands. Aðspurður
um framtíð NFT í listheiminum,
nefnir hann að rétt sé að byrja
á að líta heildstætt á hagfræði-
legan hluta skapandi greina.
„Samskipti fjármálaheimsins
og listaheimsins er jafn gömul
þeim báðum og þar er margt
þversagnarkennt að finna,“ segir
Bergur Ebbi.
Samstaðan um verðmæti
„Eins og fólk veit þá geta listaverk
orðið gríðarlega verðmæt þó að
langflest þeirra verði það ekki.
Á ákveðnum tímum verður til
samstaða um að listaverk eftir
ákveðna höfunda frá ákveðnum
tímabilum séu verðlögð hátt, og
í raun er ekkert sem heldur uppi
verði þessara verka annað en um-
rædd samstaða,“ segir hann.
Bergur Ebbi telur að slík sam-
staða náist aldrei að byggjast
upp nema fyrir hendi sé kerfi
sem vottar uppruna og sérstöðu
listaverksins. Þegar komi að
hefðbundnum listaverkum, til
dæmis myndlistarverkum, sé
slíkt kerfi í höndum alþjóðlegs
nets listasafna, safnara, listfræð-
inga, gallería og uppboðshúsa,
sem sum hafa aldalanga sögu.
Virði NFT byggt á
spákaupmennsku
„En þegar kemur að stafrænum
listaverkum hefur slíkt kerfi að
litlu leyti verið til staðar. NFT
gætu breytt því, og hafa gert það
að ákveðnu leyti, því NFT er tækni
sem vottar uppruna og viðskipta-
sögu verks – svipað og til dæmis
stór uppboðshús gera þegar þau
selja málverk á milljónir dollara,“
segir hann. „Hvort kerfi byggt á
NFT-tækni sé nægjanlegt til að
halda uppi umræddri samstöðu
um virði listaverka getur aðeins
tíminn leitt í ljós, en það er ljóst
að einhverjir hafa mikla trú á því
og það orsakar miklar verðhækk-
anir. En eins og þessi röksemda-
færsla ber með sér, eru þær í raun
að mestu byggðar á spákaup-
mennsku.“
Bergur Ebbi bætir við að hvort
NFT sé yfir höfuð gagnlegt lista-
fólki feli einnig í sér þversagnir.
„Í heimi lista höfum við í langan
tíma horft upp á miklar öfgar í
verðlagningu. Sum listaverk eru
metin milljónfalt verðmætari en
önnur. Það má meðal annars rekja
til þess að það getur gagnast fjár-
málaheiminum að skapa eitthvað
sem er ómetanlegt,“ segir hann.
List sem geymir og ver auð
Listaverk geti til dæmis verið
metin gríðarlega verðmæt til
að þenja út eignasöfn, og í raun
kunni að vera erfitt að mótmæla
því verði sem stillt er upp vegna
þess að það er ekki hægt að bera
eitt listaverk saman við annað,
„því hvert og eitt þeirra er ein-
stakt,“ segir hann. „Á þennan hátt
hafa listaverk lengi verið notuð
til að geyma og verja auð, sem að
öðrum kosti væri eftir atvikum
bútaður niður og skattlagður
eftir reglum hvers samfélags.“
Bergur Ebbi segir að því sé hætt
við að NFT muni á sambærilegan
hátt breytast í kerfi sem henti
fjármálaheiminum betur heldur
en þorra listafólks, þó að ekki sé
víst að svo verði. Hann telur alla-
vega víst að NFT, eða sambærileg
vottunartækni, verði nauðsynleg
til að ljá stafrænni sköpun ein-
hvers konar peningalegt gildi. „En
hvernig þeim peningum verður
ráðstafað á tíminn eftir að leiða
í ljós.“
Nína
Richter
ninarichter
@frettabladid.is
26 Helgin 25. júní 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið