Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 48
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Nóg er um að vera á Akra-
nesi um helgina en þar fer
fram heimildarmyndahátíð-
in IceDocs með fjölbreyttri
dagskrá fyrir alla aldurs-
hópa. Kvikmyndasýningar,
karnival-ball og fleira.
Alþjóðlega heimildarmyndahátíð-
in IceDocs var sett í fjórða sinn á
Akranesi síðastliðinn miðvikudag.
Fjölbreytt dagskrá hefur verið í
bænum síðustu daga en hátíðinni
lýkur á morgun.
Ingibjörg Halldórsdóttir, einn
stofnenda hátíðarinnar, segir
stemninguna í bænum góða. Tutt-
ugu erlendir gestir eru á staðnum
í tengslum við hátíðina, en hún
hefur einnig verið vel sótt af
heimafólki og innlendum gestum.
Fyrir þau sem vilja leggja leið
sína upp á Skaga um helgina er
af nógu að taka. Ingibjörg nefnir
sérstaklega sýningu á myndinni
Young Plato, sem er heim-
ildarmynd um drengjaskóla á
Norður-Írlandi, en aðalsöguhetja
myndarinnar, skólastjórinn Kevin
McArevey, er gestur á hátíðinni.
Kevin mun svara spurningum
áhorfenda að sýningu lokinni en
Sólveig Jónsdóttir stýrir umræð-
unum.
„Kevin er norður-írskur skóla-
stjóri í drengjaskóla þar. Hann
notar heimspeki mikið í skóla-
starfinu til að kenna börnunum
virðingu gagnvart hvert öðru og
annað slíkt. Inn í heimspekina
vefjast þessi átök sem hafa verið
á svæðinu og hvernig er best fyrir
börnin að bregðast við því ástandi.
Í lýsingu myndarinnar segir að
viska grísku heimspekinganna
sé notuð til þess að berjast gegn
fátækt, fíkniefnavanda og Írska
lýðveldishernum og til þess að
endurvekja von í hjarta illa leikins
samfélags,“ segir Ingibjörg.
„Í myndinni er fylgst með skóla-
starfinu. Þetta er mjög skemmtileg
mynd en hún hefur verið þessi
óvænta mynd á hátíðum í ár. Mynd
sem enginn bjóst við miklu af en
svo hefur hún verið mjög vinsæl og
hlotið fullt af verðlaunum.“
Ókeypis aðgangur
Alla helgina verður hægt að horfa
á áhugaverðar heimildarmyndir
hvaðanæva að úr heiminum í Bíó-
höllinni á Akranesi, en ókeypis er
inn á allar myndirnar. Þetta er því
Heimspeki,
ball og
karnival
Góð stemning hefur verið á hátíðinni í vikunni. MYND/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR
Stilla úr
myndinni Young
Plato sem fjallar
um skólastjór-
ann Kevin sem
notar heimspeki
við að kenna
drengjum sam-
skipti.
MYND/AÐSEND
Eliza Reid flutti
opnunarávarp
við setningu
hátíðarinnar á
miðvikudags-
kvöldið.
tilvalið tækifæri fyrir heimafólk
að skella sér í bíó en líka fyrir íbúa
höfuðborgarsvæðisins að skella
sér upp á Skaga, horfa á eina til
tvær heimildarmyndir og njóta
svo þess sem bærinn hefur upp
á að bjóða. Kíkja á Langasand,
skella sér í Guðlaugu og fá sér að
borða á einum af veitingastöðum
bæjarins.
Fyrir barnafólk er líka margt
skemmtilegt í gangi á hátíðinni,
en fyrr í vikunni var haldið nám-
skeið í heimildarmyndagerð fyrir
8-12 ára börn. Á námskeiðinu
voru gerðar 10 heimildarmyndir
sem verða sýndar klukkan 12.00 á
Bókasafni Akraness.
„Við verðum líka með barna-
karnival við Bíóhöllina á milli
12.30 og 14.00. Þar verður rat-
leikur. Bollywood-dansar, phena-
kistoscope-gerð, sem er gömul
aðferð til að búa til hreyfimyndir,
og margt f leira skemmtilegt. Þá
verða einnig veitingar í boði,“
segir Ingibjörg.
Í kvöld verður haldið ball með
Inspector Spacetime, Högna Egils
og DJ Ívari Pétri og segist Ingibjörg
vonast til að sem flestir mæti og
dansi fram á nótt.
„Á morgun verður svo lokaat-
höfnin og verðlaunaafhending.
Dómnefndir veita verðlaun fyrir
bestu myndir hátíðarinnar og besti
áhorfandinn fær áhorfendaverð-
laun,“ segir hún.
Ingibjörg segir að hátíðin sé farin
að festa sig í sessi sem fastur við-
burður á Akranesi og heimafólkið
taki henni fagnandi.
„Við erum mjög ánægð með þátt-
töku þeirra.“ n
Allar upplýsingar um dagskrána
má finna á Icedocs.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
6 kynningarblað A L LT 25. júní 2022 LAUGARDAGUR