Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 48
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Nóg er um að vera á Akra- nesi um helgina en þar fer fram heimildarmyndahátíð- in IceDocs með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurs- hópa. Kvikmyndasýningar, karnival-ball og fleira. Alþjóðlega heimildarmyndahátíð- in IceDocs var sett í fjórða sinn á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Fjölbreytt dagskrá hefur verið í bænum síðustu daga en hátíðinni lýkur á morgun. Ingibjörg Halldórsdóttir, einn stofnenda hátíðarinnar, segir stemninguna í bænum góða. Tutt- ugu erlendir gestir eru á staðnum í tengslum við hátíðina, en hún hefur einnig verið vel sótt af heimafólki og innlendum gestum. Fyrir þau sem vilja leggja leið sína upp á Skaga um helgina er af nógu að taka. Ingibjörg nefnir sérstaklega sýningu á myndinni Young Plato, sem er heim- ildarmynd um drengjaskóla á Norður-Írlandi, en aðalsöguhetja myndarinnar, skólastjórinn Kevin McArevey, er gestur á hátíðinni. Kevin mun svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni en Sólveig Jónsdóttir stýrir umræð- unum. „Kevin er norður-írskur skóla- stjóri í drengjaskóla þar. Hann notar heimspeki mikið í skóla- starfinu til að kenna börnunum virðingu gagnvart hvert öðru og annað slíkt. Inn í heimspekina vefjast þessi átök sem hafa verið á svæðinu og hvernig er best fyrir börnin að bregðast við því ástandi. Í lýsingu myndarinnar segir að viska grísku heimspekinganna sé notuð til þess að berjast gegn fátækt, fíkniefnavanda og Írska lýðveldishernum og til þess að endurvekja von í hjarta illa leikins samfélags,“ segir Ingibjörg. „Í myndinni er fylgst með skóla- starfinu. Þetta er mjög skemmtileg mynd en hún hefur verið þessi óvænta mynd á hátíðum í ár. Mynd sem enginn bjóst við miklu af en svo hefur hún verið mjög vinsæl og hlotið fullt af verðlaunum.“ Ókeypis aðgangur Alla helgina verður hægt að horfa á áhugaverðar heimildarmyndir hvaðanæva að úr heiminum í Bíó- höllinni á Akranesi, en ókeypis er inn á allar myndirnar. Þetta er því Heimspeki, ball og karnival Góð stemning hefur verið á hátíðinni í vikunni. MYND/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Stilla úr myndinni Young Plato sem fjallar um skólastjór- ann Kevin sem notar heimspeki við að kenna drengjum sam- skipti. MYND/AÐSEND Eliza Reid flutti opnunarávarp við setningu hátíðarinnar á miðvikudags- kvöldið. tilvalið tækifæri fyrir heimafólk að skella sér í bíó en líka fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að skella sér upp á Skaga, horfa á eina til tvær heimildarmyndir og njóta svo þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Kíkja á Langasand, skella sér í Guðlaugu og fá sér að borða á einum af veitingastöðum bæjarins. Fyrir barnafólk er líka margt skemmtilegt í gangi á hátíðinni, en fyrr í vikunni var haldið nám- skeið í heimildarmyndagerð fyrir 8-12 ára börn. Á námskeiðinu voru gerðar 10 heimildarmyndir sem verða sýndar klukkan 12.00 á Bókasafni Akraness. „Við verðum líka með barna- karnival við Bíóhöllina á milli 12.30 og 14.00. Þar verður rat- leikur. Bollywood-dansar, phena- kistoscope-gerð, sem er gömul aðferð til að búa til hreyfimyndir, og margt f leira skemmtilegt. Þá verða einnig veitingar í boði,“ segir Ingibjörg. Í kvöld verður haldið ball með Inspector Spacetime, Högna Egils og DJ Ívari Pétri og segist Ingibjörg vonast til að sem flestir mæti og dansi fram á nótt. „Á morgun verður svo lokaat- höfnin og verðlaunaafhending. Dómnefndir veita verðlaun fyrir bestu myndir hátíðarinnar og besti áhorfandinn fær áhorfendaverð- laun,“ segir hún. Ingibjörg segir að hátíðin sé farin að festa sig í sessi sem fastur við- burður á Akranesi og heimafólkið taki henni fagnandi. „Við erum mjög ánægð með þátt- töku þeirra.“ n Allar upplýsingar um dagskrána má finna á Icedocs.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið 6 kynningarblað A L LT 25. júní 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.