Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 16
hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið í 116 daga í embætti frá því að hún endurnýjaði umboð sitt sem formaður KSÍ. Í kosningabaráttu sinni talaði Vanda mikið um 100 daga áætlun sína í starfi og þar ætlaði hún að ýta hinum ýmsu verkefnum af stað. „Ég er einmitt núna að vinna skýrslu um 100 dagana til að senda á félögin,“ segir Vanda í svari við fyrir- spurn Fréttablaðsins hvernig gengið hefði að fylgja eftir áætluninni. Vanda og Guðmundur Ari Sigur- jónsson, samstarfsmaður hennar, tóku niður þau atriði sem félögin í landinu nefndu. „Við flokkuðum þau niður og við hjá KSÍ höfum verið að vinna að framgangi þeirra, annaðhvort að ljúka við eða koma í ferli. Þetta eru mörg og ólík verkefni sem snúa að þáttum eins og fræðslu, mótamálum, leyfiskerfi og stuðningi við félögin,“ segir Vanda. Vanda hefur setið fundi með fimm ráðherrum til að leysa úr þeim vandamálum sem eru á borði KSÍ. „Við höfum rætt um stuðning ríkisvaldsins við knattspyrnu, um útbreiðslu, aðstöðu, lýðheilsu og þann félagslega og fjárhagslega ávinning sem fjárfesting í fótbolta og öðrum íþróttum hefur í för með sér. Við höfum miklar væntingar um að þessir fundir muni skila sér í auknum stuðningi,“ segir Vanda. Á næstunni ætlar Vanda svo með skrifstofu sína á ferð og flug um land- ið. „Þá ætlum við að vera með skrif- stofu KSÍ á ferð um landið, það er að fara á staðina, vera með fundi og fræðslu, svara spurningum og fleira.“ Einnig er unnið að stefnumótun með hjálp UEFA. „Þá eru nokkrir starfs- hópar annaðhvort teknir til starfa eða eru í burðarliðnum, meðal ann- ars starfshópur um þjóðarleikvang og um varalið. Ekki má gleyma einu stærsta málinu, sem er stefnumótun KSÍ til 2026 sem er unnin með UEFA. Þar á bæ hefur slík stefnumótun verið framkvæmd í mörgum löndum og skilað mjög góðum árangri.“ n Von á skýrslu frá Vöndu um starfið Eftir yfirburðasigur er Vanda ánægð með það hvernig tekist hefur til á um 100 dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áður en íslenska kvenna- landsliðið hefur leik á Evr- ópumótinu í Englandi þarf að vinna mörg handtök til að allt skipulag á mótinu virki. helgi@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í sumar. Það eru þó ekki bara leikmenn sem þurfa að undirbúa sig fyrir átökin innan vallar, heldur eru verkefni starfs- fólks utan vallar ansi mörg. Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður KSÍ, segist finna fyrir því í skipu- lagningu mótsins að knattspyrna í kvennaflokki sé vaxandi í Evrópu. „Við finnum það. Við erum með f leira starfsfólk. Reynslan hefur kennt okkur ýmislegt. Staðallinn hefur bara hækkað, bæði hjá UEFA og okkur,“ segir Óskar. Hann starf- aði einnig hjá KSÍ þegar kvenna- landsliðið fór síðast á stórmót, EM í Hollandi, þá sem fjölmiðlafulltrúi. Alls eru 27 starfsmenn á vegum Knattspyrnusambands Íslands sem starfa í kringum landsliðið á mót- inu. Í þeim hópi eru þjálfarateymið, leikgreinendur, f jölmiðlateymi, kokkur, sjúkrateymi, búningastjór- ar, öryggistjóri og f leira starfsfólk. Þá mun enska knattspyrnusam- bandið útvega tvo starfsmenn sem verða til taks fyrir íslenska hópinn meðan hann dvelur á Englandi, auk rútubílstjóra til að sjá til þess að hann komist leiðar sinnar. Óskar segir góða blöndu af nýju og reynslumeira fólki í hópi starfs- manna í kringum landsliðið á EM. „Þetta er blanda af reynslumiklu og öflugu fólki sem hefur verið í þessu í mörg ár og nýrra fólki sem kemur með nýjar og ferskar hugmyndir. Blandan er svipuð og í leikmanna- hópnum,“ segir Óskar, en alls eru ellefu leikmenn í íslenska liðinu að fara á sitt fyrsta stórmót, í bland við reynslumeiri leikmenn sem eru vanari stærsta sviðinu. Langur undirbúningur Það þarf að horfa til margra þátta, líkt og gistingar, rútuferða og svo framvegis. Alls eru gistinæturnar meðan á Evrópumótinu stendur 650 talsins. Ef allt gengur að óskum verða þær f leiri. Það byggist allt á því hversu langt stelpurnar okkar ná á mótinu. Undirbúningur KSÍ fyrir mótið hefur tekið langan tíma, enda í mörg horn að líta. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því í tíma, dögum eða klukkustundum, en þetta er gríðar- lega umfangsmikið,“ segir Óskar. „Við vorum byrjuð að undirbúa okkur um leið og liðið tryggði sig inn á mótið. En hópurinn sem hefur verið mest í undirbúningnum er búinn að vera frá því í haust. Hann hefur verið í samskiptum við UEFA, enska knattspyrnusambandið og skoðað aðstæður úti í Englandi, bæði hótel og velli,“ sagði hann að lokum. Tæpar 300 milljónir í boði Töluverðir fjármunir eru í boði á mótinu en ofan á þær 600 þúsund evrur sem KSÍ fær fyrir það að liðið hafi komist inn á mótið geta ýmiss konar aukagreiðslur bæst við. Fyrir hvern sigur á mótinu fást það sem nemur rúmar 14 milljónir króna. Fyrir jafntef li fæst helmingur af þeirri upphæð. Þá fær KSÍ hátt í 29 milljónir króna í vasann, takist lið- inu að komast upp úr sínum riðli. Færi Ísland einnig áfram úr 8 liða úrslitum og í undanúrslit, fengi það hátt í 45 milljónir króna og tækist liðinu að komast alla leið í úrslit væri það öruggt með 59 milljónir króna. Fyrir að vinna mótið fást svo um 92 milljónir króna. Þetta þýðir að Evrópumeistararnir munu fá um 292 milljónir króna þegar allt er tekið saman. n Reynsla utan vallar skiptir miklu máli fyrir stórmót Það þarf mikinn undirbúning fyrir stórmót í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru klárar í slaginn fyrir EM í Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Dagskrá Íslands Ísland hefur leik á Evrópu- mótinu þann 10. júlí. Þá mætir liðið Belgum. Auk þeirra eru Ítalir og Frakkar einnig í riðli með Stelpunum okkar á mótinu. Áður en íslenska liðið heldur til Englands til að mæta Belgum í fyrsta leik riðlakeppninnar ferðast það til Póllands og leikur vináttu- landsleik við heimakonur. Sá leikur fer fram 29. júní, ellefu dögum fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Þaðan mun liðið svo ferðast til Þýskalands þar sem það heldur undirbúningi sínum fyrir EM áfram. 16 Íþróttir 25. júní 2022 LAUGAR- DAGURÍÞRÓTTIR 25. júní 2022 LAUGARDAGUR 15 EM KVENNA Í FÓTBOLTADAGAR Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.