Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 18
Búast má við að fjöldi fólks sé á ferðalagi um landið þessa helgina og fátt er betra en að gæða sér á góðum mat og drykk á nýjum stöðum. Með auknum fjölda innlendra og erlendra ferðamanna hefur bæst í veitingastaðaflóru landsins og hér má finna faldar perlur sem mælt er með. birnadrofn@frettabladid.is Einn fjölmargra kosta þess að fjöldi ferðamanna um landið sé að aukast er breiðari flóra veitingastaða. Hvert sem ferðast er má finna veitingastaði sem bjóða upp á fjölbreytta mat- seðla og eru þeir jafnólíkir og þeir eru margir. Fréttablaðið tók saman fimm veit- ingastaði á Íslandi sem mælt er með. Við umfjöllun um hvern veitinga- stað er QR-kóði. QR-kóðinn er nokk- urs konar strikamerki sem geymir á bak við sig upplýsingar. Skannir þú QR-kóðana hér til hliðar með snjall- tæki opnast staðsetning veitinga- staðanna í Google-maps og þú getur keyrt, gengið eða hjólað beina leið. n Hinar huldu perlur veitinga leynast víðs vegar um Ísland Mika – Biskupstungum Hjónin Michał and Bożena Józefik reka veitinga- staðin Mika í Reykholti þar sem boðið er upp á ljúffenga humarrétti ásamt kjöt- og grænmetisréttum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru pitsurnar á Mika með þeim betri á landinu og ekki er sparað í álegginu. Það sem gerir Mika sérstaklega spennandi er að þar geta gestir gætt sér á handgerðu súkku- laði sem framleitt er á staðnum. Andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið fallegt. Súsanna Sif Jónsdóttir, þrítug kona sem glímt hefur við krabbamein í fimm ár, segir sögu sína í forsíðuviðtali þessa tölublaðs. Sagan er átakanleg en Súsanna bendir sérstaklega á hversu þungbærar fréttir það voru þegar henni var greint frá því að í kjölfar krabbameinsmeðferðar myndi hún þurfa að takast á við ófrjósemi. Frjósemismeðferðir á Íslandi eru afar kostn- aðarsamar og segir Súsanna það ósanngjarnt að hópur fólks þurfi að leggja út háar upphæðir fyrir eitthvað sem flestir geta gert ókeypis heima hjá sér. Hún telur að ríkið eigi að taka frekari þátt í frjósemismeðferðum. „Ég sá mikið eftir sparnaðinum sem átti að fara í eitthvað allt annað en að reyna að eignast barn af því ég fékk krabbamein, við áttum ekki krónu til að gera þetta,“ segir Súsanna, sem hefur greitt fyrir þrjár meðferðir á Íslandi og eina í Grikk- landi. Sú síðasta gekk upp og Súsanna eignaðist dóttur. Dóttur sem hún hafði mikið fyrir að eignast. Er sanngjarnt að sumir þurfi að borga fyrir að eignast börn en aðrir ekki? Eða er rétt hjá Súsönnu að ríkið ætti að taka frekari þátt í niður- greiðslu frjósemismeðferða? n Ófrjósemi í kjölfar krabbameins Er sann- gjarnt að sumir þurfi að borga fyrir að eignast börn en aðrir ekki? BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Við mælum með Úps – Höfn Á veitinga- og brugghúsinu Úps á Höfn í Horna- firði er virkilega girnilegur mat- seðill og er vegan úrvalið sérlega gott. Staðurinn er fjölskyldurekinn og ekki einungis rekur fjölskyldan veitingastaðinn heldur brugga þau sinn eigin bjór og framleiða sinn eigin borð- búnað úr leir. Á matseðlinum má finna Bur- rito, Tostada og Nachos ásamt Edamame-baunum og kjúklinga- vængjum svo dæmi séu tekin. Bjórúrvalið má svo sjá á krítartöflu við barinn. Úps er staðsettur á Hafnarbraut 34. Baccalá – Eyjafirði Á Hauganesi í Eyjafirði má finna veitingastaðinn Baccalá Bar. Á staðnum, sem er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri, geta gestir notið útsýnisins yfir fjörð- inn á meðan þeir njóta máltíðar á staðnum sem er í líki víkingaskips. Á fjölbreyttum matseðli má finna saltfisk verkaðan á gamla mátann ásamt fjölda annarra fisk- rétta, hamborgara, pitsur, vöfflur og ís. Mælt er með því að fólk bóki borð fyrir fram. Narfeyrarstofa – Stykkishólmi Narfeyrarhús í Stykkishólmi var byggt árið 1908 og hýsir nú Narfeyrarstofu þar sem vatnið er ekki sótt yfir lækinn því hráefnin sem notast er við eru flest úr næsta nágrenni. Á matseðlinum er fjölbreytt úrval fiskrétta, ásamt folalda- lundum, falafel og hamborg- urum. Nýr forréttur á matseðli er burrata-ostur sem vakið hefur mikla ánægju gesta. Flak – Patreksfirði Flak er sam- komuhús og pöbb í gömlu verbúðinni á Patreksfirði og andinn þar list- rænn. Matseðillinn er einfaldur en mikið er lagt upp úr gæðum og veglegheitum. Fiskisúpa úr fersku fiskmeti er flaggskip staðarins og laufa- & lemongrasssúpan er virkilega góð, ekki spillir fyrir að hún er vegan. Á Flaki eru oft skemmtilegir viðburðir og í kvöld spilar Teitur Magnússon hin ýmsu lög af ferl- inum og frítt er inn. Vert er að taka fram að bjórúrvalið á pöbbnum er afar fjölbreytt. Hellisgerði í Hafnarfirði Almenningsgarðurinn Hellisgerði sem falinn er í hrauninu í Hafnar- firði er einstaklega fallegur og tilval- inn staður til að eiga góðan dag með fjölskyldunni. Í garðinum er mikill gróður og þar má finna fjölda trjá- tegunda en fyrsta trénu var plantaði í garðinum árið 1924. Sagan segir að ekki sé einungis mannfólk í Hellis- gerði heldur sé garðurinn heimili fjölmargra álfa og huldufólks. n 18 Helgin 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. júní 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.