Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 10
Ég er spennt, ég veit að þetta er krefjandi og mikið ábyrgðastarf. Guðrún Aspelund, verðandi sótt- varnalæknir Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs hjá Embætti land- læknis, var fyrr í vikunni ráðin sem næsti sóttvarnalæknir. Hún var eini umsækjandinn að starfinu og var ráðin í kjölfar mats á umsókn og ítar- legs viðtals. „Ég geri mér grein fyrir að starfinu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru fram undan,“ sagði Guðrún í tilkynningu frá Embætti landlæknis. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hún ekki hræðast það umtal sem skapast hefur um embættið. „Ég hef auðvitað séð það að Þórólfur hefur verið í eldlínunni og komið fram fyrir bæði hönd síns sviðs og sóttvarnayfirvalda síðustu tvö ár og auðvitað hefur það verið mjög krefjandi,“ segir Guðrún og bætti við að hún væri alveg tilbúin að taka þetta að sér. Guðrún segir ráðninguna leggj- ast vel í sig. „Ég er spennt, ég veit að þetta er krefjandi og mikið ábyrgð- arstarf en þetta verður mjög áhuga- vert,“ bætir hún við. Hún segir þetta vera áskorun sem hún er tilbúin að takast á við, enda hafi hún starfað á sóttvarnasviði í tæp þrjú ár. „Það er búið að vera mikið álag og mikið að gera, þannig að mér finnst ég hafa góða sýn á þetta starf, vita um hvað það snýst og vera búin að fá góða reynslu, fyrir utan þann bakgrunn sem ég hef,“ segir hún. Frá árinu 2019 hefur Þórólfur verið næsti yfirmaður Guðrúnar. Hún hefur starfað sem yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá Embætti land- læknis, en sóttvarnalæknir er sviðs- stjóri sóttvarnasviðs. Guðrún er því ekki að færa sig langt og veit vel hverju er búist við af henni í nýju starfi. Guðrún segist ætla að taka gott frí í sumar áður en hún tekur við starfi sem sóttvarnalæknir seinna í haust, enda hafi það verið í kortunum áður en hún var ráðin. Hún segir starfs- menn sóttvarnasviðs hafa fengið hvatningu til að taka sumarfrí, enda hefur lítið verið um frí á sóttvarna- sviðinu síðustu ár. n Spennt fyrir krefjandi starfi sem sóttvarnalæknir Guðrún segir þetta vera áskorun sem hún er tilbúin til að takast á við. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Uppruni: Guðrún er fædd 12. febrúar árið 1971. Hún ólst upp á Öldugötu í Vesturbænum í Reykja- vík en flutti síðan á Seltjarnarnes þar sem hún bjó lengst af áður en hún fór í háskóla. Ferill: Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérmenntun í bæði almennum skurðlækningum og barna- skurðlækningum. Guðrún hefur einnig meistaranám í líftölfræði. Á árunum 2007 til 2017 var hún lektor og barnaskurðlæknir við Colombia-háskóla. Í dag, og fram að 1. september, starfar hún sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis. Fjölskylduhagir: Guðrún og eigin- maður hennar, Gunnar Jakobsson, gengu í hjónaband árið 1998 eftir að hafa verið í sambandi í rúm fimm ár, þau kynntust á háskólaár- unum. Saman eiga þau hjónin tvær dætur en þær eru þrettán og sextán ára. Áhugamál: Áhugi Guðrúnar á læknisfræði kviknaði á mennta- skólaárunum. Hún fór í MR og segist þar hafa fengið áhugann. Guðrún segir áhugamál sín fara mikið eftir veðri og árstíma, þá helst að hjóla, skíða og ganga. n Nærmynd Guðrún Aspelund Nýr sóttvarnalæknir hefur verið ráðinn og tekur við störfum 1. september næst- komandi. Guðrún Aspelund heitir sú sem tekur við starf- inu af Þórólfi Guðnasyni, en hún hefur starfað fyrir sótt- varnalækni frá árinu 2019 og er spennt fyrir verkefnunum sem eru fram undan. sigurjon@frettabladid.is Tákn Byggðamerkis Húnabyggðar skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðar- merki nr. R 112/1999. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og meginhugmyndum. Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með fimm stafa tölu. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni. Matsnefnd skipuð af sveitarstjórn velur merki úr aðsendum tillögum, henni er jafnframt heimilt að hafna öllum eða vinna að útfærslu tillögu með höfundi. Veitt er vegleg verðlaunaupphæð fyrir efstu þrjár til- lögurnar, sem matsnefnd velur og leiðir til endanlegs merkis. Húnabyggð er nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps árið 2022. Húnabyggð óskar eftir tillögum um byggðamerki Frestur til að skila tilögum er til 1. september 2022. Nánari upplýsingar: Einar K. Jónsson einar@hunavatnshreppur.is og í síma 842 5800. Sendist til: Matsnefnd byggðamerkis, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 10 Fréttir 25. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.