Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 22
Ingi Agnarsson líffræðingur hefur starfað með og rann- sakað köngulær í hartnær þrjátíu ár. Meðal þess sem Ingi hefur uppgötvað með rannsóknum sínum er köngulóarsilki sem er með sterkari efnum í lífheiminum en jafnframt afar teygjanlegt. Ingi er nýfluttur heim eftir að hafa búið og starfað erlendis í tæpan aldarfjórðung. Þegar hann snéri út árið 1998 í fram- haldsnám hvarf laði ekki að honum að hann myndi ekki koma aftur heim fyrr en mörgum árum síðar. Í upphafi árs bauðst Inga staða hér á landi sem prófessor í dýra- fræði við Háskóla Íslands sem hann gat ekki hafnað. „Ég átti aldrei von á að finna vinnu á Íslandi. Það eru kannski tvö til þrjú störf á Íslandi sem henta minni sérhæfingu og það eru einhverjir nú þegar í þeim störfum,“ segir Ingi glettinn. Starfsins vegna hefur Ingi komið víða og snýr stærsta verkefnið hans núna að því sem kallað er líflanda- fræði þar sem alls kyns köngulær í Karíbahafinu eru rannsakaðar. „Karíbahafið er einn af miðpunkt- um líffræðilegs fjölbreytileika, einn af nokkrum í heiminum. Við erum að reyna að nota köngulær til að reyna að skilja hvernig allar þessar tegundir verða til.“ Sjálfur hefur Ingi lýst tæplega áttatíu tegundum köngulóa og formlega gefið þeim nafn, „en við erum búin að uppgötva í kringum þúsund tegunda og margar af þeim sitja jafnvel í frystiskápnum mínum. Það er ekki búið að gefa þeim nafn en við vitum að þær eru nýjar,“ segir Ingi. Köngulóarsafnið sé þó ekki í frystikistunni heima heldur á til- raunastofu hans vestan hafs. Köngulóarfælni Köngulær geta valdið fólki miklu hugarangri. Stundum kveður svo rammt að óttanum að talað er um köngulóarfælni (e. arachnophobia) og er sú fælni talin ein sú algengasta í heiminum. Sjálfur segist Ingi skilja vel hræðslu fólks gagnvart þessum litlu áttfættu lífverum. „Þetta er að stórum hluta vanþekking, vegna þess að köngulær eru algjörlega meinlausar í langflestum tilvikum,“ segir Ingi og bætir við að auðvelt sé að lækna fælnina með því að skoða og kynna sér köngulær vel. Hluti af óttanum séu þó ósjálfráð viðbrögð sem erfiðara sé að lækna. Að sögn Inga er óþarfi að óttast köngulær þrátt fyrir að þær séu nánast allar eitraðar. Eitrið noti þær til að drepa bráð sína sem eru skor- dýr en ekki mannfólk. „Í fyrsta lagi eru þær langflestar með allt of lítinn munn eða klípitangir til að komast í gegnum skinnið á fólki og svo hefur eitrið nánast engin áhrif á okkur. Í þriðja lagi eru köngulær miklu hræddari við okkur heldur en við við þær,“ segir Ingi og heldur áfram: „Þær eru á flótta undan okkur, þær eru ekkert að fara takast á við eitt- hvert risastórt spendýr. Ég er búin að vera í þessu í 28 ár og hef aldrei verið bitinn af könguló, samt er ég alltaf umkringdur þeim og með þær labbandi á mér.“ Ingi gengur jafnvel svo langt að segja köngulær vera nytsöm hús- dýr, til að losna við aðrar pöddur, sér í lagi ef fólk vilji ekki eitra. „Ef þú ert með mýs í húsinu þá færðu þér kött. Ef þú ert með pöddur í húsinu þá skaltu fá þér könguló,“ segir Ingi og hlær. Barkarkönguló Darwins „Ég hafði aldrei hugsað um köngu- lær áður en ég safnaði pöddum sem krakki en hafði áhuga á nánast öllu,“ segir Ingi og bætir við að upphafið af löngum köngulóarferli hans hafi verið árið 1994 þegar hann fékk starf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann hafi verið settur í verkefni við að fara yfir allt köngulóarsafn stofnunarinnar, greina þær og gera grein fyrir þeim. „Það var í raun og veru í fyrsta skipti sem ég spáði eitt- hvað í köngulær.“ Aðspurður um uppáhalds köngu- ló er Ingi ekki lengi að svara, silki- barkarkönguló Darwins, sem hann og samstarfsmaður hans upp- götvuðu árið 2009 í Madagaskar í Austur-Afríku og lýstu til heiðurs Charles Darwin, 150 árum eftir útgáfu hinnar frægu bókar Uppruni tegundanna. „Barkarköngu lóin er mjög sérstök og býr til vefina sína yfir ár. Það þarf að vera vatn undir þeim og hún býr til alveg gríðarlega stóran vef,“ útskýrir Ingi. Vefurinn geti verið tuttugu til þrjátíu metrar að lengd, þeir langstærstu sem þekkist í heiminum. „Þetta er alveg stórkostleg sjón, vefirnir eru yfir miðjum ánum og í þá veiðast vatnaskordýr,“ segir Ingi og það er ljóst að honum leiðist ekki umræðuefnið. Sterkt köngulóarsilki Að sögn Inga býr silki-barkarköngu- lóin til langbesta silki sem þekkist. „Það er rosalega sterkt, sterkara en stál,“ segir Ingi og bætir við að styrkleikinn miðist við hversu mikið afl þurfi til að brjóta það. Til viðbótar við styrkleikann sé það afar teygjanlegt, „það er mjög erfitt fyrir mannfólkið að búa til efni sem er bæði mjög sterkt og teygjanlegt á sama tíma.“ Ingi segir styrkleika og teygjan- leika yfirleitt andstæður, annað hvort sé efni sterkt eins og stál eða teygjanlegt eins og gúmmí en ekki hvorutveggja. Silki köngulóarinnar sé sérstakt að því leyti að eigin- leikunum sé blandað saman og að mikla orku þurfti til að brjóta það þar sem það er bæði sterkt og teygjanlegt. Vísbendingar eru um að styrk- leiki og teygjanleiki silkisins teng- ist einstakri prótínsamsetningu þess samkvæmt nýrri rannsókn sem Ingi vann ásamt samstarfs- fólki. Aðspurður hvort köngulær fram- leiði silkið í einhverju magni segir Ingi þær framleiða það í miklu magni miðað við líkamsstærð þeirra. Ef menn ætluðu að nýta sér silkið þá væri mjög lítið magn sem fengist úr hverri könguló. Hellingur af silki fari í venjulega köngulóarvefi, hins vegar endur- nýti köngulær silkið sitt. „Þegar þær taka niður vefinn sinn þá borða þær silkið aftur. Þannig að þær eru alltaf að nota sama silkið aftur og aftur.“ Framleiða efnið Ingi segir köngulóarsilki ekki praktískt til notkunar eins og staðan er núna. „Við verðum að læra hvernig á að búa til þetta efni, það er eitt af því sem ég er að rannsaka. Það er að skilja uppskriftina.“ Að sögn Inga eru uppskriftirnar komnar nú þegar og næsta skref sé að athuga hvort hægt sé að fram- leiða efnið eftir uppskriftinni eða nýta eiginleika silkisins til að búa til sambærilegt manngert efni. „Við getum sagt að á tíu ára planinu sé að reyna að komast eitthvað áleiðis í þessu með rétta samstarfsfólkinu,“ segir Ingi að lokum. n Köngulær geti verið nytsamleg húsdýr Silkibarkar­ könguló Dar­ wins sem Ingi uppgötvaði. Mynd/Aðsend Ingi hefur gaman af því að ferðast um heiminn starfs síns vegna. Mynd/Aðsend Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is Ef þú ert með mýs í húsinu þá færðu þér kött. Ef þú ert með pöddur í húsinu þá skaltu fá þér könguló. 22 Helgin 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðIð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.