Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 62
Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM vann til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór á Hlíða- velli í Mosfellsbæ dagana 17.-19. júní. Pamela Ósk er á 14. aldursári. Hún vann alla sína leiki í riðla- keppninni; gegn Nínu Margréti Valtýsdóttur úr GR, Önnu Júlíu Ólafsdóttur úr GKG og Elsu Maren Steinarsdóttur úr GL. Í 8 manna úrslitum sigraði hún Berglindi Erlu Baldursdóttur félaga sinn úr GM og í undanúrslitum Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur úr GK. Í úrslitaleik mætti Pamela Íslandsmeistaranum í holukeppni árið 2019, Sögu Trausta- dóttur úr GKG og þurfti Pamela að lúta í gras í þetta sinn en úrslitin réðust ekki fyrr en á 17. holu. Pamela Ósk var að vonum ánægð með spilamennskuna og árangurinn á mótinu en markmið hennar fyrir mótið var að komast áfram úr riðla- keppninni. Hún sagðist í viðtali við kylfing.is ekki alveg muna hvenær hún byrjaði að leika golf þar sem hún var svo ung að árum en hún segist vita að hún hafi tekið fyrst þátt í innanfélagsmóti á sjöunda aldursári. Pamelu hefur alltaf fund- ist skemmtilegt í golfi og hún er ansi lunkinn kylfingur. Hún komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hún lék Grafarholtsvöll á pari án þess að tapa höggi í Opna Foot Joy- mótinu. En hvernig líkar Pamelu við holu- keppni? „Mér finnst eiginlega þægilegra að keppa í holukeppni. Í holukeppni má maður gera f leiri mistök því maður getur alltaf gert betur á næstu holu. Það var alveg pínu stressandi að spila úrslitaleikinn en mér fannst það ekki trufla mig mikið.“ Hefur þú verið í öðrum íþróttum en golfi í gegnum tíðina? „Ég var bæði í fótbolta og körfu- bolta en golfið endaði alltaf ofan á.“ Eins og svo marga kylfinga, segir Pamela Ósk að sig langi að komast einn daginn í háskólagolfið í Banda- ríkjunum. Hún hefur ekki langt að sækja golfáhugann og hæfileikana en faðir hennar, Hjalti Pálmason, hefur leikið í meistaraflokki í hátt í fjörutíu ár og er í dag með 0,4 í for- gjöf. Hjalti Kristján, yngri bróðir Pamelu, sem fæddur er árið 2010 er bráðefnilegur sömuleiðis og komst einnig í fréttirnar um svipað leyti og systir hans fyrir tveimur árum, þegar hann lék 10 ára gamall á 69 höggum eða á 3 höggum undir pari, á Opna Air Iceland Connect- mótinu sem leikið var á Landinu/ Ánni á Korpúlfstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Litla systir þeirra sem er rétt að verða sjö ára er einn- ig byrjuð í golfi og hefur nú þegar tekið þátt í sínu fyrsta golfmóti og Stefanía, móðir þeirra á golfsett sem hún notar af og til. Pamela Ósk stefnir á að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti í höggleik í Vestmannaeyjum í ágúst og hlakkar mikið til. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu þessa efni- lega kylfings þar og í framtíðinni. n Aðstað- an í Húsafelli er kjörin fyrir hópa til að koma saman og eiga góðar stundir á golfvell- inum og í annarri afþrey- ingu. Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is Golffréttir og umfjöllun alla daga Golfklúbbur Húsafells var stofnaður árið 1996 og varð því 25 ára á síðasta ári. Klúbburinn hafði verið í dvala í nokkur ár þegar hópur velunnara hans tók höndum saman með stjórnendum í Húsafelli til að endurvekja starfsemina. Húsafellsvöllur er skemmtilegur níu holu völlur sem liggur fallega í jaðri sumarhúsasvæðisins. Sérkenni vallarins er að slegið er meðfram eða yfir vatn eða ár á flestum brautum en hann liggur með fram Kaldá og Stuttá. Engar sandglompur eru á vellinum. Bára Einarsdóttir formaður og Helga Björnsdóttir, stjórnarmaður Golfklúbbs Húsafells, settust niður með kylfingi.is á dögunum. „Það hefur orðið mikil fjölgun í klúbbn- um síðan ákveðið var að endurvekja starfsemina en félögum hefur fjölg- að um rúm 200%. Félagar eru dug- legir að taka þátt og til að mynda var vel mætt á vinnudag í byrjun sumars þar sem félagar unnu vel og sköpuðu góða stemningu. Vinnudeginum var svo slitið með vel heppnaðri grill- veislu,“ segir Bára. „Einn þáttur end- urreisnar klúbbsins snéri að ráðn- ingu vallarstarfsmanns. Hann hefur frá ráðningu haft í nógu að snúast við endurbætur og lagfæringar og stendur sú vinna enn yfir. Skógurinn hefur verið grisjaður við teiga, þar sem tré hömluðu útsýni og aðkoma að brúm hefur verið lagfærð, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er á áfram- haldandi uppbyggingu vallarins, svo sem uppbyggingu teiga, lagfæringu göngustíga og vinnu við flatir. Mun það vonandi skila sér í enn meiri ánægju kylfinga í framtíðinni,“ segir Helga. „Við höfum uppfært staðar- reglur og útbúið nýtt skorkort. Þá höfum við innleitt notkun á Golf- boxi og hvetjum kylfinga til að nýta rafræna skráningu. Það er þægilegra fyrir allt utanumhald og dregur úr pappírsnotkun,“ segir Bára. Góð umgengni og betri umgjörð Þær stöllur segja umgengni á vell- inum góða og alla umgjörð betri eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar. Starfsfólk Afþreyingarmið- stöðvarinnar á Húsafelli sinnir þjónustu og eftirliti við völlinn. „Ef einhverjar spurningar vakna hjá fólki er best að hafa samband við Afþreyingarmiðstöðina,“ segir Náttúrufegurðin myndar einstakt umhverfi sem lætur engan ósnortinn Húsafellsvöllur liggur í fallegu umhverfi með- fram Kaldá og Suttá. Tvö mót fóru fram á Icewear öld- ungamótaröðinni um síðustu helgi. Þórdís Geirsdóttir úr GK og Sig- urbjörn Þorgeirsson úr GFB sigruðu á Blue Lagoon Open, fjórða móti Icewear öldungamótaraðarinnar, sem fór fram á Húsatóftavelli Golf- klúbbs Grindavíkur 25. júní. Þórdís lék á 75 höggum eða á 5 höggum yfir pari en Sigurbjörn á 69 höggum eða á 1 höggi undir pari vallarins. Í f lokki 65 ára og eldri sigruðu Guðrún Garðars og Sæmundur Pálsson. Bæð eru í GR. Guðrún lék á 82 höggum eða á 12 höggum yfir pari en Sæmundur á 81 höggi eða 11 höggum yfir pari. Í punktakeppni urðu Sigríður Olgeirsdóttir úr GKG og Þórhallur Sigurðsson úr GK hlutskörpust. Sig- ríður hlaut 31 punkt en Þórhallur 37 punkta. Í liðakeppni urðu GM Bjöllur hlutskarpastar hjá konum og Framfarafélagið í karlaflokki. Á O pna K a f f it á r s-mót i nu , fimmta móti Icewear öldungamót- araðarinnar, sem fór fram á Hólms- velli Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru 26. júní sigraði Þórdís Geirsdóttir einnig í kvennaflokki og Jón Karls- son úr GR sigraði í karlaflokki. Þór- dís lék á 80 höggum eða 8 höggum yfir pari en Jón á 72 höggum eða á pari vallarins. Þórdís hefur verið nær óstöðvandi í sumar en þetta var þriðji sigur hennar á móta- röðinni og sá fjórði í fimm mótum á keppnistímabilinu. Þá hefur Þór- dís unnið sjö Íslandsmeistaratitla í röð í f lokki 50 ára og eldri. Í f lokki 65 ára og eldri sigruðu þau Þyrí Valdimarsdóttir úr NK og Sigurður Aðalsteinsson úr GK. Þyrí lék á 93 höggum eða á 21 höggi yfir pari en Sigurður á 82 höggum eða á 10 höggum yfir pari. Í punkta- keppni voru þau Írunn Ketils- dóttir úr GM og Snæbjörn Guðni Valtýsson úr GS hlutskörpust. Bæði hlutu þau 34 punkta. Í liðakeppn- inni voru það Sprækar sem voru hlutskarpastar í kvennaf lokki og Team HGRH í karlaf lokki. Þau lið leiða liðakeppni mótaraðarinnar að loknum fimm mótum. n Þórdís með þrjá sigra í röð á mótaröð öldunga Þórdís Geirsdóttir Bára. „Það má einnig minnast á það að við gerðum tilraun í febrúar á þessu ári og lögðum gönguskíðaspor á vellinum, sem mæltist vel fyrir. Við stefnum á að leggja slíkt spor framvegis þegar aðstæður leyfa og þjónusta þannig þann vaxandi hóp sem iðkar gönguskíði,“ segir Helga. Hvað er fram undan hjá GHF? Eru einhver mót á döf inni eða annað því um líkt? „Það hafa mörg skemmtileg mót verið haldin á vellinum í gegnum tíðina og svo verður áfram. Við héldum fyrsta mótið í júní á síðasta ári eftir að hafa endurvakið starf- semi klúbbsins og annað um versl- unarmannahelgina í fyrra. Þau tók- ust bæði frábærlega vel. Við settum á laggirnar mótanefnd á þessu ári. Einu móti er lokið og næsta verður haldið um verslunarmannahelgina, rétt eins og í fyrra. Góður rómur hefur verið gerður að mótunum og mikil ásókn í þau. Raunar hafa færri komist að en vildu,“ segir Bára. „Við stefnum jafnvel á að halda f leiri mót í sumar,“ bætir Helga við. Helga segir að sífellt f leiri hópar komi þá í Húsafell og haldi einka- mót á vellinum. „Það er lítið mál að skipuleggja slík mót ef völlurinn er laus. Fólk dvelur þá ýmist á hótel- inu, en á Húsafelli er glæsilegt 48 herbergja hótel, á tjaldsvæðinu, þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar eða gerir sér dagsferð. Aðstaðan í Húsafelli er kjörin fyrir hópa til að koma saman og eiga góðar stundir á golfvellinum og í annarri afþrey- ingu.“ Mikil náttúrufegurð Húsafell er þekkt fyrir mikla nátt- úrufegurð þar sem jökullinn, birkiskógurinn og tignarlegur fjallahringurinn mynda einstakt umhverfi sem lætur engan ósnort- inn. Margir nýta sér skipulagðar ferðir sem eru í boði í nágrenninu og hafa Giljaböðin notið sérstakra vin- sælda að sögn þeirra Báru og Helgu. Einnig er hægt að bóka íshellaferðir á Langjökli og hraunhellaferðir í Víðgelmi svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að njóta veitinga bæði á Húsafell Bistro og á sjálfu hótelinu. „Hótelstarfsmenn hafa orðið varir við aukna ánægju gesta með frábært starf sem unnið hefur verið á golf- vellinum. Þá hafa fastagestir haft á orði að völlurinn hafi sjaldan eða aldrei verið í betra ásigkomulagi. Við finnum fyrir aukinni ásókn enda er orðið fljótt að berast manna á milli. Þrátt fyrir aukna ásókn er nóg pláss á vellinum fyrir þá sem vilja spila yfir f lesta daga sumars- ins,“ segir Bára. „Við hlökkum til að taka á móti kylfingum í Húsafelli í sumar – verið velkomin.“ n Þrettán ára í öðru sæti á Íslandsmóti Pamela Ósk Hjaltadóttir vann til silfur- verðlauna á Íslandsmótinu í holukeppni. Hún er á 14. aldursári. mynd/aðsend Golf kylfingur.is Fréttablaðið 2. júlí 2022 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.