Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 10
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Bandaríkin og Evrópa loga í átökum. Þjóðir eru þver- klofnar. Dulnefni? Lista- manns- nafn? Kannski eru Vinstri græn ein- faldlega ekki til. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Í meira en aldarfjórðung voru málverk eftir listamanninn Werner Jensen seld í galleríi í Osló. Verkin voru geysivinsæl og greiddu listunnendur allt að 750.000 íslenskra króna fyrir þau. Samkvæmt ferilskrá Jensen hafði hann haldið málverkasýningar í virtum sýningarsölum um heim allan. Olíumálverk hans héngu á veggjum stórfyrirtækja og hann var búsettur í Berlín. Einn hængur var þó á. Werner Jensen var ekki til. Þegar lögregla heimsótti galleríið í ágúst 2020 kom í ljós að eigandi þess hafði sjálfur málað myndirnar. Norska lögreglan sakaði galleríeigandann um fjársvik. „Werner Jensen er uppskálduð manneskja og er ekki til í alvörunni,“ sagði talsmaður lögreglu. Tvö hundruð málverk eftir Werner Jensen voru gerð upptæk. Galleríeigandinn var ósáttur. Hann viður- kenndi að æviágrip og afrekaskrá Werners Jensen væru skáldskapur. Hann þvertók þó fyrir að um svik væri að ræða og sagði nafnið listamannsnafn eða dulnefni. Orð og athafnir Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi á í tilvistarkreppu. „Of margir kjósendur hafa ekki hugmynd um hver Keir Starmer er,“ skrifaði flokksfélagi hans í blaðagrein í vik- unni. Hann sagði ímyndarkrísu leiðtogans, sem legið er á hálsi fyrir að vera litlaus, vera upp á pólitískt líf og dauða. „Hann þarf að skilgreina sjálfan sig áður en andstæðingar hans gera það.“ Leiðtogi Verkamannaflokksins er ekki sá eini sem glímir við pólitíska tilvistarkreppu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup hefur fylgi Vinstri grænna ekki verið minna síðan 2013. Vinstri græn kunna að klóra sér í höfðinu yfir örlögum sínum. Ástæða hrak- fara þeirra er hins vegar augljós. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, átti í síðustu viku fund með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöð- unnar. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi hefur gagnrýnt harðlega kjörræðismann Íslands þar í landi, Alexander Mosjenskíj, sem er náinn forseta landsins, Alexander Lúkasjenko, „síðasta einræðisherra Evrópu“ og helsta bandamanni Pútíns Rússlands- forseta. Ekki var þó rætt um stöðu hins umdeilda kjörræðismanns á fundinum og vildi Katrín ekki svara spurningum um per- sónulega skoðun sína á samstarfi Íslands og Mosjenskíj þegar blaðamenn Stundarinnar leituðu eftir því. Katrín fór ekki jafnleynt með skoðanir sínar í sömu viku þegar Hæstiréttur Banda- ríkjanna felldi úr gildi fordæmisgefandi úrskurði Roe gegn Wade frá árinu 1973, sem bannaði ríkjum að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs. „Gífurleg vonbrigði,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter. Ekki fylgdi þó sögunni hvað henni finnst um að dómsmálaráðherra hennar eigin ríkisstjórnar hafi kosið gegn nýlegu frum- varpi um aukna heimild kvenna á Íslandi til þungunarrofs. Vinstri græn eru eins og Keir Starmer. Svo djúp gjá er á milli orða þeirra og athafna, fagurra fyrirheita og ákvarðana ríkisstjórn- arinnar sem þau heita að leiða, að kjósendur hafa ekki hugmynd um hver þau eru. „Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálf- stæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð,“ sagði Illugi Jökulsson í pistli á Stundinni þar sem hann gagnrýndi Vinstri græn fyrir nýsam- þykkta rammaáætlun. Galleríeigandinn í Osló er í vanda. Von- sviknir viðskiptavinir hafa kært hann og gert fjárkröfur á hendur honum sem nema tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Werner Jensen er hins vegar í góðum gír. Hann er farinn að mála aftur og selur nú verk sín á netinu. Dulnefni? Listamannsnafn? Kannski eru Vinstri græn einfaldlega ekki til. n Pólitísk tilvistarkreppa Við lifum tíma umróts og átaka á milli frjálsræðis og lýðræðis annars vegar og afturhalds og einræðis hins vegar. Við lifum tíma klofnings innan þjóðríkja – og þess utan hefur myndast vík á milli gamalla bandalagsþjóða sem lengst af hafa deilt sömu gildum. Þetta er ógnin sem blasir við í Ameríku og Evrópu og raunar víðar um álfur þar sem reynt hefur verið að festa lýðræði og mann- réttindi í sessi. Bakslagið er augljóst. Í Bandaríkjunum hefur myndast hyldjúp gjá á milli kristilegs afturhalds og frjáls- lyndra lýðræðisafla – og heiti þjóðarinnar hefur breyst í þversögn. Og Sundurríkin eru líklega komin til að vera, slík er illskan á milli þessara ólíku afla sem horfa á réttindi kvenna, þeldökkra og hinsegin fólks frá gerólíkum öldum. Í Bretlandi er þjóðin enn þá klofin á milli unga fólksins sem þráir alþjóðasamvinnu og gamla fólksins sem neitar að horfast í augu við þá sannreynd að heimsveldið má muna sinn fífil fegurri – og er ekki lengur sjálf- bært. Það situr eftir í beiskju sinni, vafið inn í Brexit-lygavefinn og getur sig hvergi hrært. Í Frakklandi er þjóðin líka að skiptast í tvennt á milli þeirra sem una við núverandi valdhafa og þeirra sem finna þeim allt til foráttu. Uppgangur hægri hatursflokka, sem vefja andmannúðlega stefnu sína inn í bómull, ætlar engan enda að taka í landinu. Í miðju Evrópu kallast svo sömu ólíku öflin á, eða öllu heldur, úthúða hvert öðru, en þar leika leifarnar af gömlu heimsveld- unum á reiðiskjálfi – og það er raunar með ólíkindum að Pólland og Ungverjaland heyri til sama lýðræðisbandalaginu og Þýska- land, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Það er langur vegur frá því að fyrrnefndu löndin og þau síðarnefndu deili sömu gildum. Í umsóknarferli Finna og Svía vegna væntanlegrar aðildar að NATO eru menn svo enn og aftur minntir á að innan álfunn- ar eru einræðisríki enn þá við lýði. Tyrkland er af öðru sauðahúsi en f lest Evrópulönd hvað lýðréttindi varðar – og Rússland er að grafa sína gröf sem partur af álfunni, en stríðsglæpir þeirra á hendur frændum og nágrönnum í vestri verða seint eða ekki fyrirgefnir. Bandaríkin og Evrópa loga í átökum. Þjóðir eru þverklofnar. Innan gamla heims- ins vex hatur og krafa um að hverfa af braut lýðréttinda og mannúðar. Þetta er staðan. n Klofnar þjóðir Blaðið með bollanum Fréttablaðs appið gerir þér kleift að lesa blað dagsins í snjalltækinu þínu, þegar þér hentar. Taktu Fréttablaðið með þér í fríið. SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.