Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 4
Við köstum út nýnas- istum og rasistum. Yfirlýsing 1984 Súrefnissamsætur eru um 50 prósent af gos- bergi. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. bth@frettabladid.is VARNARMÁL „Baldur Þórhallsson hefur fyrir löngu tekið sér stöðu sem einn helsti stríðshaukur lands- ins. Hann heyrir til þeim hópi fólks sem lítur á það sem hálfgerðan álitshnekki fyrir Ísland ef erlend ríki standi ekki í röðum og vilji sprengja okkur í loft upp,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi VG, sem fer fyrir Samtökum hernaðarandstæðinga. Stefán segir Baldur sjá alls konar ógnir, öðrum ókunnar. „Hugmyndir Baldurs um hernað virðast helst fengnar úr borðspilum og gömlum stríðsmyndum, með þessari skringilegu hugmynd um litla varnarsveit sem haldi öflugum óvinaflota í skefjum á meðan beðið er eftir liðsauka,“ segir Stefán. Baldur, sem er prófessor í stjórn- málafræði, lýsti þeirri hugmynd í Fréttablaðinu í gær að brýnt væri að kalla til fast erlent varnarlið, jafn- vel skandinavískt, sem gæti hindrað skemmdarverk eða brugðist við innrás áður en stærra lið aðildar- ríkja Íslands kæmi til bjargar. Segir Baldur fá stríðshugmyndir úr borðspilum Stefán Pálsson, sagnfræðingur Baldur Þórhalls- son, prófessor Íslenska vefhýsingarfyrir- tækið 1984 segist ekki líða að hvatt sé til ofbeldis eða haturs en bandarísk síða sem þar er hýst er til umræðu vegna gyð- ingahaturs. Ríkissaksóknari Massachusetts kannar málið. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Bandarísku samtökin ADL, sem berjast gegn fordómum gegn gyðingum, eru uggandi vegna netsíðu sem vísar á heimilisföng stofnana, fyrirtækja og skóla sem mörg hver hafa tengsl við gyðinga. Síðan, sem kallast The Mapping Project, er hýst hjá íslenska fyrir- tækinu 1984 og hefur meðal annars vakið viðbrögð hjá þingmönnum ytra. Yfirskrift síðunnar er að berj- ast gegn nýlendustefnu Ísrael og Bandaríkjanna með því að „trufla“ eða „rífa niður“ þá sem styðja við hana. Síðan nær til fylkisins Massa- chusetts í norðausturhluta Banda- ríkjanna og þar eru kortlögð heim- ilisföng og tengingar milli stofnana, skóla, fyrirtækja og jafnvel einstakl- inga. Helmingurinn af tæplega 500 heimilisföngum er hjá lögreglunni. En meðal þess sem er kortlagt er framhaldsskóli g yðingabarna, samtök gyðinga með fötlun, spít- alar, háskólar á borð við Harvard og MIT og lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer. Stjórnmálamenn eru einnig kort- lagðir á síðunni, þar á meðal hin þekkta öldungadeildarþingkona Demókrata, Elizabeth Warren. Samflokksmaður hennar í neðri deild, Josh Gottheimer frá New Jer- sey, hefur vakið athygli á að síðan hvetji til of beldis. „Við megum ekki skella skollaeyrum við þess- ari hvatningu til of beldis,“ sagði hann samkvæmt fréttastofunni AP. Þá sagðist Rachel Rollins, ríkis- saksóknari Massachusetts, ætla að rannsaka hvort síðan gangi yfir mörk þess sem telst hættulegt og ólöglegt. „Svona orðræða er hættu- leg. Við þurfum að athuga hvað við getum gert til að svæla þetta burt,“ sagði hún. Aðspurður um málið vísaði Mörður Ingólfsson, framkvæmda- stjóri 1984, í yfirlýsingu sem fyrir- tækið lét gera á ensku. Þar segir að nafn fyrirtækisins sé engin tilviljun og vísi í vísindaskáldsögu Georges Orwell. Að 1984 hýsi þá sem tali gegn þeim valdamiklu og miskunn- arlausu. Þar á meðal blaðamönnum og aktívistum víðs vegar um heim sem gætu átt yfir höfði sér fangelsis- dóma eða jafnvel dauðadóma fyrir að tjá sig. „Það sem við gerum ekki er að hýsa þá sem tala fyrir of beldi, ógnun, bælingu eða hatri. Við köstum út nýnasistum og rasistum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við höfum mátt þola endur- teknar og alvarlegar netárásir, lög- sóknir og hótanir um líkamlegt of beldi frá hatursfullum hópum af ýmsum toga sem reyna að fá okkur til að taka niður vefsíður. Við gefumst ekki upp, sama hvað það kostar okkur í málskostnað, öryggistryggingar eða hugarró.“ Málið er ekki það fyrsta þar sem umdeild eða ólögleg erlend starfsemi er hýst hjá íslenskum fyrirtækjum. Fyrirtækið Orange Website komst í heimsfréttirnar er kom í ljós að hryðjuverkasam- tökin ISIS hýstu síðu sína hjá því og seinna hefur fyrirtækið hýst bæði bandaríska nýnasista og breska Covid-svindlara. Árið 2018 kom upp tilvik þar sem 1984 lokaði léni svindlara sem þóttust vera íslenska lögreglan. n Gyðingar uggandi vegna umdeildrar síðu sem hýst er af fyrirtæki á Íslandi Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984, segir fyrirtækið ekki hýsa þá sem tala fyrir ofbeldi, hatri, bælingu og ógnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nærri 500 heimilisföng eru kortlögð á síðunni og hvatt til niðurrifs eða truflunar. MYND/SKJÁSKOT kristinnhaukur@frettabladid.is VÍSINDI Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Nature átti kvikan í eld- gosinu við Fagradalsfjall uppruna sinn að rekja til að minnsta kosti þriggja mismunandi upprunastaða í möttlinum undir Reykjanesskaga. Meðal höfunda greinarinnar eru Þorvaldur Þórðarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ármann Höskuldsson, rannsóknaprófessor við sama skóla. Skoðaðar voru súrefnissamsætur sem eru um 50 prósent af gosbergi. Er súrefni því góður vísir um uppruna og þróunarferli kviku. Til dæmis er samsætuhlutfall í möttlinum annað en í skorpu. Þó er möttullinn undir Reykjanesskaga eins leitur hvað varð- ar samsætuhlutfall. Þó að áhersla hefði verið á súrefni voru önnur frumefni í berginu einnig greind. n Kvikan kom af þremur stöðum Eldgosið var hvalreki fyrir jarðvís- indamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Eitt skemmdarverk getur valdið mjög miklum skaða í litlu ríki,“ sagði Baldur. „Öryggi Íslands verður best tryggt með því að beina orku og fjármunum að þeim raunverulegu öryggisógnum sem að okkur steðja, svo sem á sviði náttúruvár, tölvu- glæpa og sjúkdóma, í stað þess að f lækja sig í hernaðarkerfi annarra ríkja. Herstöð er skotmark, var sagt hér fyrr á árum. Það á enn þá við,“ segir Stefán. Um það mat prófess- orsins að slegið gæti á ágreining ef herliðið kæmi frá Norðurlönd- unum, segir Stefán að vangaveltur um norrænt herlið hér séu „óraun- sæjar með öllu“. n gar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur maður sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana í Barðavogi 4. júní var í gær úrskurð- aður í áframhaldandi gæsluvarð- hald. Samkvæmt tilkynningu frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu samþykkti Héraðsdómur Reykja- víkur kröfu hennar um að varð- haldið yfir manninum yrði fram- lengt til 29. júlí. Hafi það verið gert á grundvelli almannahagsmuna og í þágu rannsóknar málsins. Maður- inn var handtekinn á staðnum eftir að lögreglu var gert viðvart um yfir- standandi líkamsárás. n Áfram í haldi vegna árásar 4 Fréttir 2. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.