Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 48
Café de Flore er tákn um heillandi fortíð í frönsku höfuðborginni París. Vart er nokkuð franskara en að taka sér tíma til að setjast niður með kaffibolla eða góðan espresso í einu af þekktari kaffihúsum borgarinnar. sjofn@frettabladid.is Café de Flore er sögufrægt og eitt elsta og virtasta kaffihús Parísar. Staðurinn hefur lítið breyst frá seinni heimsstyrjöldinni. Að stíga inn á Café de Flore er eins og að stíga inn í tímahylki, inn í tímabil þegar vinstri bakkinn var bóhem- ískt athvarf manna eins og Pablo Picasso og Ernest Hemingway. Til staðar eru enn innréttingar sem rekja má til fortíðar, hin klassíska Art Deco innrétting, rauðklæddir leðurbekkir, básar og stólar, falleg mahoníborð og stórir speglar ásamt pússuðum koparhandriðum sem minna dálítið á franskt bistró. Allir sem eitthvað þekkja til staðarins vita að bestu sætin í húsinu eru í raun og veru úti við gangstétt, þar sem gestirnir sitja utandyra og drekka í sig mann- lífið, fólksmergðina sem leggur leið sína fram hjá staðnum. Þú finnur kaffihúsið á horni Boulevard Saint Germain og Rue Saint Benoet í Saint Germain des Pres í 6. hverfi og það er vel þekkt fyrir að hafa hýst nokkra af helsta mennta- og frægðarmönnum sem sóttu stað- inn hér á árum áður. Kaffihúsið var opnað í kringum árið 1880 og nafnið er dregið af skúlptúr af Floru, gyðju blómanna og árstíð vorsins í rómverskri goðafræði. Heimsfrægir fastagestir Rithöfundarnir Joris-Karl Huys- mans og Remy de Gourmont voru tveir af fyrstu þekktu fasta- gestunum. Í lok 19. aldar skrifaði Charles Maurras bók sína Au signe de Flore á fyrstu hæð kaffihússins. Árið 1899 var tímaritið Revue d'Action Francaise stofnað þarna. Þetta tímarit studdi frönsku öfga- hægri stjórnmálahreyfinguna sem kallast Action Francaise. Kaffi- húsið varð vinsæl miðstöð frægra rithöfunda og heimspekinga á árum áður. Hemingway, Georges Bataille, Robert Desnos, Leon-Paul Fargue og Raymond Queneau voru allir fastagestir, sem og Pablo Picasso. Ógleymanleg upplifun Hluti af upplifuninni er að sitja öxl við öxl með ókunnugum sessu- nautum í sæti á gangstéttinni. Ferðamenn sækja staðinn og vilja upplifa franska kaffihúsamenn- ingu. Íbúar hverfisins næla sér gjarnan í borð og taka með sér bók og eyða síðdeginu í að narta í croques mesdames og dreypa á Kir Royales. Vín-, drykkjar- og matseðillinn er ekta franskur og það gerist ekki franskara en mat- seðill Café de Flore. Heitt súkku- laði er eitthvað sem allir ættu að prófa. Verðið er í hærri kantinum en það er sannarlega upplifun að mæta á Café de Flore. Stjórnmála- menn, listamenn, menntamenn, hönnuðir og rithöfundar mæta á kaffihúsið til að fylgjast með, leita sér að innblæstri og til að hittast. Besti tíminn til að njóta andrúms- loftsins er á morgnana. n Hið sögufræga kaffihús Café de Flore Staðurinn er upprunalegur, virðulegur og glæsleikinn alls- ráðandi. fréttablaðið/ getty elin@frettabladid.is Michael Kors hefur kynnt til sögunnar fatnað, skart- gripi og aðra fylgihluti, til að heiðra regnbogaliti Pride eða gleðigangna þetta sumarið. Þetta er lína sem samanstendur af 16 mismunandi hlutum fyrir öll kyn á viðráðan- legu verði. Allar vörurnar eru merktar hinu fræga MK merki í regnbogans litum. Með þessu vill tískuhönnuðurinn fagna fjölbreytileikanum. Ágóð- inn rennur til OutRight Action International sem eru samtök sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Michael Kors hefur verið ötull talsmaður hinsegin fólks og segist fagna sköpunar- kraftinum sem fylgir gleðigöngum. Tískuiðnaðurinn hefur á margan hátt skapað rými fyrir hinsegin fólk til að tjá sig með eigin fata- stíl og fagnar því fjölbreytileik- anum. n Fagnar fjölbreytileika Merki MK í regnbogalitum. Flott taska fyrir sumarið. Margir sem koma til Parísar kíkja inn á Café de Flore. Einfaldur morgunverður á fallegum og frægum stað. Kaffið er ekki bara bragðgott heldur líka fallega fram borið. Allir sem eitthvað þekkja til staðarins vita að bestu sætin í húsinu eru í raun og veru úti við gangstétt, þar sem gestirnir sitja utandyra og drekka í sig mann- lífið. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Líttu við á belladonna.is Verslunin Belladonna ZE-ZE Sanni kvartbuxur Fást í 5 litum Stærðir 36-48 Verð 8.990 kr ZHENZI gallapils með buxum undir Stærðir 42-56 Verð 8.990 kr FESTIVAL sokkabuxna- leggings Fást í fleiri litum Stærðir 36-56 Verð 2.990 kr ROBELL Marie gallakvart- buxur Fást í fleiri litum Stærðir 36-54 Verð 13.980 kr YEST/YESTA gallatreggings Fást í fleiri litum Stærðir 36-58 Verð 10.980 kr YEST/YESTA hjólabuxur með blúndu Fást líka í svörtu Stærðir 36-58 Verð 3.980 kr 6 kynningarblað A L LT 2. júlí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.