Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 23
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 2. júlí 2022
Guðni Einarsson hefur notað MariCell Footguard í fjölda ára. Hann segist finna mikinn mun á fótunum á sér þegar hann notar það. MYNDIR/AÐSENDAR
Mýkri fætur og betri líðan með MariCell
Vestfirðingurinn Guðni Einarsson hefur notað MariCell Footguard með góðum árangri í
fjölda ára. Hann var með þurra og sprungna hæla en það vandamál er nú úr sögunni með
notkun á Footguard. Hann segist hiklaust mæla með vörunni. 2
Dua Lipa er meðal þeirra sem koma
fram á Hróarskelduhátíðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Hróarskelduhátíðin stendur nú sem
hæst. Um 130 þúsund gestir eru
mættir til að hlýða á poppstjörnur
á borð við Dua Lipa, Post Malone,
Tyler, The Creator og St. Vincent
auk tuga annarra. Hátíðin hefur
legið niðri í þrjú ár vegna heims-
faraldurs og nýjar kynslóðir eru að
uppgötva hana í fyrsta sinn.
Hróarskelduhátíðin hefur verið
haldin í 50 ár. Í fyrra átti að halda
upp á afmælið en úr því gat ekki
orðið. Fyrsta hátíðin fór fram árið
1971 en það voru menntaskóla-
strákar, Jesper Switzer og Mogens
Sandfær, sem áttu hugmyndina
að þessari víðfrægu tónlistarhátíð
sem er ein sú stærsta í Evrópu. Þeir
félagar höfðu horft á bíómynd um
bandarísku Woodstock-hátíðina
sem haldin var 1969 sem gaf þeim
hugmynd um danska tónlistar-
hátíð.
Margir íslenskir tónlistarmenn
Hátíðin hefur dregið að sér gesti
og tónlistarmenn víðs vegar að úr
heiminum. Þar á meðal eru fjöl-
margir íslenskir tónlistarmenn eins
og Björk, Mezzoforte, Of Monsters
and Men, Ásgeir Trausti, Mínus og
Sigur Rós svo einhverjir séu nefndir.
Á Hróarskelduhátíðinni er
lögð mikil áhersla á sjálfbærni og
umhverfissjónarmið. Allir matsölu-
staðir þurfa að fylgja reglum um
úrgangsstjórnun. Gestir eru beðnir
um að koma ekki með einnota tjöld
heldur velja vandaðan útilegu-
búnað sem hægt er að nota aftur. n
Hróarskelda
í fimmtíu ár
B Ä S T A I T E S T
Bäst-i-Test 2022.s
e
BESTA
SÓLARVÖRNIN
7 ár
Í RÖÐ
Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni
og víðar | nánar á evy.is og celsus.is