Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 57
Það er bara truflað að hlaupa um þetta eldfjalla- svæði þegar sólin er að setjast. Bróðir minn og frændi okkar, Óskar Jónsson frá Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju þriðjudaginn 5. júlí klukkan 13. Valborg Jónsdóttir og frændsystkini hins látna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Markús Ljubodrag Markovic Markó bátasmiður, lést á Grensásdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags 25. júní í faðmi barna sinna. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 6. júlí klukkan 11.00. Svetlana Markovic María Markovic Dusan Loki Markovic Sanja Líf Markovic Ívar Örn Sigurðsson og afabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát Ólafs Ólafssonar læknis og fyrrv. landlæknis. Aðstandendur senda starfsfólki Grundar þakkir fyrir umönnun síðasta æviár Ólafs. Ólafur Ólafsson Magnfríður S. Sigurðardóttir Ásta Sólveig Ólafsdóttir Ágúst Kárason Ingibjörg Ólafsdóttir Bjarni Ólafur Ólafsson Margrét Sigmundsdóttir Páll Ólafsson Sigríður Dóra Gísladóttir Gunnar A. Ólafsson Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Grímur Ólafur Eiríksson Bryndís Unnur Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Friðbjarnardóttir Vestursíðu 9, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð miðvikudaginn 29. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júlí klukkan 13. Ólafur Hermannsson Bjarnheiður Ragnarsdóttir Elva Hermannsdóttir Einar Jóhannsson Atli Hermannsson Ingibjörg Róbertsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón J. Ragnarsson skipstjóri, Suðurhópi 1, Grindavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þriðjudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, fimmtudaginn 7. júlí klukkan 14. Kristín Thorstensen Magnús Jónsson Laufey Einarsdóttir Ólína Jónsdóttir Ásmundur Guðmundsson Steinunn Jónsdóttir Anton Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Valdemarsson Boðaþingi 5, lést á heimili sínu þann 30. júní. Útför verður auglýst síðar. Anna McCall Steve McCall Steinunn Helga Óskarsdóttir Arnfreyr Kristinsson Kristmann Óskarsson Karitas Sæmundsdóttir Matthías Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Stefánsdóttir Hlíf 2, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14.00. Bjarni Jóhannsson Guðrún Guðmannsdóttir Sigrún María Bjarnadóttir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir Jóhann T. Guðmundsson Tryggvi Snær Guðmundsson og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Heiðar Magnússon Bjarkargrund 13, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi föstudaginn 17. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kolbrún Leifsdóttir Óli Þór Heiðarsson Guðrún Sveinsdóttir Valdís Heiðarsdóttir Hörður Jónsson Lárus Heiðarsson Sigríður Björnsdóttir Leifur Heiðarsson Ingibjörg Snorradóttir afabörnin. Íslendingum er hlaupið kapp í kinn í svo mörgum skilningi, en að sumri til er það ekki síst ferða- mennskan um fjöll og dali sem nýtur vinsælda, fótgangandi eða á fjörlegri löppunum, en þar eru utanvegahlaupin hvað vinsælust, sumsé, að reima á sig vel sóluðu skóna – og stinga af til fjalla. ser@frettabladid.is Eitt þessara hlaupa fer fram í dag og fram á nótt, en það er Goshlaupið um eldfjallasali Reykjanesskagans sem hafa heldur betur látið á sér kræla á seinni tímum eftir ríf lega átta hundruð ára svefnríkt skeið. Allir hittast í lokin Hlaupið hófst raunar í nótt sem leið, í glannabítið klukkan 04.00, en þá fóru einna harðsvíruðustu hlaupararnir af stað sem ætla sér að skokka hundrað kílómetra fram á kvöld. Aðrir hlauparar – og vel að merkja, það er enn hægt að skrá sig á fésbók Reykjanes Volcano Ultra – fara af stað klukkan 18.00 í kvöld og eiga fyrir hönd- um fimmtíu kílómetra, klukkan 20.00 leggja þeir af stað sem ætla sér þrjátíu kílómetra og loks fara tíu kílómetra hlaupararnir í skóna klukkan 11.00. Lagt er í hann frá Salthúsinu – og þar munu hóparnir safnast saman um og undir miðnætti til að skiptast á skoð- unum um upplifunina sem Ívar Trausti Jósafatsson, einn af forkólfum hlaupsins, segir að verði engu lagi lík, en hann byrj- aði með hlaupið á síðasta ári – og svo vel tókst til að engin ástæða er til annars en að endurtaka leikinn. Frelsið er áþreifanlegt „Það er bara truflað að hlaupa um þetta eldfjallasvæði þegar sólin er að setjast,“ segir hann og það má heyra af hljómi orðanna að hann er vart samur maður eftir hlaupið í fyrra þegar um fimmtíu manns tóku þátt, en hálfu fleiri taka að minnsta kosti þátt í ár. „Þetta er sannkallað upplifunarhlaup – og frelsið sem maður finnur fyrir á leið yfir virkt og óvirkt eldfjallalandið er eiginlega áþreifanlegt,“ bætir Ívar Trausti við. Hann segir mikilvægt að skóa sig vel, enda er hlaupið yfir hrjúft hraun og skreipa stíga, „en spáin er góð,“ segir Ívar Trausti, eftirvæntingarfullur. „Sólin verður með okkur á enda,“ bætir hann við í lokin um leið og hann hvetur lands- menn til dáða, enn sé hægt að skrá sig í hlaupið, ellegar mæta bara í Salthúsið og fylgjast með þessari hollustuveislu með snakk í annarri og drykk í hinni. n Upplifunarhlaup um eldjallasalinn Andrea Kjartansdóttir, sigurvegari í 100 kílómetra Goshlaupinu á síðasta ári. MYND/AÐSEND 1178 Þorlákur helgi Þórhallsson vígður Skálholtsbiskup í Niðarósdómkirkju. 1849 Jón Sigurðsson og fleiri alþingismenn gera þá kröfu að Alþingi verði háð í heyranda hljóði. 1874 Á Oddeyri í Eyjafirði og víðar á Norðurlandi er haldin þjóðhátíð í minningu þúsund ára byggðar í landinu. Slík hátíð er haldin mánuði síðar annars staðar. 1876 Alls 752 Norðlendingar leggja af stað til Ameríku með skoska gufuskipinu Verona. 1937 Snekkja Adolfs Hitlers, Aviso Grille, kemur til Ís- lands. 1990 Golfklúbbur Kópavogs er stofnaður. 1998 Skáldsagan Harry Potter og leyniklefinn eftir J. K. Rowling kemur út. 2000 Frakkar sigra Ítali 2-1 í lokaleik Evrópukeppninnar í knattspyrnu. 2001 Fyrsta sjálfvirka gervihjartað er grætt í Robert Tools í Bandaríkjunum. Merkisatburðir FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 2. júlí 2022 Tímamót 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.