Fréttablaðið - 07.07.2022, Síða 1
1 3 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 7 . J Ú L Í 2 0 2 2
Veðrið spilar
þátt á plötunni
Portrettmyndir
Kjarvals til sýnis
Lífið ➤ 26 Menning ➤ 24
Sigraðu innkaupin
fyrir útileguna
Gómsæt
opnunar-
tilboð!NÝJA OG GLÆSILEGA
VERSLUN Í SKEIFUNNI 19!
Opnum í dag kl. 9
Afstaða til gjaldtöku af
erlendum ferðamönnum
fyrir aðgang að íslenskum
náttúruperlum
Afstaða til gjaldtöku af
Íslendingum fyrir aðgang að
íslenskum náttúruperlum
72% 54%
16%
30%
16%
12%
n Sammála n Hvorki né n Ósammála
Mikill meirihluti vill að
tekið verði gjald af erlendum
ferðamönnum fyrir aðgang
að íslenskum náttúruperlum
samkvæmt nýrri könnun.
Afstaðan snýst við þegar
spurt er um gjaldtöku af
Íslendingum.
adalheidur@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Yfir sjötíu prósent
eru sammála því að tekið verði gjald
af erlendum ferðamönnum fyrir
aðgang að íslenskum náttúruperl-
um. Aðeins þrjátíu prósent eru hins
vegar fylgjandi slíkri gjaldtöku af
Íslendingum. Þetta eru niðurstöður
nýrrar könnunar sem Prósent fram-
kvæmdi fyrir Fréttablaðið.
Samkvæmt niðurstöðunum er
rúmur helmingur svarenda ósam-
mála því að Íslendingar verði rukk-
aðir um aðgang að íslenskum nátt-
úruperlum en aðeins tólf prósent
eru ósammála sambærilegri gjald-
töku af erlendum ferðamönnum.
Þegar svörin eru skoðuð nánar
kemur í ljós að sextíu prósentum
þeirra sem eru ósammála gjald-
töku af Íslendingum finnst rétt að
taka sambærilegt gjald af erlendum
ferðamönnum.
Ekki er mikill munur á afstöðu
til gjaldtöku milli kynja og enginn
munur er á afstöðu íbúa höfuðborg-
arsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Þá breyta tekjur fólks ekki miklu
um afstöðu til gjaldtökunnar, þótt
ívið f leiri séu sammála gjaldtöku
meðal þeirra tekjuhæstu en þeirra
sem hafa lægri tekjur. Stuðningur
við gjaldtöku er minnstur í yngsta
aldurshópnum, bæði hvað varðar
erlenda ferðamenn og Íslendinga,
en hækkar jafnt og þétt með hækk-
andi aldri.
Um netkönnun var að ræða sem
framkvæmd var dagana 22. júní til
4. júlí. Úrtakið var 2.000 einstakl-
ingar 18 ára og eldri. Svarhlutfallið
var 50,8 prósent.
Í svari frá Lilju Alfreðsdóttur
ferðamálaráðherra segir að gjald-
taka í greininni sé til skoðunar.
Fyrirhugað sé að ráðast í tekjuöflun
af ferðamönnum frá og með 2024.
„Unnið verður að breytingum
á fyrirkomulagi gistináttagjalds í
samvinnu við greinina og sveitar-
félögin með það að markmiði að
sveitarfélögin njóti góðs af gjald-
tökunni,“ segir í svari ráðherra. n
Útlendingar greiði gjald en ekki Íslendingar
,,Þetta hefur gengið ótrúlega vel,” segir Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri verkfræðideildar hjá Isavia, um framkvæmdir við nýja 22 þúsund fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Keflavíkur-
flugvelli, sem að hluta á að vera að komin í notkun á næsta ári og að fullu 2024. Jón segir um 85 til 90 prósent af uppsteypunni nú lokið. Efni í burðarvirki stálgrindarhússins komi frá Úkraínu og Finn-
landi og sé unnið í Póllandi og Finnlandi. ,,Við vorum heppin að tryggja stóran hluta efnisins áður en átökin brutust út í Úkraínu.” FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI