Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 4
Ég er búin að hugsa þetta vandlega síðustu vikur og fara yfir mína stöðu. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Deilt var um hvort Elkem mætti færa vexti af 1,8 milljarða króna láni frá móðurfélagi sínu í Noregi sem gjöld. JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Aldís Hafsteinsdóttir, sveitar- stjóri Hrunamannahrepps, verður ekki kjörgeng til stjórnarsetu í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mun því ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í haust. Þetta varð ljóst eftir að Aldís ákvað að flytja lögheim- ili sitt fyrr í vikunni. ggunnars@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga er kjörinn til fjögurra ára í senn að afloknum sveitarstjórnarkosning- um. Til að gegna formennsku eða sitja í stjórn sambandsins þurfa fram- bjóðendur að vera aðal- eða vara- menn í sveitarstjórn. Aldís Hafsteinsdóttir er varamaður í bæjarstjórn Hveragerðis en hefur jafnframt gegnt formennsku Sam- bandsins síðustu fjögur ár. En þar sem hún hefur verið ráðin sveitarstjóri Hrunamannahrepps og hyggst f lytjast búferlum frá Hveragerði verður hún ekki lengur kjörgeng til formanns Sambands- ins . Aldís hafði hug á að búa áfram í Hveragerði um sinn og gegna for- mennsku Sambandsins áfram, en eftir að hafa lagst yfir stöðuna ákvað hún að réttast væri að einbeita sér alfarið að Hrunamannahreppi. „Ég er búin að hugsa þetta vand- lega síðustu vikur og fara yfir mína stöðu. Þetta er niðurstaðan og mér finnst einfaldlega rétt og heiðarleg- ast að færa mig um set yfir í sveitar- félagið sem mun eiga hug minn allan næstu fjögur árin.“ Aldís segist eiga eftir að sjá eftir formannsstarfinu sem hafi vissu- lega verið krefjandi. „Það hefur ekki verið nein lognmolla á sveitar- stjórnarstiginu síðustu fjögur árin. Það er alveg ljóst. En þetta hefur líka verið ákaflega skemmtilegur tími.” „Ég hefði svo gjarnan viljað halda áfram en framboð til formennsku hjá Sambandinu er háð því að við- komandi sé kjörinn fulltrúi og því er þetta niðurstaðan.“ Aldís sat lengi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga áður en hún varð formaður. Hún hefur jafnframt gegnt stöðu bæjarstöðu í Hveragerði um árabil. „Ég er búin að vera lengi í þessu og veit þess vegna hvað það skiptir miklu máli fyrir sveitarstjóra að geta helgað sig brýnum verkefnum heima fyrir.” „Þau lúta fyrst og fremst að því að gæta hagsmuna íbúanna og það er á þeim grunni sem þessi ákvörðun er í raun tekin,“ segir Aldís. Heimildir Fréttablaðsins herma að  nokkrir bæjar- og borgarfull- trúar hafi hug á að bjóða sig fram til formennsku nú þegar ljóst er að Aldís stígur til hliðar. Rósa Guðbjartsdóttir er talin lík- leg, enda hefð fyrir því að formaður Sambandsins komi úr röðum Sjálf- stæðisflokks. Rósa hættir sem bæj- arstjóri Hafnarfjarðar eftir tvö ár. Jón Björn Hákonarson, sveitar- stjóra Fjarðabyggðar og ritari Fram- sóknarflokksins, hefur einnig verið nefndur sem mögulegur formaður, enda með langa reynslu af stjórnar- setu hjá Sambandinu. Þá hafa bæði Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri, og Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingar, verið nefnd í tengslum við formannsstólinn. Hermt er að mörgum þyki tímabært að fulltrúi fjölmennasta sveitarfélags landsins fái formannsstólinn. Framboðsfrestur rennur út 15. júlí næstkomandi en kjörið sjálft fer fram með rafrænum hætti í næsta mánuði. Nýr formaður mun svo taka við af Aldísi á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri í september. n Aldís verður að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Aldís segist vilja helga sig alfarið nýjum verkefnum í Hrunamannahreppi næstu fjögur árin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR gar@fretttabladid.is BANDARÍKIN John Hinckley Jr. sem skaut á Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og þrjá aðra menn árið 1981, biður um fyrirgefningu á gjörðum sínum. Hinckley varð endanlega frjáls fyrir tveimur vikum að lokinni reynslulausn. Í þættinum Nightline á ABC sjónvarpsstöðinni kvaðst hann sjá eftir tilræðinu. Forsetinn náði sér eftir tólf daga sjúkrahús- dvöl en tveir hlutu varanleg mein „Ég held að þeir geti ekki fyrirgef- ið mér og ég álasa þeim ekki,“ sagði Hinckley, sem kvaðst hafa þjáðst af miklu þunglyndi er hann framdi ódæðið og viljað ganga í augun á leikkonunni Jodie Foster. n Hinckley segist sjá eftir tilræðinu John Hinckley Jr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Kópavogs verður ekki haggað, segir meirihluti úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Átta kærur bárust nefndinni frá 37 Kópavogsbúum og samtök- unum Vinum Kópavogs. Nýja skipulagið gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu við Fannborg og Hamraborg. Tveir meðlimir nefndarinnar skiluðu séráliti og vildu fella skipu- lagið úr gildi eins og krafist var. „Við erum ósammála þeirri niðurstöðu meirihluta úrskurðar- nefndarinnar að ekki hafi verið slíkir ágallar á umhverfismati hins kærða deiliskipulags sem ráðið geti úrslitum um gildi þess.“ n Skipulag í miðbæ stendur áfram benediktarnar@frettabladid.is DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- víkur felldi í gær úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra í máli Elkem á Íslandi ehf. gegn íslenska ríkinu, auk þess sem ríkið þarf að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Forsaga málsins er sú að Elkem gaf út skuldabréf að fjárhæð tæplega 1,8 milljarð króna í nóvember 2012 sem selt var til móðurfélags Elkem í Noregi, í tengslum við fjárfestingar- leið Seðlabanka Íslands. Ríkisskattstjóri tilkynnti félag- inu að gjaldfærslu vaxta af skulda- bréfinu væri hafnað vegna skorts á Elkem hafði betur gegn ríkinu í skattadómsmáli Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi nauðsynlegri og eðlilegri tengingu við tekjuöf lun félagsins. Þá taldi ríkisskattstjóri fullt tilefni til að leggja 25 prósenta álag á vanfram- talinn stofn. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að ekki yrði fallist á þá túlkun skattsins að lánsfjárhæð skulda- bréfsins og þar með þau vaxtagjöld sem voru greidd af henni hafi verið ótengd rekstri félagsins. Í því tilviki sem hér um ræðir var lánið þáttur af fjármagnsskipan félagsins og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út nýttir til fjárfestinga og niður- greiðslna á skuldum. Héraðsdómur felldi því úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra og er íslenska ríkinu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi vill ekki tjá sig um niðurstöðu héraðsdóms að svo stöddu. n 4 Fréttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.