Fréttablaðið - 07.07.2022, Page 8
8 Fréttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐÁSTAND HEIMSINS FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR
Múslimar í Delí á Indlandi eru að setja upp geitamarkaði í tilefni af hátíðinni
Eid al-Adha, sem haldin er til að minnast fórnfýsi Abrahams. Hátíðin hefst á
laugardagskvöld og siður er að slátra þá dýri og deila þriðjungi kjötsins með
fátækum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Breskur maður
mótmælir
Boris Johnson
forsætisráð-
herra fyrir utan
neðri málstofu
breska þingsins.
Stjórn Johnsons
stendur nú á
brauðfótum
eftir hrinu af-
sagna ráðherra
og embættis-
manna Íhalds-
flokksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Haluk Bayraktar, framkvæmdastjóri tyrkneska vopnafyrirtækisins Baykar, fundar með Petro Besjta, sendiherra
Úkraínu í Litáen, og litáíska varnamálaráðherranum Arvydas Anusauskas. Litáar hyggjast gefa Úkraínumönnum
þennan Baykraktar TB2-bardagadróna til að nota í stríðinu gegn Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Spánverjar fá að halda almennilega upp á San Fermín-nautahlaupshátíðina í fyrsta sinn í tvö ár í júlí. Hátíðinni hefur
verið aflýst síðustu tvö ár vegna kórónaveirunnar en nú fá menn og dýr að sletta úr klaufunum á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Belgíski hjólreiðakappinn Wout Van Aert sportar gulri treyju á leiðinni frá
Lille til Arenberg í Tour de France-keppni ársins 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA