Fréttablaðið - 07.07.2022, Page 12

Fréttablaðið - 07.07.2022, Page 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á síðustu árum hefur VG nefni- lega breyst í latan og værukæran innikött sem fær ekki lengur að fara út í garð til að gera einhvern óskunda. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Við á Íslandi höfum borið gæfu til að samþykkja mörg framfaramál sem varða réttindi fólks á undanförnum árum á sama tíma og sjá má bakslag víða í heiminum. Í þessum málum er barátta hagsmunahópa mikilvæg en að sjálfsögðu ræður vilji stjórnvalda á hverjum stað í raun úrslitum um hver staðan verður, eins og mörg dæmi eru um nýverið. Hér á landi verður áfram unnið í slíkum framfaramálum. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að sett verði á stofn öflug, óháð mannréttindastofnun sem þarf að uppfylla ákveðin almenn skilyrði sem sett eru fram í viðmið- unarreglum Sameinuðu þjóðanna. Viðmiðin gera ráð fyrir sjálfstæði slíkra stofnana frá stjórnvöldum. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar voru mannréttindamál færð til forsætisráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti og hófst í kjölfarið vinna við grænbók um mannréttindi. Við vinnu við grænbók er upplýsingum safnað um mannréttindi, þróun, tölfræði, samanburð við önnur lönd og teknar saman mismunandi leiðir til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í mannréttindamálum. Í hvívetna verður lögð áhersla á víðtækt samráð við vinnslu grænbókarinnar og í haust er ætlunin að standa fyrir samráðsfundum í öllum landshlutum um stöðu mannréttindamála. Í byrjun árs 2023 verða drög að grænbók kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og gera áætlanir ráð fyrir að frumvarp um stofnunina verði lagt fram á Alþingi haustið 2023. Mannréttindastofnanir skipta máli til að tryggja virka og öfluga vernd mannréttinda. Ég hef lagt á það áherslu að Ísland sé leiðandi þegar kemur að mann- réttindum og verður tilvist mannréttindastofnunar veigamikið skref í þá átt. Mikilvægt er í þessu sambandi að tilvist slíkrar stofnunar er forsenda þess að hægt verði að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks líkt og kveðið er á um í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar. Allt miðar þetta að því að við eigum öll jafnan rétt til að njóta mannréttinda án mismununar. n Virk og öflug vernd mannréttinda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Ég hef lagt á það áherslu að Ísland sé leiðandi þegar kemur að mannrétt- indum. ser@frettabladid.is Tenerífe frekar Eitthvað er það svo óendanlega íslenskt í eðli sínu og umgjörð að ein stakasta nótt á hefð- bundnu hóteli hér á Íslandi í júlí kosti álíka mikið og sólar- landaferð til eyjunnar Tenerífe undan Afríkuströndum. Og alveg er það í sama anda þessa alls að nóttin á sama hóteli hækki þeim mun meira í verði eftir því sem minni líkur eru á því að hún verði tekin. Það eru sumsé engin tilboð í gangi fyrir þá gesti sem koma inn í móttökuna á síðustu stundu, heldur þvert á móti, verðið fyrir gistinguna er þá komið endan- lega upp fyrir rjáfrið. Átak in memoriam Og það er vitaskuld alveg í þessum takti – og skrifast sem hefðbundinn kafli í Íslands- söguna – að það mikla og vel heppnaða átak ferðamálayfir- valda og ráðamanna túrismans hér á landi frá því á síðasta og þarsíðasta sumri, sem fólst í því að landinn ferðaðist innan- lands, hefur nú algerlega verið troðið ofan í ruslatunnuna. Það hefur enginn venjulegur Íslendingur lengur efni á að ferðast um eigið land, nema ef vera kynni að hann tjaldi í óleyfi í eyðidölum og hafi smurt og sultað og blandað drykkina sína heima fyrir brottför úr bænum. n Vandi Vinstri grænna í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og í hverri fylgiskönnun sem fylgt hefur á eftir, er hvað flokknum er farið að svipa mikið til Sjálfstæðisflokksins. Málefnalega líður honum afskaplega vel með þessum helsta hægriflokki landsins sem lengst af á lýðveldistímanum hefur haft tögl og hagldir í íslenskum stjórnmálum – og verið eitur í beinum róttækra áhugamanna um umbætur í landinu, alþýðunni til handa. Í stað þess að láta brjóta á málum sem sannar- lega hafa skilið á milli vinstri manna og þeirra sem horfa til hægri, sitja ráðamenn Vinstri grænna sallarólegir við ríkisstjórnarborðið þar sem gömlu baráttumálunum er beinlínis fórnað til að halda Sjálfstæðisflokknum að völdum. Það er svo alveg í anda þessa alls að sjálfur for- ingi flokksins er slíkur mannasættir í eðli sínu að ógerlegt er til þess að hugsa að hann steyti hnefann framan í formenn samstarfsflokkanna og aðra ráðherra þeirra sem fyrir vikið hafa það heldur náðugt í stólunum sínum. Í minningunni birtist myndin af fyrrverandi formanni Vinstri grænna í ræðustól Alþingis þar sem hann hraunaði með eftirminnilegum tilþrifum yfir ángskotans auðhyggjuna og allt hennar ógurlega lið. Þá var nú töluð norðlensk- an. Og í endurlitinu bregður líka fyrir óþekk- asta þingflokki landsins sem hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni – og var fyrir vikið líkt við villiketti. Nú er uppi annar tími. Á síðustu árum hefur VG nefnilega breyst í latan og værukæran inni- kött sem fær ekki lengur að fara út í garð til að gera einhvern óskunda. Hann þarf ekki lengur að brýna klærnar og það er löngu hætt að blika á vígalegar tennur hans. Og það sem er hvað undarlegast, í ljósi sögu hans um og upp úr aldamótum, er hvað hann er orðinn undirgefinn eiganda sínum, sjálfum Sjálfstæðisflokknum. Í hverju málinu af öðru leggur hann niður skottið. Jafnvel í umhverfismálum færir hann náttúruna úr verndarflokki í biðflokk til að geðjast samstarfsflokkunum. Og dýraverndin er honum ekki hugstæðari en svo að hann leyfir miskunnarlaust blóðmerahald áfram og lætur langreyðarkýrnar kveljast enn um sinn á hafi úti. Jafnvel því stóra réttlætismáli að þjóðin fái sanngjarnan skerf af ofboðslegum hagnaði útgerðarinnar er velt fram yfir næstu þing- kosningar með stofnun svo stórrar nefndar að engu verður breytt. Svo er óþarfi að minnast á stjórnarskrármálið. Eða NATÓ. Þetta er vandi VG. Pólitík flokksins er horfin. n Horfin pólitík Tómatur Í þínu besta formi. islenskt.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.